Tímarit Máls og menningar - 01.11.1967, Blaðsíða 25
luktri skel borgarbúans beyrt baínið
drauma.
Þessi þjóðfélagslegi skilningur býr
að baki öllum kvæðum Hannesar, er
samvizka þeirra og vakandi auga er
sér allt jafnt hið innra sem ytra í
speglun andstæðna, lýsir inn í víddir
og fjarlægðir og framtíð svo að hver
mynd á í sér aflvaka þenslu ogsveiflu.
Hér er ein skýringin á hinum sterku
áhrifum kvæða eins og Víetnam eða
Tveir himnar. Um leið og skáldið er
sjáandi skynjar hann heitum taugum,
lifir með allt sem gerist og blandar
geði sál og skilningi í orðmyndirnar,
sem gefur þeim líf og afl og hræring,
svo að við lifum allt með honum,
verðum ásamt honum sjálfum hlut-
takendur, sjáum með eigin augum
logaspjót eldinganna í hinni flakandi
jörð og finnum svikin við þjóðina
jafnt sem við lauftungur skógarins:
Fyrst vökvuðu þeir skóginn með regnúða
og vættu þurrar lauftungurnar með
fyrirheitum
um fróun brennandi þorsta, um lífgefandi
svala
Og laufið kveikti varlega sín grænu ljós
í fölri dagskímunni
— og fann í samri svipan
svíðandi bensínkeiminn á tungunni
Og við sjáum flæða höf af sársauka.
þar sem kynt er vítisbál að lifandi
holdi, að laufskrúði lands og þjóðar.
En vegna skilnings á lögmálum þró-
unarinnar, sem hrýnd er andstæðum,
Eilifð fleygrar stundar
verður kvæðið síður en svo neinn
hölmóður. Skáldið rekur ekki harma-
tölur heldur ákærir og ákæran felst
ekki í upphrópunum, eða því að
Bandaríkin séu einu sinni nefnd á
nafn, en í sjálfum hinum glóandi
myndum þar sem hjartað slær alstað-
ar undir. Hannesi er ljóst að grimmd-
in og ofbeldið smíða einatt vopnin
gegn sér, vekja hatrið er snýst í að-
gerðir hefndar eða eins og hann orð-
ar það í skáldlegri mynd, slökkvir
„hrennandi hatrið í uppsprettum
hefndarinnar“ og glæðir drauma sem
herðast í stál:
I rústum skóganna glóffu eimyrjur í
náttmyrkrinu
jötunefldar smiðjur
]>ar sem draumarnir bvesstu
eitilhart stál
Þannig endar kvæðið með hjartri
sýn inn í framtíðina. Og eldslogarnir
frá Víetnam skjóta í rauninni neist-
um um alla bókina, eða átökin þar
eru hin kvika undiralda sem hrærir
hug skáldsins og vakir þar sem reiði
og sársauki, og honum svíður að
Víetnamþjóðinni sem í logunum
stendur skuli ekki komið af meiri
einbeitni til hjálpar, ákærir nú jafn-
vel Sovétríkin sem hann orti óð til
áður í fyrri Ijóðabók sinni.
Það er ekki nema eðlilegt að sá
byltingarandi sem lifir með skáldinu
ákvarði að verulegu leyti form ljóða
231