Ægir - 01.02.2011, Blaðsíða 14
14
Matvælasvið Frumherja veitir matvælaframleiðendum víðtæka þjónustu:
Auknar gæðakröfur með
nýrri matvælalöggjöf
„Gæða- og heilbrigðiskröfur
stjórnvalda, kaupenda og
neytenda hafa aukist verulega
á undanförnum árum sem
kallar á sérhæfða ráðgjöf fyrir
matvælaframleiðendur. Þeirri
þörf getum við mætt og einnig
boðið matvælafyrirtækjum að
taka að okkur umsjón með
smærri sem stærri þáttum í
daglegu gæðastarfi þeirra. Sá
valkostur getur reynst mörg-
um fyrirtækjum hagkvæmur
valkostur,“ segir Róbert Hlöð-
versson, sviðsstjóri matvæla-
sviðs Frumherja hf.
Matvælasvið Frumherja
hefur starfað frá árinu 1993
og eitt af stærstu verkefnum
þess á undanförnum árum
hefur verið faggilt eftirlit með
framleiðslu sjávarafurða. Mat
vælastofnun tók þá ákvörðun
í lok síðasta árs að frá 1. mars
síðastliðinn yrði það verkefni
flutt frá faggildum skoðunar
stofum til stofnunarinnar
sjálfrar. „Þessi breyting er
gerð þrátt fyrir andstöðu allra
hagsmunaaðila í sjávarútvegi.
Að mínu mati á hún eftir að
verða mun kostnaðarsamari
fyrir sjávarútveginn auk þess
sem ótvíræðum kostum fag
giltrar skoðunarstarfsemi er
kastað fyrir róða,“ segir Ró
bert.
Ný matvælalöggjöf – hertar
kröfur
Með tilfærslu á framkvæmd
eftirlitsins til Matvælastofnun
ar skapast svigrúm til aukinn
ar sóknar matvælasviðs Frum
herja í nýrri þjónustu við mat
vælaframleiðendur. „Matvæla
löggjöf Evrópusambandsins
hefur nú verið tekin upp á
öllum sviðum matvælaiðnað
ar, sem kallar á aukna þörf
fyrir ráðgjöf á þessu sviði.
Innan fiskvinnslunar voru
þessar kröfur að mestu tekn
ar upp þegar á árinu 1993.
Við sem höfum unnið að
þessum málum innan sjávar
útvegsins síðan þá höfum því
aflað okkur mikillar reynslu
sem nú má nýta á öðrum
sviðum matvælaiðnaðarins.
Þar getur verið um að ræða
allt frá því að taka að okkur
hlutverk gæðastjóra yfir í
námskeiðahald í gæðamálum.
Markmiðið er fyrst og fremst
að matvælaframleiðendur hafi
aðgang að víðtækri faglegri
þjónustu á þessu sviði hjá
okkur og að þeirra starfsemi
uppfylli allar kröfur matvæla
löggjafarinnar,“ segir Róbert.
Útvistun gæðastjóra
Í þeim tilfellum sem matvæla
framleiðendur gera samning
við matvælasvið Frumherja
um hlutverk gæðastjóra tekur
sviðið að sér umsjón með
uppfærslum og viðhaldi
gæðakerfisins, annast innri
úttektir á gæðakerfi, fram
kvæmd viðhaldsáætlana,
fræðslu um gæðamál, prófan
ir, sýnatökur og samskipti við
eftirlitaðila, svo eitthvað sé
nefnt.
„Slík útvistun hefur í för
með sér mikið hagræði fyrir
Mikil þekking og reynsla er hjá matvælasviði Frumherja á gæðastarfi matvælafyrirtækja og þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar.
Þ J Ó N U S T A