Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2011, Blaðsíða 20

Ægir - 01.07.2011, Blaðsíða 20
20 F R É T T I R Þann 1. september síðastliðinn hófst nýtt fisk- veiðiár og hefur Fiskistofa úthlutað aflamarki fyrir það. Úthlutunin fer fram á grundvelli aflahlutdeilda að teknu tilliti til frádráttar fyrir jöfnunaraðgerðir. Úthlutað er 281.248 tonnum í þorskígildum talið samanborið við um 261.100 þorskígildistonn á sama tíma í fyrra, reiknað á þorskígildum fisk- veiðiársins sem nú gengur í garð. Aukninguna má að mestu rekja til aukinnar úthlutunar í þorski og gullkarfa auk þess sem síld er úthlutað nú, en ekki var búið að gefa út leyfi- legan heildarafla í síld á sama tíma í fyrra. Alls fá 612 skip úthlutað aflamarki í ár, fiskveiði- árið 2011/2012, samanborið við 637 skip fisk- veiðiárið 2010/2011. Mest fer til Kaldbaks EA 1 sem gerður er út frá Akureyri, um 8.200 þorsk- ígildistonn eða 2,9% af úthlutuðum þorskígildum. Úthlutað er til færri smábáta (smábáta með afla- mark og krókaaflamark) á þessu fiskveiðiári en í fyrra, 431 samanborið við 454. Fjöldi skipa í „stærra kerfinu“ stendur nánast í stað, þeim fjölgar um 2. Samkvæmt útgerðarflokkum Fiskistofu fá skuttogarar úthlutað 53% af heildaraflamarki í ár í þorskígildum talið, skip með aflamark 33%, smábátar með aflamark 2% og krókaaflamarksbátar 12%. Vakin er athygli á því að krókaaflamarksbátar fá eingöngu úthlutað þorski, ýsu, ufsa, gullkarfa, löngu, keilu og stein- bít. Krókaaflamarksbátar fá úthlutað 29% af magninu í þorskígildum talið þegar eingöngu litið til þessara tegunda. Helmingi minna magni er úthlutað sem skel- og rækjubótum en í fyrra eða 1.006 þorskígildis- tonnum og fara þau til 51 skips. Eingöngu helmingi af skel- og rækjubótum er úthlutað til skipa að sinni, skv. reglugerð nr. 737/2011 um skel- og rækjubætur. Á næstu síðum eru töflur og samantektir um aflamarksúthlutunina, skiptingu milli skipa, hafna, fyrirtækja og svo framvegis. Kvót inn 2011-2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.