Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2010, Blaðsíða 26

Ægir - 01.06.2010, Blaðsíða 26
26 „Júnímánuður er ótrúlega góður miðað við það sem bú- ast mátti við. Ég er því nokkuð sáttur við landaðan afla hjá okkur það sem af er ári,” seg- ir Ragnar Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðs Suðurnesja. FMS er með höf- uðstöðvar í Sandgerði og rek- ur fiskmarkað í sex höfnum, þ.e. í Grindavík, Sandgerði, Hafnarfirði, Ísafirði, Breið- dalsvík og á Höfn í Hornafirði. Þessar hafnir tengjast saman í eitt uppboð ásamt öðrum fiskmörkuðum sem allir nýta tölvukerfi Reiknistofu fisk- markaða hf.. Á öllum stöðun- um rekur FMS gólfmarkað en alltaf fer hluti aflans inn í hús þó stærstur hluti fari beint af bryggju til kaupandans. Auk þessa á FMS 55% hlut í Fisk- markaði Siglufjarðar þannig að net fyrirtækisins er nokkuð stórt. Hundrað krónum hærra meðalverð en í fyrra Ragnar segir að eftir fyrstu fimm mánuði ársins hafi 1000 tonn vantað upp á að ná met- árinu 2009. „En á móti kemur að meðalverðið er 100 krón- um hærra en í fyrra. Það byggist í raun á hækkun á öllum tegundum en ekki er hægt að benda á neina eina fisktegund sem sker sig úr hvað verðhækkanir áhrærir. Ef einstök dæmi eru tekin þá sjáum við að meðalverð í júní er nú á markaðnum á Ísafirði 274 krónur en 219 í fyrra. Sömuleiðis sló maímánuður á Hornafirði met hjá okkur því aldrei fyrr hafa yfir 1000 tonn farið um markaðinn okkar þar. Og þar var meðalverðið í maí 234 krónur en 186 krón- ur í maí í fyrra. Svona verð- hækkanir höfum við ekki séð fyrr milli ára,” segir Ragnar og svarar því aðspurður að mjög erfitt sé að tilgreina einstakar ástæður fyrir þessum miklu fiskverðshækkunum. „Við höfum oft spurt okkur að undanförnu þeirrar spurn- ingar hvað er í gangi. Aug- ljóslega er mikil spurn eftir fiski, stóru útgerðirnar eru að kaupa mikið af fiski, kvótinn hefur minnkað og svona er hægt að tína til einstaka þætti sem hafa sín áhrif,” segir Ragnar. Það sem af er ári hefur Fiskmarkaður Suðurnesja selt rúmlega 14 þúsund tonn í gegnum sitt kerfi og segist Ragnar ágætlega sáttur við það. „Við seldum til að mynda 3500 tonn í maí í ár, meira en nokkru sinni fyrr í þeim mánuði ársins. Hins vegar er framundan tími sem við vitum að verður talsvert rólegri, sér í lagi hér á mörk- uðunum á suðvesturhorninu. Hins vegar fer magnið þá að sama skapi að aukast á mörk- uðum okkar úti á landi,” segir Ragnar. Gámafiskurinn að skila sér inn En það er ekki bara verðþró- unin sem er áhugaverð á fisk- mörkuðunum þessa dagana. Ragnar segist sjá þess merki að svokallaður gámafiskur sé að skila sér inn á fiskmarkað- ina. Með öðrum orðum að út- gerðir sem áður lönduðu öll- um fiski í gáma og fluttu út nýti sér nú fiskmarkaðskerfið til að koma aflanum í verð. Þetta segir hann jákvæða þró- un og beina afleiðingu af hækkun á fiskverðinu hér á landi. „Fiskverðið hér heima er orðið samkeppnisfært. Ég ætla stjórnendum útgerðanna sem hafa selt utan í gámum ekki annað en að reka sín fyrirtæki eftir mesta mögulega ávinningi hverju sinni og þess vegna kemur ekki á óvart en þeir sendi fiskinn í auknum mæli á innlenda fiskmarkaði þegar verðin hækka svona mikið. Ég fagna því að þetta gerist og að innanlandsmark- aðurinn fái tækifæri til að bjóða í þennan fisk. Ég hef alltaf sagt að það sem við þurfum leggja höfuðáherslu á er að veita góða þjónustu en seljendur og kaupendur koma ef hagkvæmt er fyrir þá að hafa viðskipti á markaðnum. Ef ekki er hagkvæmt að versla við fiskmarkað á Ís- landi þá finna seljendur ein- faldlega hagkvæmari leiðir annars staðar. Þannig er gangurinn í þessu,” segir Ragnar. Hátt verð í dag – en hvað á morgun? Ragnar segir eðli fiskmarkaðs- starfseminnar þannig að ekk- ert er öruggt. Hátt verð í dag getur tekið að lækka ört á morgun - alveg á sama hátt og verðið hefur hækkað mjög mikið á síðustu mánuðum. „Við getum hvorki fullyrt fyrirfram um það magn sem við fáum á markaðinn á degi hverjum, né það verð sem er í gildi hverju sinni. Ég hef ekki trú á að það verði hrun á því fiskverði sem er núna, enda ekki sýnilegar forsendur fyrir því. Mín tilfinning er þó sú að þetta verð sé komið að mörkum hjá kaupendunum og vinnslunum og að fyrir- tækin eigi ekki auðvelt með að velta þessu verði út í sitt Meðalverð hjá Fiskmarkaði Suðurnesja hundrað krónum hærra en í fyrra: Engin ein ástæða fyrir mikilli fiskverðshækkun síðustu mánaða - segir Ragnar Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hús Fiskmarkaðs Suðurnesja er rétt við höfnina í Sandgerði. Ragnar Kristjánsson, framkvæmda- stjóri Fiskmarkaðs Suðurnesja. F I S K M A R K A Ð I R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.