Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2011, Page 20

Ægir - 01.07.2011, Page 20
20 F R É T T I R Þann 1. september síðastliðinn hófst nýtt fisk- veiðiár og hefur Fiskistofa úthlutað aflamarki fyrir það. Úthlutunin fer fram á grundvelli aflahlutdeilda að teknu tilliti til frádráttar fyrir jöfnunaraðgerðir. Úthlutað er 281.248 tonnum í þorskígildum talið samanborið við um 261.100 þorskígildistonn á sama tíma í fyrra, reiknað á þorskígildum fisk- veiðiársins sem nú gengur í garð. Aukninguna má að mestu rekja til aukinnar úthlutunar í þorski og gullkarfa auk þess sem síld er úthlutað nú, en ekki var búið að gefa út leyfi- legan heildarafla í síld á sama tíma í fyrra. Alls fá 612 skip úthlutað aflamarki í ár, fiskveiði- árið 2011/2012, samanborið við 637 skip fisk- veiðiárið 2010/2011. Mest fer til Kaldbaks EA 1 sem gerður er út frá Akureyri, um 8.200 þorsk- ígildistonn eða 2,9% af úthlutuðum þorskígildum. Úthlutað er til færri smábáta (smábáta með afla- mark og krókaaflamark) á þessu fiskveiðiári en í fyrra, 431 samanborið við 454. Fjöldi skipa í „stærra kerfinu“ stendur nánast í stað, þeim fjölgar um 2. Samkvæmt útgerðarflokkum Fiskistofu fá skuttogarar úthlutað 53% af heildaraflamarki í ár í þorskígildum talið, skip með aflamark 33%, smábátar með aflamark 2% og krókaaflamarksbátar 12%. Vakin er athygli á því að krókaaflamarksbátar fá eingöngu úthlutað þorski, ýsu, ufsa, gullkarfa, löngu, keilu og stein- bít. Krókaaflamarksbátar fá úthlutað 29% af magninu í þorskígildum talið þegar eingöngu litið til þessara tegunda. Helmingi minna magni er úthlutað sem skel- og rækjubótum en í fyrra eða 1.006 þorskígildis- tonnum og fara þau til 51 skips. Eingöngu helmingi af skel- og rækjubótum er úthlutað til skipa að sinni, skv. reglugerð nr. 737/2011 um skel- og rækjubætur. Á næstu síðum eru töflur og samantektir um aflamarksúthlutunina, skiptingu milli skipa, hafna, fyrirtækja og svo framvegis. Kvót inn 2011-2012

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.