Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.2011, Qupperneq 20

Ægir - 01.02.2011, Qupperneq 20
20 „Einfaldasta svarið við þeirri spurningu hverju sé að þakka þennan aldur fyrirtækisins er að veldur hver á heldur. Ég þakka þetta dugnaði frum- kvöðlanna sem stóðu að þeim fyrirtækjum sem lögðu grunn- inn að því sem er Hraðfrysti- húsið Gunnvör í dag,“ segir Einar Valur Kristjánsson, framkvæmadastjóri Hrað- frystihússins Gunnvarar í Hnífsdal, en þetta stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Vest- fjarða fagnaði á dögunum 70 ára afmæli. Eins og sjá má á meðfylgjandi yfirliti um starf- semi fyrirtækisins er starf- semin fjölbreytt og ekki órök- rétt að orða það svo að blóð fyrirtækisins kvíslist um æðar alls Vestfjarðakjálkans því launagreiðslur HG dreifast í flest byggðarlög Vestfjarða. Einar Valur leggur áherslu á að hann líti á Vestfirði sem eitt atvinnusvæði. Togaravæðingin skilaði stöðugleika Þegar saga Hraðfrystihússins Gunnvarar er skoðuð sést að fyrirtækið er dæmigert fyrir þá breytingu sem togaravæð­ ingin hafði í för með sér á sínum tíma. Með tilkomu tog­ ara komst á stöðugleiki í hrá­ efnisöfluninni og í stað þess að hráefni vantaði til vinnslu varð vandinn fremur sá að fólk vantaði til að vinna hrá­ efnið. Strax um 1960 fór fólk að flytjast víðar af Vestfjörð­ um í þéttbýlisstaðina við Djúp til að vinna í fiski og síðar komu tímabil erlenda vinnuaflsins. Um skeið kom talsvert af Áströlum í fisk­ vinnsluna og á síðari árum hafa margir Pólverjar sest að eða unnið tímabundið í fisk­ vinnslu HG. „Sagan sýnir okkur líka miklar breytingar vegna tækniframfara í fiskvinnsl­ unni. Nú þarf mun færra fólk til að vinna sama magn af fiski því afkastagetan er mun meiri en áður. Verkunarað­ ferðirnar hafa líka breyst mik­ ið frá því sem var,“ segir Ein­ ar Valur en með sameining­ um, kaupum á skipum og aflaheimildum segir hann að háð hafi verið varnarbarátta fyrir því að ekki hallaði enn frekar á í sjávarútveginum á Vestfjörðum. „En fyrir vikið stöndum við uppi með talsverðar skuldir en við erum þó með viðamikinn rekstur. Með öðr­ um orðum þá væri enginn rekstur hér í dag ef við hefð­ um haldið áfram að vera með einn togara og frystihús. Þá væri þessi starfsemi aflögð. Aflaheimildirnar hafa verið skornar það mikið niður að við urðum að bregaðist mjög ákveðið við til verja starfsem­ ina. En það verður líka að Æ g I S V I Ð T A L Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri HG, flytur ávarp á 70 ára afmælishátíð fyrirtækisins fyrr í vetur.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.