Ægir

Volume

Ægir - 01.02.2011, Page 19

Ægir - 01.02.2011, Page 19
19 F I S K V I N N S L U T Æ K N I hver líftími verður á fullunn­ inni afurð. Í stuttu máli, þá gerir ofur­ kælingin fiskverkendum sem framleiða í ferskar afurðir til útflutnings kleift að kæla hrá­ efnið niður undir frostmark án þess þó að fiskholdið frjósi. Fiskurinn kemur þá hálf stífur inn á flæðilínuna og það gerir einnig að verk­ um að betri nýting fæst í vinnsluferlinu, sem er einnig eitt af mikilvægustu þáttum vinnslunnar. Í ferskfiskvinnsl­ unni snýst baráttan dag frá degi um ferskleikatíma afurð­ arinnar, bæði til að tryggja kaupendum erlendis sem besta vöru og einnig til að hægt sé að nýta möguleika skipaflutninga í auknum mæli til að flytja afurðirnar á mark­ aði erlendis. Með ofurkæling­ unni í vinnslunni hafa mæl­ ingar sýnt að ferkleikatímabil afurðanna lengist frá tveimur upp í fjóra sólarhringa. Óskar bendir á að þegar gosið í Eyjafjalljökli á síðasta ári stöðvaði allt flug til og frá landinu í nokkra daga kom það mjög harkalega við þá sem voru að senda ferskan fisk með flugi á markaði. Þeir runnu út á tíma og urði að frysta fiskinn með tilheyrandi verðfalli. Þennan skaða hefði mátt minnka til muna ef menn hefðu verið með hrá­ efnið ofurkælt. „Ofurkæling og Innova opna fiskverkendum ýmsa nýja möguleika til betri nýt­ ingar á hráefni. Við skulum hafa í huga að fiskverkendur hafa sjaldnast mikla stjórn á söluferlinu eða á hráefnis­ verðinu. Þeir geta hins vegar stjórnað vinnslunni og þar er­ um við með tól sem gera þeim kleift að taka réttar ákvarðanir og ná betri ár­ angri,“ segir Óskar að lokum. Ofurkældur fiskur fer talsvert stinnari í gegnum vinnsluferilinn en hefðbundið er. Til hægri er vinnustöð með Innova hugbúnaði.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.