Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.07.2011, Qupperneq 15

Ægir - 01.07.2011, Qupperneq 15
15 V O P N A F J Ö R Ð U R Litladýpi og Hvalbakshallið. Arnþór segir að svo virðist sem þarna safnist makríllinn saman og auðveldast sé að ná hreinum afla á þessu svæði. „Hvers vegna þetta er svona er ekki gott að átta sig á. Ef við förum út fyrir þetta svæði sjáum við miklu meiri blöndun og mun minna af makríl. Og stundum er lítið á svæðinu en svo allt í einu eru þéttar torfur. Í fyrra sáum við talsvert aðra hegðun á mak- rílnum. Hann var veiðanlegur á miklu stærra svæði úti fyrir Austurlandi og það sem helst getur skýrt það er sjávarhit- inn. Hann er mun lægri nú í sumar og við sjáum líka að á veiðisvæðinu kemur makríll- inn upp í hitaskilin í sjónum. Samkvæmt því sem við heyr- um af makríl fyrir vestan landið þá virðist hann birtast þar sem hitastig er hærra þannig að hiti sjávarins ræður greinilega miklu um hvernig þessi fiskur hegðar sér,“ segir Arnþór en sjávarhiti á veiði- svæði makrílsins eystra hefur verið 8-10 gráður nú síðsum- ars. Strax og komið er norður með Austfjörðum hefur sjáv- arhitinn farið niður fyrir 6 gráður. Sem telst mjög kaldur sjór á þessum árstíma. „Á veiðisvæðinu eru sterk- ir straumar og það kann líka að skýra hvers vegna við sjáum makrílinn safnast svona mikið saman þarna. Manni dettur helst í hug að þetta safnist svona saman af grunnunum en það er ekki gott að ráða í ferlið.“ Kælt niður í -2 gráður Eins og Arnþór nefndi fyrr er lykilatriði að kæla aflann hratt og vel niður. Lundey er búin RSW sjókælikerfi og með því er kældur sjór í lest- um á leiðinni á miðin niður fyrir núll gráður. Aflinn fer þannig beint niður í vel kald- an sjó og er makríll og sjór nokkurn veginn til helminga í lestinni. Kerfið er keyrt áfram eftir að aflinn er kominn í lestina og þegar -1,5 gráðum er náð er bætt salti í lestarnar og kerfið keyrt áfram niður í -2 gráður. Til að þessi ferill gangi hratt fyrir sig skiptir miklu að taka ekki stóra skammta í hverju holi. „Við reiknum með að klára kvótann í makrílnum núna í september og þá tekur síldin við fram eftir hausti. Miðað við það sem við heyr- um frá bátum sem hafa verið að fiska síld að undanförnu þá er hana að finna hér úti fyrir Austfjörðunum þannig að ég reikna ekki með öðru en sú veiði verði eins og ætl- að er. En makríllinn hefur komið vel út á vertíðinni, líkt og í fyrra og góð útkoma á þessum veiðiskap,“ segir Arn- þór. Löndun tekur um sólarhring en aflanum er dælt jafn óðum inn í húsið. Með öðrum orðum er farmurinn kominn í frost og pakkningar þegar skipið heldur á veiðar á ný. Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Akureyri - Fiskitangi • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Sauðárkrókur - Háeyri 1 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 www.isfell.is Allar gerðir bindivéla Stál- og plastbönd H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.