Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2011, Blaðsíða 12

Ægir - 01.07.2011, Blaðsíða 12
12 V O P N A F J Ö R Ð U R leik er allur farmurinn kom- inn í pakkningar og næsta löndun tekur við. Segja má að vinnslan á makrílnum sé tvíþætt hjá HB Granda á Vopnafirði. Annars vegar er hann hausaður og slógdreginn og frystur þannig í öskjum. Fyrsta stig vinnsl- unnar er flokkun þar sem síld er flokkuð frá og sömu- leiðis er stærri makríllinn, allt upp undir kíló að þyngd, flokkaður frá og heilfrystur í blokkum í áðurnefndum blástursfrysti. Þann búnað setti Kælismiðjan Frost upp í húsinu en vinnslusalurinn er sá sami og alla jafna er not- aður í hrognavinnslu á loðnuvertíðinni. Blástursfryst- ing á heilum makríl er vel þekkt hjá reynslumeiri þjóð- um í makríl, samanber ná- grönnum okkar í Noregi og Færeyjum en þetta er afurð sem mjög gott verð fæst fyrir og er eftirsótt. Japanir sækjast til að mynda mjög eftir blást- ursfrysta makrílnum enda var fulltrúi japanskra kaupenda að fylgjast með vinnslunni þegar Ægir heimsótti upp- sjávarfrystihúsið á Vopnafirði á dögunum. „Við höfum náð góðum árangri með blástursfrysta makrílinn en verðmætasta af- urðin er nú undir lok vertíð- arinnar þegar við erum lausir við átuna úr fiskinum og fi- tuprósentan er orðin hærri. Blokkirnar eru 18 tíma í blástursfrystinum en með þeim búnaði sem við höfum núna getum við framleitt um rúm 30 tonn á sólarhring af blástursfrystum makríl,“ segir Magnús en þessi hluti vinnsl- unnar er nokkuð mannfrekur samanborið við aðra hluta uppsjávarfrystihússins á Vopnafirði. Hér er á ferðinni eitt af fullkomnstu frystihús- um landsins, sjálfvirkni er mikil hvert sem litið er og vandað til hráefnismeðhöndl- unar á öllum stigum vinnsl- unnar. Magnús segir með- höndlunina á makrílnum, þ.e. kælingu aflans strax úti á sjó, leggja grunninn að því að unnt sé að frysta svo hátt hlutfall sem raun ber vitni. Kælingin ræður úrslitum „Stærsta hlutann úr sumrinu hafa uppsjávarskipin Lundey og Ingunn séð húsinu fyrir hráefni og nú á síðari hluta vertíðarinnar hefur Faxi bæst við. Skipin eru búin RSW sjó- kælikerfum sem keyra aflann strax niður í um -1 gráðu. Með því að taka lítil hol og koma með litla farma í land tekst okkur að halda hitastig- inu niðri alla leið og þetta hámarkar gæðin á aflanum til vinnslu. Þetta er mjög snúið þegar mikil áta er í makríln- um framan af sumri en með réttum vinnubrögðum strax við veiðarnar er þetta ger- legt,” segir Magnús. Eins og áður segir hafa um og yfir 120 manns unnið í húsi HB Granda í sumar. Vinnslan er allan sólarhring- inn og stærstur hluti starfs- mannahópsins vinnur á 12 tíma vöktum. Magnús segir það hafa verið mikið lán hversu vel hafi tekist að manna húsið í sumar en auk heimamanna hafa margir unglingar brottfluttra Vopn- firðinga unnið í húsinu. „Með tilkomu makrílsins erum við að fá enn betri nýt- ingu á húsið en reiknað var með á sínum tíma. Enda sáu menn ekki fyrir að makríll yrði í svo miklu veiðanlegu magni hér í lögsögunni eins og verið hefur. Nú þegar makrílvinnslunni lýkur um mánaðamótin ágúst - sept. tekur við síldarvinnsla. Eftir áramót verður síðan loðnu- frysting og hrognavinnsla undir vorið áður en makríll- inn byrjar á nýjan leik. Í sum- ar hefur uppsjávarhúsið á Vopnafirði fryst hátt í 11000 tonn af síld og makríl og munar um minna í fram- leiðslu ársins. Markaðir víða um heim Kaupendur á frystum makríl Mjög hátt hlutfall makrílafla HB-Granda í sumar hefur farið í frystingu. Í vinnslusal fyrir blástursfrystar afurðir. Í blástursfrystingu fer stærsti makríllinn. Þorgrímur Kjartansson, gæðastjóri hjá HB Granda á Vopnafirði, við kælikerið í upphafi vinnsluferilsins. Héðan fer makríllinn inn á flokkara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.