Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2011, Blaðsíða 19

Ægir - 01.07.2011, Blaðsíða 19
19 S J Ó N A R M I Ð Hvað eiga eftirtalin samtök og fyrirtæki sameiginlegt? Sjó- mannasamband Íslands, Landsamband smábátasjó- manna, Samtök fiskvinnslu- stöðva, Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands, Landssamband íslenskra út- vegsmanna, Landsbanki Ís- lands, Íslandsbanki og Arion banki auk fjölda annarra að- ila sem hafa gert athuga- semdir við frumvarp ríkis- stjórnarinnar um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Jú, þessir aðilar eiga það allir sammerkt að formaður og varaformaður sjávarút- vegs- og landbúnaðarnefnd- ar, þær Lilja Rafney Magnús- dóttir og Ólína Þorvarðar- dóttir, gefa ,,skít“ í þekkingu þeirra á grunnatvinnuvegi þjóðarinnar. Raunar virðist þær einfaldlega þeirrar skoð- unar að allir sem andmæla frumvarpinu séu bjálfar. Þrátt fyrir vaxandi gagn- rýni á frumvarpið virðast þessir talsmenn ríkisstjórnar- innar forherðast í einbeittum vilja sínum til þess að rústa fiskveiðistjórnunarkerfinu. Ekki er svarað með rökum, heldur skætingi og útúrsnún- ingi þeim alvarlegu athuga- semdum sem gerðar eru við fyrirætlanir ríkisstjórnarstjórn- arflokkanna. Rökstuddar upplýsingar benda til þess að verði frum- varpið að lögum muni það rýra kjör almennings í land- inu, hagkvæmni í sjávarútvegi minnkar, ríkissjóður muni tapa tekjum, samkeppnis- staða íslensks sjávarútvegs á erlendum mörkuðum muni veikjast. Í mati framan- greindra aðila kemur fram að samstundis og frumvarpið yrði að lögum myndi eigið fé sjávarútvegsins lækka um 180 milljarða króna. Hagsmunir almennings í landinu krefjast þess af stjórnmálamönnum sem hafa uppi áform um breytingar á starfsskilyrðum sjávarútvegsins sem kunna að valda stórtjóni um allt samfé- lagið að þeir svari gagnrýni með öðrum hætti en þeim að veitast að umsagnaraðilum. Megingallinn við frumvarp ríkisstjórnarinnar er sá að það gerir ráð fyrir því að gælu- verkefnum stjórnvalda er gert hærra undir höfði en lífsaf- komu þeirra sem byggja allt sitt á sjómennsku, fiskvinnslu og útgerð. Þannig gerir frum- varpið ráð fyrir því að sjávar- útvegsráðherra verði falin mikil völd til að mismuna byggðarlögum, útgerðarflokk- um o.fl. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að kvótanum verði skipt í tvennt, 85% fari til þeirra sem fá nýtingarleyfi en 15% á að veita í potta. Til að byrja með eiga þeir að vera fimm: Strandveiðipottur, byggða- pottur, leigupottur, línuíviln- unarpottur og bótapottur. Ef tekið er mið af reynslu fyrri ára mun eldamennskan í þessum sérúrræðum og gælu- verkefnum stjórnmálamana enda í einhverju eiturbrasi – engum til góðs en flestum til ama. Vinstristjórnin vill svipta útgerðir, sjómenn, land- vinnslu og útflutning öllu sínu starfsöryggi. Í stað trausts framboðs kemur óvissa. Í stað skipulegra veiða sem miða að hæsta verði fyrir fiskinn eiga að taka við ólympískar veiðar sem miða að mesta magni á sem skemmstum tíma. Sjómannasamband Íslands segir að verið sé að rýra af- komu þeirra sem hafa at- vinnu af sjómennsku og flytja til þeirra sem stunda sjó- mennsku í frítíma. Fulltrúar sjómanna hafa í umsögnum sínum til sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar hafnað þeim breytingum sem ríkis- stjórnarflokkarnir vilja gera á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þeir leggja til að frumvarpinu verði vísað frá í heild sinni. Ég er því algerlega sammála. Sjávarútvegurnn gerður að gæluverkefni vinstri stjórnar Kristján Þór Júlíusson, alþingismaður, skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.