Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.07.2011, Qupperneq 17

Ægir - 01.07.2011, Qupperneq 17
17 B Ú S V Æ Ð A R A N N S Ó K N I R þeim upplýsingum sem feng- ust í rannsókninni í sumar. „Við sáum þó strax mismun- andi búsvæði eftir því hvern- ig botngerðin og botnlagið voru. Fjölbreytileiki lífríkis er mismunandi eftir botngerð- um. Á mjúkum botni er mikið um lífverur sem grafa sig of- an í botninn, meðan á hörð- um botni eru gjarnan stærri og áberandi lífverur. Til eru lífverur sem eru búsvæða- myndandi eins og kórall og svampar. Í leiðangrinum í júní sáum við til dæmis stór svampasvæði með mikinn fjölbreytileika. Einnig sáum við breiður af Filograna imp- lexa sem er kalkmyndandi burstaormur sem getur mynd- að stórar, þrívíðar kalkmynd- anir á botninum sem minna á kóral, sem er líka kalkmynd- andi lífvera, en er í rauninni ótal ormarör fléttuð saman. Á sumum svæðum sáust fáar líf- verur og lítill fjölbreytileiki og var þá einkum um sandbotn að ræða.“ Kostir myndatökubúnaðar Kostir þess að nota mynda- vélabúnað eru ótvíræðir. Steinunn segir að hann gefi starfsmönnum Hafrannsókna- stofnunarinnar tækifæri til að skanna sjávarbotninn á ákveðnum svæðum án þess að af því hljótist skemmdir. Þá er hægt að skoða ákveðin fyrirbæri á sjávarbotni ef því er að skipta, mynda þau og sjá nákvæmlega hvað um ræðir. „Þetta flýtir náttúrlega mikið fyrir okkur til að sjá hvort eitthvað sérstakt sé við svæðið; einhverjar mikilvægar eða jafnvel viðkvæmar teg- undir sem gefi tilefni til að skoða það nánar. Þetta er einnig góð aðferð ef við vilj- um skoða samspil tegunda á botninum. Hefðbundnar rannsóknaaðferðir felast í að safna dýrum af sjávarbotnin- um með ýmsum tækjum, eins og greip, sköfu eða sleða. Þá eru dýrin tekin úr sýninu og yfirleitt strax sett í geymslu- vöka og skoðuð síðar. Þannig er ekki hægt að skoða sam- spil dýranna þegar þau voru lifandi á botninum. Þessi að- ferð veitir okkur því góðar upplýsingar um slíkt. Einnig höfum við haft tækifæri til að skoða atferli til dæmis fiska á meðan myndavélin er niðri á sjávarbotninum. Við höfum séð þá hegða sér á mismun- andi hátt. Markmið okkar með þess- um rannsóknum er að auka þekkingu okkar á búsvæðum á hafsbotni og geta þannig svarað spurningum um hvaða hlutverki mismunandi bú- svæði gegna í vistfræðilegu tilliti og hvert mikilvægi þeirra sé. Kröfur um meiri þekkingu á vistfræði og líf- fræðilegri fjölbreyttni í hafinu eru sífellt að aukast. Kort- lagning og aðgengilegt yfirlit yfir búsvæði er því mikilvæg viðbót við grundvöll vísinda- legrar stjórnunar fiskveiðia og mun gera Hafrannsóknastofn- uninni betur kleift að veita ráðgjöf á breiðari grunni en áður og í samræmi við fjöl- þjóðlegar samþykktir.“ Þorskurinn kúrir í töfraveröld hafsbotnsins. Hér má sjá kalkmyndandi burstaorm sem ber latneska heitið Filograna implexa. Svampasvæði á hafsbotni. Myndavélagrindin hífð út í sjó í Kolluál. Snæfellsnes í bak- sýn.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.