Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2011, Blaðsíða 18

Ægir - 01.07.2011, Blaðsíða 18
18 F R É T T I RH U M A R V E I Ð I Ásgeir Gunnarsson, útgerðar- stjóri hjá Skinney-Þinganesi á Höfn í Hornafirði, segir að humarvertíðin sé búin að vera í meðallagi góð; hún hafi í rauninni gengið ágætlega. „Humarskipin voru á heima- miðum í upphafi vertíðar eða fram að sjómannadegi - mikið í Breiðamerkurdýpi og Skeið- arárdýpi - og fór vertíðin vel af stað. Svo datt botninn úr veið- inni eftir sjómannadag og fóru þá skipin vestur á Sel- vogsbanka og á Eldeyjarsvæð- ið og hefur veiðin verið mjög góð fyrir sunnan land eftir að skipin komu þangað. Vinnslan gengur alltaf vel og halda skólakrakkarnir uppi vinnsl- unni í humrinum yfir sumar- mánuðina.“ Ásgeir segir að humarveið- in sé svipuð og í fyrra. „Báð- ar þessar vertíðir byrjuðu mjög vel og virðast ætla að enda vel í lok kvótaársins og humarinn er svipaður að stærð og í fyrra. Humarstofn- inn virðist vera mjög sterkur; hann hefur vaxið síðustu ár og virðist halda sér nokkuð vel þannig að við erum bjart- sýn á að stofninn verði góður næstu árin.“ Veidd hafa verið um 190 tonn af humri hjá skipum fyr- irtækisins miðað við slitinn humar á þessu kvótaári og segir Ásgeir að fyrirtækið eigi eftir um 15 tonn af heimild- um sínum. Erfiðara að sækja humarinn „Humarvertíðin er búin að ganga þokkalega og vinnslan eins og við er að búast,“ segir Anna Sigríður Hjaltadóttir, vinnslustjóri Vinnslustöðvar- innar í Vestmannaeyjum. „Veiðin hefur ekki gengið eins vel og á síðustu vertíð og verið dræm á köflum. Það hafa reyndar komið góð skot en líka þurft að hafa svolítið fyrir þessu. Það hefur verið erfiðara að sækja humarinn og verið ívið minni afli í hverjum túr. Það er ágætis veiði núna síðsumars hvað varðar stærri humar en þau veiðisvæði hafa ekki verið að gefa mikið í sumar. Mikil vinna hefur þó verið við humarvinnsluna þar sem hann er smærri og handtökin mörg þegar meðalþyngd í farmi er í kringum 50-60 gr. og á ég þar við heilan humar. Meðaltal það sem af er vertíð er í 82 gr en var 92 gr á síð- ustu vertíð. Veidd hafa verið um 90 tonn af hölum það sem af er og stefnan er að halda áfram fram á haustið ef veiðin helst þokkaleg.“ Humarvertíðin í sumar: Humarinn smærri en áður Meðalstærð humarsins í sumar er ívið minni en var á síðustu vertíð. Hafnarbryggju - 580 Siglufjörður Símar: 467 1205 - 467 1203 - 692 5060 - 869 4441
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.