Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2011, Síða 14

Ægir - 01.07.2011, Síða 14
14 V O P N A F J Ö R Ð U R „Skammturinn sem við tökum er 400-450 tonn í túr og við tökum þetta í litlum holum, ekki stærri en 150 tonn. Þannig náum við að kæla aflann nógu hratt niður, sem er höfuðatriði til að þessi fisk- ur verði vinnsluhæfur í fryst- ingu og manneldi. Þetta er því nokkuð sérstakur veiðiskapur og frábrugðinn því sem við eigum að venjast á svona skipi,“ segir Arnþór Hjörleifs- son, skipstjóri á HB Granda- skipinu Lundey. Arnþór og áhöfn hans hafa verið að í allt sumar og lengstum vertíðar sáu Lundey og Ingunn vinnsl- unni á Vopnafirði alfarið fyrir hráefni en á síðari hluta ver- tíðarinnar bættist síðan Faxi við. Arnþór segist kunna þess- um veiðiskap ágætlega en margt sé á huldu um háttalag makrílsins. „Framan af vertíðinni var þetta þannig að það var veiði á hvaða tíma sólarhringsins sem er. Nú á síðari hluta ver- tíðarinnar gefur makríllinn sig eingöngu á nóttunni og hann er alveg uppi í yfirborðinu þannig að við drögum flot- trollið alltaf með höfuðlínuna uppúr. Þetta eru stutt hol og við höfum farið allt niður í klukkutíma í senn,“ segir Arnþór og bætir við að á sama tíma og svona hagar til á miðunum fyrir austan land- ið þá veiði Færeyingar mak- rílinn norður af eyjunum og geti togað jafnt að nóttu sem degi. „Keppikefli okkar er að ná hreinum makríl, þ.e. ekki síld eða kolmunna sem meðafla. Það hefur gengið ágætlega eftir því sem liðið hefur á vertíðina. Bæði skiptir þetta miklu máli fyrir vinnsluhrað- ann en líka hitt að ef síld er í bland þá verða gæðin á afl- anum í heild lakari. Þess vegna er á allan hátt best að ná hreinum afla.“ Sjávarhitinn ræður hegðuninni Veiðisvæðið sem skipin hafa verið á í nær allt sumar er Arnþór Hjörleifsson, skipstjóri á Lundey: Keppikefli að taka lítil hol! Arnþór Hjörleifsson, skipstjóri (t.v.) og Magnús Róbertsson, vinnslustjóri HB Granda á Vopnafirði, með Lundey í baksýn. Aflanum er dælt úr lestunum beint inn að flokk- urunum í vinnslunni. Makríll er eftirsótt og þekkt neysluvara víða um heim.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.