Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2011, Blaðsíða 17

Ægir - 01.07.2011, Blaðsíða 17
17 B Ú S V Æ Ð A R A N N S Ó K N I R þeim upplýsingum sem feng- ust í rannsókninni í sumar. „Við sáum þó strax mismun- andi búsvæði eftir því hvern- ig botngerðin og botnlagið voru. Fjölbreytileiki lífríkis er mismunandi eftir botngerð- um. Á mjúkum botni er mikið um lífverur sem grafa sig of- an í botninn, meðan á hörð- um botni eru gjarnan stærri og áberandi lífverur. Til eru lífverur sem eru búsvæða- myndandi eins og kórall og svampar. Í leiðangrinum í júní sáum við til dæmis stór svampasvæði með mikinn fjölbreytileika. Einnig sáum við breiður af Filograna imp- lexa sem er kalkmyndandi burstaormur sem getur mynd- að stórar, þrívíðar kalkmynd- anir á botninum sem minna á kóral, sem er líka kalkmynd- andi lífvera, en er í rauninni ótal ormarör fléttuð saman. Á sumum svæðum sáust fáar líf- verur og lítill fjölbreytileiki og var þá einkum um sandbotn að ræða.“ Kostir myndatökubúnaðar Kostir þess að nota mynda- vélabúnað eru ótvíræðir. Steinunn segir að hann gefi starfsmönnum Hafrannsókna- stofnunarinnar tækifæri til að skanna sjávarbotninn á ákveðnum svæðum án þess að af því hljótist skemmdir. Þá er hægt að skoða ákveðin fyrirbæri á sjávarbotni ef því er að skipta, mynda þau og sjá nákvæmlega hvað um ræðir. „Þetta flýtir náttúrlega mikið fyrir okkur til að sjá hvort eitthvað sérstakt sé við svæðið; einhverjar mikilvægar eða jafnvel viðkvæmar teg- undir sem gefi tilefni til að skoða það nánar. Þetta er einnig góð aðferð ef við vilj- um skoða samspil tegunda á botninum. Hefðbundnar rannsóknaaðferðir felast í að safna dýrum af sjávarbotnin- um með ýmsum tækjum, eins og greip, sköfu eða sleða. Þá eru dýrin tekin úr sýninu og yfirleitt strax sett í geymslu- vöka og skoðuð síðar. Þannig er ekki hægt að skoða sam- spil dýranna þegar þau voru lifandi á botninum. Þessi að- ferð veitir okkur því góðar upplýsingar um slíkt. Einnig höfum við haft tækifæri til að skoða atferli til dæmis fiska á meðan myndavélin er niðri á sjávarbotninum. Við höfum séð þá hegða sér á mismun- andi hátt. Markmið okkar með þess- um rannsóknum er að auka þekkingu okkar á búsvæðum á hafsbotni og geta þannig svarað spurningum um hvaða hlutverki mismunandi bú- svæði gegna í vistfræðilegu tilliti og hvert mikilvægi þeirra sé. Kröfur um meiri þekkingu á vistfræði og líf- fræðilegri fjölbreyttni í hafinu eru sífellt að aukast. Kort- lagning og aðgengilegt yfirlit yfir búsvæði er því mikilvæg viðbót við grundvöll vísinda- legrar stjórnunar fiskveiðia og mun gera Hafrannsóknastofn- uninni betur kleift að veita ráðgjöf á breiðari grunni en áður og í samræmi við fjöl- þjóðlegar samþykktir.“ Þorskurinn kúrir í töfraveröld hafsbotnsins. Hér má sjá kalkmyndandi burstaorm sem ber latneska heitið Filograna implexa. Svampasvæði á hafsbotni. Myndavélagrindin hífð út í sjó í Kolluál. Snæfellsnes í bak- sýn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.