Ægir - 01.07.2011, Blaðsíða 10
10
heimila setningu sérreglna
sem víkja frá almennum skil-
yrðum fyrir úthlutun byggða-
kvóta. Í áliti umboðsmanns
Alþingis frá 6. maí 2010 í
máli nr. 5197/2007 er fjallað
nánar um þetta mat.
Úthlutun byggðakvóta
Samkvæmt 1. málsl. 8. mgr.
10. gr. laga nr. 116/2006 ann-
ast Fiskistofa úthlutun afla-
heimilda, sem koma í hlut
einstakra byggðarlaga, til
fiskiskipa. Fyrir gildistöku
laga nr. 21/2007 um breyt-
ingu á lögum nr. 116/2006
sáu sveitarfélög um að út-
hluta byggðakvóta til fiski-
skipa. Í 2. málsl. 8. mgr. 10.
gr. laganna kemur fram að
ákvarðanir Fiskistofu um út-
hlutun aflaheimilda sam-
kvæmt greininni sé heimilt að
kæra til sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðuneytisins.
Samkvæmt þessu ákvæði er
unnt að kæra ákvörðun Fiski-
stofu um úthlutun byggða-
kvóta til fiskiskipa til ráðu-
neytisins sem er æðra stjórn-
vald gagnvart stofnuninni.
Hér er um sérstaka kæru-
heimild að ræða þar sem hin
almenna kæruheimild er að
finna í 26. gr. stjórnsýslulaga
nr. 37/1993.
Í 3. málsl. 8. mgr. 10. gr.
laga nr. 116/2006 er mælt fyr-
ir um að „kærufrestur sé tvær
vikur“ frá tilkynningu Fiski-
stofu um úthlutun eða höfn-
un umsóknar um úthlutun og
skuli úthlutun ekki fara fram
fyrr en að þeim fresti liðnum.
Þetta er stuttur kærufrestur
miðað við þann almenna
kærufrest sem mælt er fyrir
um í 27. gr. stjórnsýslulaga nr
37/1993 en þar kemur fram
að kæra skuli borin fram inn-
an þriggja mánaða frá því að
aðila máls var tilkynnt um
stjórnvaldsákvörðun nema
lög mæli á annan veg.
Í 4. málsl. 8. mgr. 10. gr.
laga nr. 116/2006 er kveðið á
um að ráðuneytið skuli leggja
úrskurð á kærur innan
tveggja mánaða. Hér er um
lögbundinn afgreiðslufrest að
ræða.4) Matskenndi afgreiðslu-
fresturinn í 1. mgr. 9. gr.
stjórnsýslulaga nr. 37/1993 á
því ekki við en þar kemur
fram að ákvarðanir í málum
skuli teknar svo fljótt sem
unnt er. Þessi tveggja mánaða
afgreiðslufrestur er fortaks-
laus og er ekki heimild í lög-
um nr. 116/2006 til að víkja
frá honum.
Framkvæmd sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðuneytisins
á úthlutun byggðakvóta hefur
á síðustu árum ekki verið í
samræmi við ofangreindan
afgreiðslufrest. Í tilefni af at-
hugunum umboðsmanns Al-
þingis á árinu 2009 á nokkr-
um málum sem lutu að út-
hlutun byggðakvóta var upp-
lýst í skýringum ráðuneytisins
til umboðsmanns að því
hefðu borist yfir 60 stjórn-
sýslukærur vegna úthlutunar-
innar fyrir fiskveiðiárið
2006/2007 sem vörðuðu um-
sóknir um úthlutun byggða-
kvóta til á níunda tugar
skipa. Þótt það hafi verið
raunin að ráðuneytið hafi
vegna mikilla anna sem staf-
aði af fjölda stjórnsýslukæra
ekki afgreitt einstök kærumál
í samræmi við afgreiðslufrest-
inn þá breytir það ekki því
að löggjafinn hefur ákveðið
að afgreiðslufresturinn sé
tveir mánuðir. Þennan vilja
löggjafans verður ráðuneytið
að virða í störfum sínum, sbr.
álit umboðsmanns Alþingis
frá 6. maí 2010 í máli nr.
5197/2007.
Ofangreindur afgreiðslu-
frestur er ekki langur. Í kjöl-
far þess að ráðuneytinu berst
stjórnsýslukæra þarf það að
jafnaði að afla umsagnar frá
Fiskistofu og eftir atvikum frá
öðrum stofnunum og/eða að-
ilum. Síðan þarf ráðuneytið
almennt að veita kæranda
kost á að tjá sig um efni um-
sagnarinnar. Þetta ferli getur
tekið nokkrar vikur. Með
þetta í huga má velta fyrir sér
hvort tveggja mánaða af-
greiðslufrestur sé of stuttur
tími til að kveða upp úr-
skurði í kærumálum. Á það
ekki hvað síst við þegar horft
er til þeirrar framkvæmdar
sem hefur verið hjá ráðuneyt-
inu og vikið er að hér að
framan varðandi úthlutun
byggðakvóta fyrir fiskveiðiár-
ið 2006/2007. Sjónarmið um
réttaröryggi borgaranna og
lögaðila kunna að mæla gegn
því að lengja afgreiðslufrest-
inn, t.d úr tveimur í þrjá eða
fjóra mánuði. Hins vegar
verður að hafa í huga að það
er grundvallaratriði í réttarríki
að það sé samræmi milli
stjórnsýsluframkvæmdar og
efni lagareglu.
Tilvísanir:
1. Miðað við 1. mgr. 1. gr. reglugerðar nr.
440/2007, um úthlutun byggðakvóta til
byggðarlaga, sem gilti fyrir fiskveiðiárið
2006/2007 og 1. mgr. 1. gr. reglugerða
nr. 637/2008, 551/2009 og 83/2010
um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga
á fiskveiðiárunum 2007/2008,
2008/2009 og 2009/2010.
2. Alþt. 2006-2007, B-deild, dálk. 4479-
4480. Í kafla IV.3 í áliti umboðsmanns Al-
þingis frá 7. desember 2009 í máli nr.
5146/2007 var horft til þessara sjónar-
miða úr flutningsræðu sjávarútvegsráð-
herra við túlkun á inntaki hugtakanna
„byggðarlag“ og „sveitarfélag“.
3. Alþt. 2006-2007, A-deild, bls. 6303.
4. Páll Hreinsson: Stjórnsýslulögin-skýringar-
rit. Reykjavík 1994, bls. 97, og Páll
Hreinsson: „Málshraðaregla stjórnsýslu-
laga“. Úlfljótur, tímarit laganema. 59. árg.
3. tbl. 2006, bls. 431.
B Y G G Ð A K V Ó T I
SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS
Gufudælur
Afkastamiklir vinnuþjarkar
HDS 13/24 PE Cage
� Þrýstingur: 60-240 bör
� Vatnsmagn: 680-1250 ltr/klstHDS 79 8 C Eco
� Þrýstingur: 30-180 bör
� Vatnsmagn: 350-750 ltr/klst
HDS 895 S
� Þrýstingur: 30-180 bör
� Vatnsmagn: 470-1000 ltr/klst