Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.07.2011, Qupperneq 6

Ægir - 01.07.2011, Qupperneq 6
6 R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L Nýtt kvótaár er runnið upp með tilheyrandi nýjum úthlutunum afla- heimilda. Áramót gefa alltaf færi á að líta til baka - og um leið fram á við. Það á ekki síður við í sjávarútvegi en öðru. Fagnaðarefni er að þorskveiðiheimildir aukast frá fyrra ári, jafn mikilvægar og þorskveiðarnar eru í heild fyrir sjávarútveginn, ein- staka hluta sjávarútvegsgreinarinnar og byggðarlög. Það má ljóst vera að mikill samdráttur í þorskveiðiheimildum á síðustu árum, að viðbættum ýmsum öðrum atriðum sem áhrif hafa haft á rekstur útgerðarfyrirtækja, hefur ógnað mörgum útgerðum stórum sem smá- um. Í þessu ljósi er fullkomlega eðlileg sú krafa að þeir sem hafa þurft að taka á sig aðhaldið í þorskveiðunum njóti þess þegar aftur birtir til. Sé þetta ekki vinnuregla er rökrétt að draga þá ályktun að ekki verði jafn almennur vilji til að draga saman í veiðum þegar vís- indamenn telja þess þörf. Veiðiráðgjöfin er vissulega umdeild og sýnist sitt hverjum um bæði þörf á samdrátti og hversu hratt er hægt að fara í meiri sókn. Samt sem áður má lesa í gegnum umræðuna að fara beri varlega þegar fiskistofnar eru annars vegar. Íslendingar vita manna best að þeir hafa mestan hag af langtíma- sjónarmiðum í sókninni - fá mestan arð af því að ganga ekki of nálægt fiskistofnunum. En nú við fiskveiðiáramótin eru fleiri fletir mjög áberandi. Tekist hefur verið nokkuð harkalega á um aðgerðir stjórnvalda sem lúta að breytingum á fiskiveiðistjórninni. Framundan er haustþing þar sem boðað er að stóra kvótafrumvarpið fái afgreiðslu. Sjaldan eða aldrei hafa í aðdraganda umfjöllunar um mál á Alþingi komið fram jafn margar umsagnir og síðustu daga. Og sjaldan jafn mikil gagnrýni. Gagnrýni er jafnvel innan úr ríkiskerfinu sjálfu, samanber athuga- semdir Fiskistofu. Ómögulegt er annað en veruleg breyting verði á frumvarpinu í meðförum Alþingis. Að öðrum kosti eru í uppsiglingu gríðarleg átök sem hríslast munu um allt samfélagið. Á dögunum birtust fréttir um fjárfesti sem hefur hug á að byggja upp ferðaþjónustu á Hveravöllum. Verja til þess nokkrum milljörð- um. Sem er gott og gilt. Og kórrétt að samfélagið þarf á einhverri hreyfingu á borð við þetta að halda. En ef stjórnmálamenn eru mjög sammála um þetta þá ætti að liggja beinast við að horfa á grunna- vinnuveginn; sjávarútveg og gefa honum þá innspýtingu sem þarf til að fjárfesting fari þar í gang. Átök, deilur og ótrygg framtíð eru ekki lífshvatar sem ein atvinnugrein þarf á að halda. Það þarf hins vegar ekki neinn sérfræðing í sjávarútvegi til að komast að því með sam- tölum við aðila innan sjávarútvegsins að greinin er í slíkri fjárfest- ingarkyrrstöðu að óásættanlegt er. Þörfin er hins vegar út um allt; tækni, markaðsmál, endurbætur og nýbygging skipa og svo fram- vegis og framvegis. Ef einn fjárfestir frá Kína skiptir þeim sköpum fyrir samfélagið með hótelbyggingu á Grímsstöðum sem margir telja - hvað gæti þá fjárfestingarinnspýting í sjávarúvegi gert fyrir okkur? Svarið liggur í augum uppi. Þetta er sú grein sem getur á skjótvirk- astan hátt hjálpað samfélaginu upp úr öldudalnum en þá verður líka að grípa bjarghringinn og nota hann. Breyta þarf nýtingarstefnu Hrygningarstofn er nú í sögulegu hámarki síðustu áratugi og ekk- ert bendir til þess að hann fari minnkandi á næstu árum. Hann hefur stækkað um 77% á undanförnum 4 árum. Hafró mælir hann nú 362 þúsund tonn og leita þarf aftur til ársins 1964 til að finna jafnoka hans. Sömu sögu er að segja af stærð veiðistofnsins. Hann mælist nú 969 þúsund tonn en viðlíka stærð veiðistofns hefur ekki mælst síðustu 22 árin eða frá 1989. Ágætt er að minna hér á að það ár voru veidd 356 þúsund tonn af þorski en ráðleggingar Hafró voru að veidd skyldu 300 þúsund tonn það árið. Verði heildarafli á næsta fiskveiðiári 250 þúsund tonn en ekki 177 þúsund munu bæði veiði- og hrygningarstofnar stækka. Engan alþingismann hef ég heyrt andmæla því að taka eigi með í ráðgjöf um heildarafla þá gríðarlegu þekkingu sem býr í reynslu sjómanna. Í dag liggur það fyrir að svo er ekki gert. Í skýrslu samráðsvettvangsins (innsk. Samráðsvettvangs sjáv- arútvegsins) er komið inn á alla þessa þætti. Þar er tekið undir gagnrýni á nýtingarstefnu og aflareglu og lagt til „að breytt verði fyrirkomulagi við mótun og endurskoðun nýtingarstefnu“. Einnig að „byggja á víðtækum þekkingar- og reynslugrunni þeirra sem að málinu koma, þ.m.t. þekkingu sjómanna. Fyrsta verkefnið yrði að endurskoða nýtingarstefnu fyrir þorsk.“ Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssamband smábátaeigenda, í grein á vef sambandsins Markaðsverð verði greitt fyrir kvótann Almenningur hefur gefið skýra vísbendingu um inntak breyting- anna, nú síðast í könnun MMR sem birtist í maílok síðastliðinn. Það er tvennt sem stendur upp úr. Fyrra atriðið er að þeir sem fá kvóta úthlutað eiga að greiða til ríkisins markaðsverð fyrir hann. Ríflega 71% svarenda vilja það og aðeins 14% eru ósammála því. Þjóðin vill ekki að kvótahafar geti auðgast á kvótasölu. Þeir eiga að efnast á fiskveiðum. Meirihluti kjósenda allra flokka vill að rík- inu verði greitt markaðsverð fyrir kvótann. Hverfandi stuðningur er við núverandi fyrirkomulag, þar sem útgerðarmenn greiða smá- muni til ríkisins fyrir leyfið og framselja það svo öðrum fyrir stórfé. Seinni breytingin, sem almenningur vill, er að ljúka núverandi úthlutun og að kvótanum verði öllum úthlutað eftir nýjum og breyttum reglum. Nærri 65% þjóðarinnar vill það, en aðeins 21% ekki. Fyrirmælin eru alveg skýr: ríkið fái markaðsverð fyrir kvót- ann og úthlutun hans verði í nýju kerfi byggðu á markaðsfyrir- komulagi. Þetta er ekki flókið. Sáttin á að vera við þjóðina. Kristinn H. Gunnarsson í grein á fréttavefnum bb.is U M M Æ L I Í upphafi nýs kvótaárs

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.