Ægir - 01.07.2011, Page 21
21
K V Ó T I N N 2 0 1 1 - 2 0 1 2
Teg: K 2.21
110 bör max
360 ltr/klst
Teg: K 5.700
140 bör max
460 ltr/klst
Teg: K 6.300
150 bör max
550 ltr/klst
Teg: K 3.500
120 bör max
460 ltr/klst
Háþrýstidælur
Þegar gerðar eru hámarkskröfur
Teg: K 7.400
160 bör max
600 ltr/klst
Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · Fax 568-0215 · www.rafver.is
K Ä R C H E R S Ö L U M E N N
F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð
50 stærstu með 84%
50 stærstu fyrirtækin fá úthlutað sem nemur um 84% af því
aflamarki sem úthlutað er, en alls fá 502 fyrirtæki eða lögaðilar
úthlutað nú. Sé litið til þeirra 10 sem eru með mesta úthlutun
fær HB Grandi, líkt og í fyrra, mestu úthlutað til sinna skipa
eða 10,4% af heildinni. Næst kemur Samherji með 6,22% og þá
Þorbjörn hf. með 5,58%. Helsta breytingin frá því í fyrra er sú
að Brim hf. sem fékk næstmestu úthlutað þá, er nú í sjöunda
sæti með 3,88% af heildinni, samanborið við 6,87% í fyrra. Út-
gerðarfélag Akureyringa sem ekki var á lista í fyrra fær níunda
mest úthlutað núna eða 2,92% af heildinni.
Kalbakur á toppnum
Talið í þorskígildistonnum er Akureyrartogarinn Kaldbakur EA
nú sá togari flotans sem hefur að baki sér mestu aflaheimildirn-
ar. Úthlutað á Kaldabak eru 8200 tonn en næstur honum kem-
ur Guðmundur í Nesi RE með 6300 þorskígildistonn og þá Júl-
íus Geirmundsson ÍS með 5300 þíg.
Listinn yfir togarana 10 er þannig:
Þ.íg
Kaldbakur EA Akureyri 8.204.182
Guðmundur í Nesi RE Reykjavík 6.319.406
Júlíus Geirmundsson ÍS Ísafjörður 5.308.262
Björgúlfur EA Dalvík 5.215.366
Björgvin EA Dalvík 4.764.528
Kleifaberg ÓF Ólafsfjörður 4.579.446
Ottó N. Þorláksson RE Reykjavík 4.401.118
Arnar HU Skagaströnd 4.343.470
Þerney RE Reykjavík 4.302.964
Höfrungur III AK Akranes 4.293.360
Norðantogarar með mesta þorskinn
Þegar togararlistinn er skoðaður með tilliti til úthlutaðra veiði-
heimilda í þorski eru Dalvíkurtogararnir Björgvin og Björgúlfur
sem fyrr í efstu tveimur sætum topplistans. Togarar á Norður-
landi eru raunar áberandi á listanum, samtals sjö af þessum tíu.
Þar af þrír skráðir í Ólafsfirði, tveir á Dalvík, einn á Akureyri
og einn á Sauðárkróki.
Listinn yfir 10 hæstu togarana í þorski er þannig:
Tonn
Björgvin EA Dalvík 3.880.115
Björgúlfur EA Dalvík 3.627.707
Kleifaberg ÓF Ólafsfjörður 3.227.776
Júlíus Geirmundsson ÍS Ísafjörður 2.163.509
Mánaberg ÓF Ólafsfjörður 2.097.929
Guðmundur í Nesi RE Reykjavík 2.075.919
Páll Pálsson ÍS Hnífsdalur 2.073.624
Kaldbakur EA Akureyri 1.756.785
Sigurbjörg ÓF Ólafsfjörður 1.619.076
Örvar SK Sauðárkrókur 1.504.020
Minna á Skagaströnd - meira á Sauðárkróki og Akureyri
Þrjár heimahafnir skera sig úr með að skip sem þeim tilheyra
fá töluvert mikið meira úthlutað í þorskígildum talið en þær
hafnir sem á eftir koma. Mest fer til skipa með heimahöfn í
Reykjavík eða 11,35% af heildinni samanborið við 14,3% í
fyrra. Breytingin felst í minna magni sem úthlutað er til skut-
togara þaðan. Næstmest fer til Vestmannaeyja eða 10,6% og þá
til skipa með heimahöfn í Grindavík, eða 9,5% af heildinni. Er
það í báðum tilvikum svipað hlutfall og í fyrra.
Hlutfall sem fer til skipa hjá hverri höfn fyrir sig breytist í
flestum tilvikum eitthvað og má rekja það til breytinga á
þorskígildisstuðlum sem og tilfærslu aflahlutdeilda á milli skipa
með ólíka heimahöfn. Ekki verða allar þær breytingar raktar
hér þó svo að þær kunni að hafa mikil áhrif, en benda má á
mikla breytingu hjá skipum með heimahöfn á Skagaströnd: Á
fyrra fiskveiðiári var 3,19% af heildinni úthlutað þangað saman-
borið við 1,64% ár og er breytingin í magni til skuttogara á
staðnum. Á móti kemur að 1,9% aukning er á magni til skut-
togara á Sauðarárkróki. Um 2,6% aukning er í þorskígildis-
tonnum til skipa á Akureyri og er það mest til skuttogara.