Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2011, Page 11

Ægir - 01.07.2011, Page 11
11 V O P N A F J Ö R Ð U R Þúsundir tonna af makríl hafa farið í gegnum uppsjávarfrystihús HB Granda í sumar: Vertíðarstemning á Vopnafirði Ekki er ofsögum sagt að ma- kíll hafi verið lykilorðið í fisk- vinnslunni á Vopnafirði á þessu sumri. Mikil uppbygg- ing hefur verið á undanförnum árum í uppsjávarfrystihúsi HB- Granda og segja má að það hafi á margan hátt verið óvæntur vinningur þegar mak- ríll fór í stórauknum mæli að ganga hér upp að ströndum landsins. Vopnfirðingar voru því vel í stakk búnir að bregð- ast við og frysta makríl - enda hefur reynslan í sumar sýnt að nærfellt allur makríll sem skip HB Granda hafa landað á Vopnafirði hefur verðið fryst- ur. Vinnsla hefur verið allan sólarhringinn í húsinu frá því fyrsti makríllinn barst á land í byrjun júní og munar um minna þegar 120 manns hafa atvinnu í húsinu. Til viðmiðun- ar eru um 650 íbúar á Vopna- firði en auk heimamanna hef- ur talsvert af aðkomufólki unnið í vinnslunni í sumar. Magnús Róbertsson, vinnslustjóri HB Granda á Vopnafirði er mjög ánægður með keyrsluna í húsinu í sumar. „Þær viðamiklu breyt- ingar sem gerðar voru á hús- inu hér fyrir fáum árum skil- uðu okkur afkastaaukningu úr um 180 tonnum í frystingu á sólarhring upp í um 450 tonn þegar best lætur. Upp- haflega var húsið hugsað til loðnu- og síldarfrystingar en með stækkuninni komu einn- ig síldarflökunarvélar, hrognavinnslu var bætt við og svo bættist makríllinn við. Árið 2009 má segja að við höfum gert tilraunir í makríl- frystingu og eftir ágæta vertíð í fyrra ákváðum við að stíga enn eitt skref með uppsetn- ingu á blástursfrysti og til- heyrandi línu. Og það er óhætt að segja að sú vinnsla hafi gengið vonum framar í sumar,“ segir Magnús en í makrílvinnslunni fara um 200-250 tonn af frystri afurð á sólarhring í gegnum húsið. Blástursfrystirinn sannar sig Þegar skipin koma að bryggju, gjarnan með 350-450 tonna farma, er dælubúnaður tengdur og fiskinum dælt beint úr lest inn í vinnsluhús- ið. Þetta þýðir að unnið er jafnóðum úr farminum og að jafnaði er fiskurinn 10-15 mínútur á leið sinni úr lest þar til hann er kominn í pakkningar í frost. Og þegar skipið heldur á miðin á nýjan Blástursfrysting á makríl hefur gengið mjög vel í sumar og þetta er afurð sem skilar mjög góðu skilaverði.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.