Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2011, Blaðsíða 11

Ægir - 01.07.2011, Blaðsíða 11
11 V O P N A F J Ö R Ð U R Þúsundir tonna af makríl hafa farið í gegnum uppsjávarfrystihús HB Granda í sumar: Vertíðarstemning á Vopnafirði Ekki er ofsögum sagt að ma- kíll hafi verið lykilorðið í fisk- vinnslunni á Vopnafirði á þessu sumri. Mikil uppbygg- ing hefur verið á undanförnum árum í uppsjávarfrystihúsi HB- Granda og segja má að það hafi á margan hátt verið óvæntur vinningur þegar mak- ríll fór í stórauknum mæli að ganga hér upp að ströndum landsins. Vopnfirðingar voru því vel í stakk búnir að bregð- ast við og frysta makríl - enda hefur reynslan í sumar sýnt að nærfellt allur makríll sem skip HB Granda hafa landað á Vopnafirði hefur verðið fryst- ur. Vinnsla hefur verið allan sólarhringinn í húsinu frá því fyrsti makríllinn barst á land í byrjun júní og munar um minna þegar 120 manns hafa atvinnu í húsinu. Til viðmiðun- ar eru um 650 íbúar á Vopna- firði en auk heimamanna hef- ur talsvert af aðkomufólki unnið í vinnslunni í sumar. Magnús Róbertsson, vinnslustjóri HB Granda á Vopnafirði er mjög ánægður með keyrsluna í húsinu í sumar. „Þær viðamiklu breyt- ingar sem gerðar voru á hús- inu hér fyrir fáum árum skil- uðu okkur afkastaaukningu úr um 180 tonnum í frystingu á sólarhring upp í um 450 tonn þegar best lætur. Upp- haflega var húsið hugsað til loðnu- og síldarfrystingar en með stækkuninni komu einn- ig síldarflökunarvélar, hrognavinnslu var bætt við og svo bættist makríllinn við. Árið 2009 má segja að við höfum gert tilraunir í makríl- frystingu og eftir ágæta vertíð í fyrra ákváðum við að stíga enn eitt skref með uppsetn- ingu á blástursfrysti og til- heyrandi línu. Og það er óhætt að segja að sú vinnsla hafi gengið vonum framar í sumar,“ segir Magnús en í makrílvinnslunni fara um 200-250 tonn af frystri afurð á sólarhring í gegnum húsið. Blástursfrystirinn sannar sig Þegar skipin koma að bryggju, gjarnan með 350-450 tonna farma, er dælubúnaður tengdur og fiskinum dælt beint úr lest inn í vinnsluhús- ið. Þetta þýðir að unnið er jafnóðum úr farminum og að jafnaði er fiskurinn 10-15 mínútur á leið sinni úr lest þar til hann er kominn í pakkningar í frost. Og þegar skipið heldur á miðin á nýjan Blástursfrysting á makríl hefur gengið mjög vel í sumar og þetta er afurð sem skilar mjög góðu skilaverði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.