Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2011, Blaðsíða 16

Ægir - 01.07.2011, Blaðsíða 16
16 B Ú S V Æ Ð A R A N N S Ó K N I R Starfsmenn hjá Hafrann- sóknastofnuninni hafa undan- farin ár rannsakað botngerðir, búsvæði og botndýr á hafs- botni. Neðansjávarmyndavélar voru notaðar við rannsóknirn- ar í sumar en markmiðið var að kortleggja stærstu botn- dýrategundir og botngerðir á svæðum sem þegar hafa verið mæld með fjölgeislabúnaði. Þar sem myndavélar eru not- aðar við rannsóknirnar er eng- in hætta á að viðkvæmar teg- undir eða búsvæði skemmist auk þess sem hægt er að fylgjast með atferli sjávardýra. „Við höfum annars vegar verið að reyna að finna og kortleggja tegundir sem eru viðkvæmar, þarfnast vernd- unar eða eru sjaldgæfar og þar höfum við undanfarin ár meðal annars lagt áherslu á kaldsjávarkóral,“ segir Stein- unn Hilma Ólafsdóttir sem var leiðangursstjóri í síðustu ferð. „Við höfum auk þess verið að kortleggja almennt lífríki á hafsbotninum og samspil þess við setlagið eða botnlagið. Í leiðangrinum í sumar reyndum við að velja rannóknasvæði sem voru áhugaverð m.a. út frá ýmsum jarðfræðilegum þáttum sem hafa komið fram við fjöl- geislamælingar.“ Kaldsjávarkóralsvæði Lögð hefur verið sérstök áhersla á kaldsjávarkóral- svæði í þremur undanförnum leiðöngrum - þau hafa verið kortlögð, umfang þeirra met- ið og út frá því hafa nokkur svæði verið friðuð. Þessi svæði eru öll við land- grunnskantinn úti fyrir Suður- og Suðausturlandi. Í sumar var hins vegar far- ið vestur af landinu - í Kollu- ál, Látragrunn, Víkurál og á „Hrygginn“ úti fyrir Látra- grunni. „Skoðaðar voru botn- gerðir og búsvæði á mismun- andi svæðum sem höfðu áð- ur verið kortlögð með fjöl- geislamælingum. Við vildum skoða með myndavélunum hvernig lífríkið er á þessum slóðum og við völdum ákveðin svæði út frá botnlag- inu sem við vildum skoða. Við mynduðum neðansjávar- hryggi í Kolluál og nokkra staði í Víkurál sem er mikil veiðislóð; sagt hefur verið að þar var áður mikill kórall en við sáum engin ummerki um slíkt. Einnig mynduðum við úti á „Hryggnum“ svokallaða en hann er talinn vera jökul- garður eftir ísaldarjökul. Hryggurinn liggur innan frið- aðs svæðis fyrir smákarfa og því áhugavert að skoða hann, bæði vegna þess að þar er búsvæði smákarfa og einnig þar sem svæðið hefur verið friðað alllengi.“ Mismunandi eftir botngerðum Enn er verið að vinna úr Hafrannsóknastofnunin hefur í sumar rannsakað botngerðir og búsvæði á hafsbotninum við landið: Fjölbreytileiki lífríkis er mismun- andi eftir botngerðum Steinunn Hilma Ólafsdóttir, leiðangursstjóri og Páll Arnar Þorsteinsson, tæknimaður, fylgjast með myndefninu á skjá. Páll og Hjalti Karlsson stjórnuðu myndavélagrind- inni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.