Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2010, Blaðsíða 30

Ægir - 01.06.2010, Blaðsíða 30
30 H A F N I R „Við fáum 30 skemmtiferða- skip í sumar en þau voru 27 í fyrra. Skemmtiferðaskipunum hefur jafnt og þétt verið að fjölga frá árinu 2005 og þau skipta okkur umtalsverðu máli. Okkur hentar best að fá með- alstór skip, þessi með um 1500 farþega. Það er þægileg- ur fjöldi við að eiga og viðráð- anleg skip,” segir Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri Hafna Ísafjarðarbæjar. Undir hatti fyrirtækisins eru hafnirn- ar á Ísafirði, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri. „Skemmtiferðaskipin skil- uðu okkur um 24 milljónum króna í fyrra, nærfellt um fjórðungi af tekjum hafnarinn- ar. En fyrst og fremst erum við að reka fiskihafnir á stöðunum fjórum og tökum aðal tekjur okkar af lönduðum afla. Helst vildum við auðvitað hafa meira af fiskinum til að landa en okkar stærsti viðskiptavinur er Hraðfrystihúsið Gunnvör með sína togara. Síðan hefur verið mikill stöðugleiki í lönd- unum á Suðureyri undanfarin ár og heldur verið bætt í báta- flotann þar, frekar en hitt. Á hinum stöðunum, Flareyri og Þingeyri, hafa hins vegar verið mun meiri sveiflur,” segir Guðmundur. Hvert tonn skiptir máli Með brotthvarfi Kambs á Flat- eyri á sínum tíma hurfu 10 þúsund tonn úr lönduðum afla og þar með tekjugrunni hafnarinnar og munar um minna. Guðmundur segir hvert tonn í lönduðum fiskafla skipa miklu máli. Því sé þakk- látt að fá viðbætur á borð við þorskeldi og sjóstangveiði, hvort tveggja nýsköpun í at- vinnulífinu á norðanverðum Vestfjörðum. Og loks er að nefna strandveiðina sem bætt- ist við í fyrra. „Auðvitað er ekki um mjög stóra tekjupósta að ræða fyrir okkur í þessum greinum en samt nýjar greinar sem vaxa hægt og bítandi. Og strand- veiðarnar hleypa lífi í hafnirn- ar. Síðan gerum við okkur vonir um að strandsiglingar hefjist á nýjan leik eins og áform samgönguráðherra ganga út á en á sínum tíma hurfu um 20% okkar tekna með strandsiglingunum. Komi þær aftur þá geta þær ekki annað en haft jákvæð áhrif.” Framkvæmt í sumar Stórframkvæmdir hafa verið hjá Höfnum Ísafjarðar síðustu ár. Búið er að byggja upp Ás- geirsbakka á Ísafirði, rúmlega 200 metra viðlegukant. „Okkar orka hefur farið á síðustu árum í að byggja upp gömul hafnarmannvirki. Á næsta ári stendur til að byggja upp höfnina á Suðureyri og nú í sumar er ráðgert að gera nýja olíuhöfn við Mávagarð á Ísafirði. Þá framkvæmd munu heimaaðilar í KNH verktökum á Ísafirði annast að undan- gengnu útboði og sömu aðilar annast líka vinnu við land undir olíubirgðastöð þannig að það falla nokkur verkefni til í kringum okkar starfsemi í sumar,” segir Guðmundur M. Krirstjánsson, hafnarstjóri Hafna Ísafjarðarbæjar. Hafnir Ísafjarðarbæjar: Skemmtiferðaskipin skila hátt í fjórðungi ársteknanna Guðmundur M. Kristjánsson við eitt 30 skemmtiferðaskipa sem hafa viðdvöl á Ísa- firði í sumar. Löndun á Ísafirði.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.