Ægir - 01.02.2011, Qupperneq 8
8
K Æ L I Þ J Ó N U S T A
„Við komum til með að vinna í
verkefnum á næstu mánuðum
sem tengjast vinnslu á makríl
en það er greinilegur áhugi á
slíkri vinnslu hér á landi í
sumar. Í flestum tilfellum er
um að ræða fyrirtæki sem eru
í annarri fiskvinnslu og eru að
samnýta aðstöðu og þekkingu
til að byggja upp makríl-
vinnslu. En í þessari fiskteg-
und eru vafalítið fólgin tals-
verð tækifæri fyrir okkur Ís-
lendinga á komandi árum
enda æ hærra hlutfall mak-
rílsins að fara til manneldis,“
segir Gunnar Larsen, fram-
kvæmdastjóri Kæli smiðjunnar
Frosts.
Getum verið stolt af
sjávarútveginum
Kælismiðjan Frost hefur kom
ið að nokkrum verkefnum í
landvinnslufyrirtækjum í Nor
egi að undanförnu en á síðari
árum hafa landvinnsluverk
efni fyrirtækisins hér heima
að stærstum hluta snúið að
uppsjávarvinnslum. Gunnar
segist skynja þróun í norsk
um sjávarútvegi að íslenskri
fyrirmynd.
„Við sjáum þetta í stýringu
á veiðum, í vinnsluháttum,
markaðssetningu og mörgu
fleiru. Það er til dæmis vand
fundin fiskvinnsla í Noregi
sem ekki notar vinnslubúnað
frá Marel, enda er það svo að
norskur sjávarútvegur hefur
sótt stjórnendur í stórum stíl í
íslenskan sjávarútveg. Með
réttu ættu Íslendingar að vera
stoltir af sínum sjávarútvegi
og þeim fyrirtækjum sem
honum tengjast. Sjávarútvegi
sem hefur þróast yfir í tækni
vædda og markaðsdrifna mat
vælavinnslu, sem er undir
staða þróunar og vextar öfl
ugra og framsækinna þekk
ingarfyrirtækja,“ segir Gunn
ar. Meðal þess sem gerst hef
ur í sjávarútvegi síðustu ár
hér á landi er vaxandi vinnsla
á ferskum afurðum og þróun
in mun halda áfram í þá átt.
Gunnar segir Kælismiðjuna
Frost fylgjast grannt með
henni, enda kæling einn af
lykilþáttum í henni.
„Flutningur á fersku hrá
efni er einnig þekktur í laxa
framleiðslunni í Noregi og
þar vitum við að menn hafa
prófað sig áfram með svokall
aða yfirborðsfrystingu á hrá
efni fyrir flutning á ferskvöru
á markað. Það kann að vera
tækni sem vert væri að reyna
enn frekar hér á landi,“ segir
Gunnar.
Breytingar á norskum togara
Sem dæmi um erlend verk
efni Kælismiðjunnar Frosts
má nefna að þessa dagana
liggur togarinn Havtind í eigu
norskrar útgerðar við bryggju
á Akureyri og vinna starfs
menn Frosts að því að skipta
um kælibúnað í skipinu.
Þetta er þriðji norski togarinn
sem Frost vinnur hliðstætt
verkefni í á einu ári. Einum
togara var breytt í Álasundi í
Noregi en tveir komu til Ak
ureyrar. Í þeim togurum sem
koma til Akureyrar sér Slipp
urinn um ýmsar breytingar og
lagfæringar svo sem endur
nýjun á vinnslubúnaði, Raf
eyri um rafmagnsvinnu og í
Havtind sem nú er í breyting
um afhendir 3X á Ísafirði nýj
an vinnslubúnað.
„Þessi verkefni eru dæmi
Sjávarútvegurinn er
markaðsdrifin og tækni
vædd matvælaframleiðsla
- segir Gunnar Larsen, framkvæmdastjóri Kælismiðjunnar Frosts
Jón Gunnlaugur Sigurjónsson vinnur að viðgerð á plötufrysti á verkstæði Frosts á
Akureyri.
„Sjávarútvegur hefur þróast yfir í
tæknivædda og markaðsdrifna mat-
vælavinnslu, sem er undirstaða fyrir
þróun og vexti öflugra og framsækinna
þekkingarfyrirtækja,“ segir Gunnar
Larsen, framkvæmdastjóri Kælismiðj-
unnar Frosts.