Ægir - 01.07.2011, Blaðsíða 9
9
að „tryggt væri nauðsynlegt
samræmi og jafnræði hvað
varðar skilyrði um eignarhald
eða skráningarstað og skrán-
ingartíma báta/skipa sem til
greina komu við úthlutun
byggðakvóta“.
Sérstakar reglur um úthlutun
byggðakvóta í einstökum
byggðarlögum
Þrátt fyrir hin almennu skil-
yrði sem sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra setur á
hverju fiskveiðiári getur hann
heimilað á grundvelli rök-
studdra tillagna sveitarstjórnar
að sett verði sérstök skilyrði
fyrir úthlutun aflaheimilda í
einstökum byggðarlögum er
víkja frá eða eru til viðbótar
hinum almennu skilyrðum
enda séu þau byggð á mál-
efnalegum og staðbundnum
ástæðum og í samræmi við
hagsmuni byggðarlaga, sbr.
4. málsl. 5. mgr. 10. gr. laga
nr. 116/2006.
Þar sem tilgangur með
byggðakvótafyrirkomulaginu
er að koma til móts við að-
stæður í viðkomandi byggð-
arlögum má líta svo á að
ákvæðið byggi á þeirri hugs-
un að það sé eðlilegt að gefa
sveitarstjórnum kost á að
koma að setningu sérstakra
skilyrða sem eiga að gilda
um úthlutun byggðakvóta. Þá
í formi tillögugerðar, þar sem
þær þekkja aðstæður vel í
byggðarlögunum og í flestum
tilvikum til þess fallnar að
meta hvaða sérstöku skilyrði
séu nauðsynleg til að unnt sé
að úthluta byggðakvótanum
þannig að hagsmunum
byggðarlagsins sé gætt.
Eftir að tillögur um sérstök
skilyrði hafa borist frá sveitar-
stjórnum ber samkvæmt 5.
málsl. 5. mgr. 10. gr. laga nr.
116/2006 að birta þær með
aðgengilegum hætti, svo sem
á vefsíðu ráðuneytisins, eigi
síðar en sjö dögum áður en
tekin verður afstaða til þeirra.
Í nefndaráliti sjávarútvegs-
nefndar Alþingis er fylgdi
frumvarpi því er varð að lög-
um nr. 21/2007 um breytingu
á lögum nr. 116/2006 kemur
fram að þetta sé gert til að
gefa þeim sem kunna að hafa
ábendingar um efni tillagn-
anna kost á að kynna sér þær
og gera athugasemdir við
þær.3)
Í lokamálsl. 5. mgr. 10. gr.
laga nr. 116/2006 er kveðið á
um að fallist ráðherra á tillög-
ur sveitarstjórna um sérstök
skilyrði staðfesti ráðuneytið
tillögurnar og auglýsi þær í
B-deild Stjórnartíðinda. Sam-
kvæmt þessu kemur það í
hlut ráðherra að taka afstöðu
til þess hvort fallast eigi á til-
lögur sveitarstjórnar um sér-
stök skilyrði. Ef ráðherrann
fellst ekki á tillögurnar, gilda
hin almennu skilyrði um út-
hlutun byggðakvóta. Af þessu
er ljóst að ráðherra hefur
endanlegt ákvörðunarvald
um hvort sett verði sérstök
skilyrði um úthlutunina, enda
ber hann stjórnarfarslega
ábyrgð á henni, eins og leiðir
af öðrum ákvæðum 10. gr.
laga nr. 116/2006. Það er því
hann sem leggur að lokum
mat á hvort „málefnalegar“ og
„staðbundnar“ ástæður teljist
vera til staðar í einstöku
byggðarlagi til að unnt sé að
B Y G G Ð A K V Ó T I
Hér birtist síðasta grein af
þremur um byggðakvóta en
höfundur þeirra er Ottó
Björgvin Óskarsson,
lögfræðingur hjá
umboðsmanni Alþingis.
Greinarnar eru byggðar á
yfirlitsgrein um þetta efni
sem Ottó Björgvin skrifaði í
tímarit lögfræðinga sem út
kom í nóvember 2010.