Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2011, Page 19

Ægir - 01.07.2011, Page 19
19 S J Ó N A R M I Ð Hvað eiga eftirtalin samtök og fyrirtæki sameiginlegt? Sjó- mannasamband Íslands, Landsamband smábátasjó- manna, Samtök fiskvinnslu- stöðva, Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands, Landssamband íslenskra út- vegsmanna, Landsbanki Ís- lands, Íslandsbanki og Arion banki auk fjölda annarra að- ila sem hafa gert athuga- semdir við frumvarp ríkis- stjórnarinnar um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Jú, þessir aðilar eiga það allir sammerkt að formaður og varaformaður sjávarút- vegs- og landbúnaðarnefnd- ar, þær Lilja Rafney Magnús- dóttir og Ólína Þorvarðar- dóttir, gefa ,,skít“ í þekkingu þeirra á grunnatvinnuvegi þjóðarinnar. Raunar virðist þær einfaldlega þeirrar skoð- unar að allir sem andmæla frumvarpinu séu bjálfar. Þrátt fyrir vaxandi gagn- rýni á frumvarpið virðast þessir talsmenn ríkisstjórnar- innar forherðast í einbeittum vilja sínum til þess að rústa fiskveiðistjórnunarkerfinu. Ekki er svarað með rökum, heldur skætingi og útúrsnún- ingi þeim alvarlegu athuga- semdum sem gerðar eru við fyrirætlanir ríkisstjórnarstjórn- arflokkanna. Rökstuddar upplýsingar benda til þess að verði frum- varpið að lögum muni það rýra kjör almennings í land- inu, hagkvæmni í sjávarútvegi minnkar, ríkissjóður muni tapa tekjum, samkeppnis- staða íslensks sjávarútvegs á erlendum mörkuðum muni veikjast. Í mati framan- greindra aðila kemur fram að samstundis og frumvarpið yrði að lögum myndi eigið fé sjávarútvegsins lækka um 180 milljarða króna. Hagsmunir almennings í landinu krefjast þess af stjórnmálamönnum sem hafa uppi áform um breytingar á starfsskilyrðum sjávarútvegsins sem kunna að valda stórtjóni um allt samfé- lagið að þeir svari gagnrýni með öðrum hætti en þeim að veitast að umsagnaraðilum. Megingallinn við frumvarp ríkisstjórnarinnar er sá að það gerir ráð fyrir því að gælu- verkefnum stjórnvalda er gert hærra undir höfði en lífsaf- komu þeirra sem byggja allt sitt á sjómennsku, fiskvinnslu og útgerð. Þannig gerir frum- varpið ráð fyrir því að sjávar- útvegsráðherra verði falin mikil völd til að mismuna byggðarlögum, útgerðarflokk- um o.fl. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að kvótanum verði skipt í tvennt, 85% fari til þeirra sem fá nýtingarleyfi en 15% á að veita í potta. Til að byrja með eiga þeir að vera fimm: Strandveiðipottur, byggða- pottur, leigupottur, línuíviln- unarpottur og bótapottur. Ef tekið er mið af reynslu fyrri ára mun eldamennskan í þessum sérúrræðum og gælu- verkefnum stjórnmálamana enda í einhverju eiturbrasi – engum til góðs en flestum til ama. Vinstristjórnin vill svipta útgerðir, sjómenn, land- vinnslu og útflutning öllu sínu starfsöryggi. Í stað trausts framboðs kemur óvissa. Í stað skipulegra veiða sem miða að hæsta verði fyrir fiskinn eiga að taka við ólympískar veiðar sem miða að mesta magni á sem skemmstum tíma. Sjómannasamband Íslands segir að verið sé að rýra af- komu þeirra sem hafa at- vinnu af sjómennsku og flytja til þeirra sem stunda sjó- mennsku í frítíma. Fulltrúar sjómanna hafa í umsögnum sínum til sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar hafnað þeim breytingum sem ríkis- stjórnarflokkarnir vilja gera á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þeir leggja til að frumvarpinu verði vísað frá í heild sinni. Ég er því algerlega sammála. Sjávarútvegurnn gerður að gæluverkefni vinstri stjórnar Kristján Þór Júlíusson, alþingismaður, skrifar

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.