Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.2011, Side 33

Ægir - 01.02.2011, Side 33
33 F I S K V I N N S L A Þarna erum við að sérvinna dýrasta hluta fiskflaksins á nákvæmlega þann hátt sem viðskiptavinurinn sækist eftir og hann fær vöruna inn til sín eins ferska og mögulegt er. Kílóaverð í ferskum fiski er það hæsta sem fæst fyrir fiskafurðir í dag en þetta er líka vinnsla sem krefst stöð­ ugleika í afhendingu, gæðum og öðrum þáttum,” segir Ágúst Torfi en stærstur hluti aflans sem unninn er í vinnsluhúsinu á Akureyri kemur af skipum Brims. Þetta segir hann skipta miklu máli, bæði til að tryggja stöðug­ leika í vinnslunni en einnig til að tryggja að samfella sé í gæðum og meðferð afla allt frá veiðislóð til enda virðis­ keðjunnar, þ.e. að viðtakanda erlendis. Hráefni er að hluta einnig keypt af mörkuðum til landvinnslunnar hjá Brimi en Ágúst Torfi segir staðreynd að of mikið sé um fisk á mörkuðum sem ekki hafi hlotið þá meðferð og kæl­ ingu sem nauðsynleg er á hráefni til jafn kröfuharðrar vinnslu og ferskfiskvinnslan er. „Við flytjum ferka vöru bæði með flugi og skipum og þar ræður mestu hvar í Evr­ ópu viðskiptavinurinn er og hvernig hann vill fá vöruna til sín. En við erum að fást við mjög skamman líftíma á ferskri vöru og því er lykilat­ riði að meðhöndlunin sé fyrsta flokks strax í byrjun og alla leið. Ferksleikinn er það atriði sem við erum að glíma við alla daga í okkar starfi og það er eilífðarverkefni að reyna að gera sífellt betur í þeim þætti,” segir Ágúst Torfi. Að gera betur fyrir Ísland Stöðug umræða er um fisk­ veiðistjórnunina en Ágúst Torfi segir hana hluta af heildarleikreglum sem grein­ inni eru settar hverju sinni. Hvort sem um sé að ræða reglur um veiðar eða vinnslu á sjávarfangi þá sé mikilvæg­ ast að þær miði alltaf að því að auka verðmæti þess. „Gróflega sagt var sjávarút­ vegur að skapa um 210 millj­ arða króna í tekjur árið 2009 og að mínu mati verða bæði stjórnvöld og fyrirtækin í greininni að vinna stöðugt að því að hækka þessa tölu. Ég held að augljóslega þurfi ekki að hvetja fyrirtækin til þessar­ ar hugsunar því þeirra hagur er að auka verðmætin. Hins vegar sjáum við dæmi um breytingar á reglugerðum hjá stjórnvöldum sem virðast ekki hafa þetta markmið og geta hreinlega orðið til að draga úr verðmætasköpun­ inni. Það er ekki gott fyrir Ís­ land og má ekki gerast. Að mínu mati hefur þróun í landvinnslu, t.d. vinnsla í verðmætar ferskar afurðir, sýnt fram á að starfsfólki í sjávarútvegi er umhugað um að gera sem mest úr því sem veiðist úr sameiginlegri auð­ lind okkar í sjónum. Það er landinu til hagsbóta, fólkinu sem fær tekjur af vinnslunni og fyrirtækjunum sem starfa í greininni,” segir Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri landvinnslu Brims á Akureyri. Grunnur að góðu hráefni er lagður með meðhöndlun úti á sjó. Ágúst Torfi segir bersýnilega auðveldara að ná árangri á þessu sviði þegar veiðar og vinnsla séu á sömu hendi. Bitavinnsla er þungamiðjan í vinnslunni og bitarnir fara til viðskiptavina ýmist frosnir eða ferskir.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.