Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2010, Blaðsíða 31

Ægir - 01.08.2010, Blaðsíða 31
31 V E I Ð A R F Æ R I O G V E I Ð I T Æ K N I úti á sjó að vinna með okkar búnað,“ segir Bjarni Þór. Rafdrifið vírastýri Önnur fullþróuð nýjung frá Naust Marine er rafknúið vírastýri. Eins og nafnið bendir til er tilgangurinn sá að stjórna röðun vírs inn á vindur en hingað til hefur þetta verið gert með tann- hjólabúnaði. „Rafknúið vírastýri við vindubúnað er algjör nýjung í heiminum sem við teljum geta stórbætt meðferð og þar með endingu togvíra. Vírar eru sjaldnast framleiddir af svo mikilli nákvæmni að auðvelt sé að stilla vírastýri rétt með tannhjólabúnaði. Einnig grennist vírinn með tímanum og þá verður röðun- in verri. Með rafstýringu er hægt að slá inn upplýsingum um vírinn og hann raðast því hárnákvæmt inn á vinduna. Síðan er auðvelt að breyta forsendunum eftir því sem vírinn eldist og grennist. Við teljum að þessi nýjung geti skilað útgerðunum mun betri endingu á togvírnum,“ segir Bjarni Þór. Kostir umfram glussann Þegar kemur að spilbúnaði horfa æ fleiri til þess að skipta úr glussadrifnum vind- um yfir í rafmagnsvindur. „Við lítum á vindubúnað- inn sem einn af grundvallar- þáttum veiðarfæranna um borð. Rafmagnsvindunum fylgja miklir kostir, svo sem sparnaður í olíu, minna við- hald, hljóðlátari vindubúnað- ur og minni mengunarhætta. Ég finn að íslenskir útgerðar- menn eru áhugasamir um alla þessa þætti og bind vonir við að vöxtur okkar geti haldið áfram á komandi árum með aukinni framleiðslu á vindu- kerfum fyrir íslensk fiskiskip,“ segir Bjarni Þór Gunnlaugs- son. Við tökum á móti netum Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar! Sími 520 2220 www.efnamottakan.is Efnamóttakan tekur við veiðafæraúrgangi úr næloni, þ.e: • netaafskurði • hlutum úr f lottrolli • nótaefni Fáðu hjá okkur sérsniðna poka undir netaafskurðinn. Skjámyndakerfi fyrir ATW búnaðinn miðar að því að gera alla stjórnun einfalda og aðgengilega. Nýtt rafknúið vírastýri frá Naust Marine.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.