Ægir - 01.07.2011, Page 18
18
F R É T T I RH U M A R V E I Ð I
Ásgeir Gunnarsson, útgerðar-
stjóri hjá Skinney-Þinganesi á
Höfn í Hornafirði, segir að
humarvertíðin sé búin að vera
í meðallagi góð; hún hafi í
rauninni gengið ágætlega.
„Humarskipin voru á heima-
miðum í upphafi vertíðar eða
fram að sjómannadegi - mikið
í Breiðamerkurdýpi og Skeið-
arárdýpi - og fór vertíðin vel af
stað. Svo datt botninn úr veið-
inni eftir sjómannadag og
fóru þá skipin vestur á Sel-
vogsbanka og á Eldeyjarsvæð-
ið og hefur veiðin verið mjög
góð fyrir sunnan land eftir að
skipin komu þangað. Vinnslan
gengur alltaf vel og halda
skólakrakkarnir uppi vinnsl-
unni í humrinum yfir sumar-
mánuðina.“
Ásgeir segir að humarveið-
in sé svipuð og í fyrra. „Báð-
ar þessar vertíðir byrjuðu
mjög vel og virðast ætla að
enda vel í lok kvótaársins og
humarinn er svipaður að
stærð og í fyrra. Humarstofn-
inn virðist vera mjög sterkur;
hann hefur vaxið síðustu ár
og virðist halda sér nokkuð
vel þannig að við erum bjart-
sýn á að stofninn verði góður
næstu árin.“
Veidd hafa verið um 190
tonn af humri hjá skipum fyr-
irtækisins miðað við slitinn
humar á þessu kvótaári og
segir Ásgeir að fyrirtækið eigi
eftir um 15 tonn af heimild-
um sínum.
Erfiðara að sækja humarinn
„Humarvertíðin er búin að
ganga þokkalega og vinnslan
eins og við er að búast,“ segir
Anna Sigríður Hjaltadóttir,
vinnslustjóri Vinnslustöðvar-
innar í Vestmannaeyjum.
„Veiðin hefur ekki gengið
eins vel og á síðustu vertíð
og verið dræm á köflum. Það
hafa reyndar komið góð skot
en líka þurft að hafa svolítið
fyrir þessu. Það hefur verið
erfiðara að sækja humarinn
og verið ívið minni afli í
hverjum túr. Það er ágætis
veiði núna síðsumars hvað
varðar stærri humar en þau
veiðisvæði hafa ekki verið að
gefa mikið í sumar.
Mikil vinna hefur þó verið
við humarvinnsluna þar sem
hann er smærri og handtökin
mörg þegar meðalþyngd í
farmi er í kringum 50-60 gr.
og á ég þar við heilan humar.
Meðaltal það sem af er vertíð
er í 82 gr en var 92 gr á síð-
ustu vertíð.
Veidd hafa verið um 90
tonn af hölum það sem af er
og stefnan er að halda áfram
fram á haustið ef veiðin helst
þokkaleg.“
Humarvertíðin í sumar:
Humarinn smærri en áður
Meðalstærð humarsins í sumar er ívið minni en var á síðustu vertíð.
Hafnarbryggju - 580 Siglufjörður
Símar:
467 1205 - 467 1203 - 692 5060 - 869 4441