Tímarit Máls og menningar - 01.11.1967, Blaðsíða 89
þessa þarf að endurskoða slíkt rit á fárra
ára fresti. Strax og ný útgáfa alfræðirits
kemur út, er hún á sömu stundu úrelt að
einhverju Ieyti, en þrátt fyrir það halda
vandaðar eldri alfræðibækur fullu gildi
sínu í ýmsum greinum. Oft vill það gerast,
að ágætum greinum er sleppt í endurskoð-
uðtim útgáfum, til þess að koma að nýjum
greinum um efni sem stundum eru aðeins
tímabundið tízkufyrirbrigði. Salmonsens
Konversationsleksikon frá 1915—30 og ell-
efta útgáfa Britannicu og mörg fleiri eldri
og vandaðri alfræðirit eru betri eign og
gagnlegri til uppsláttar en ýmis ný, skrum.
auglýst nppsláttarrit, sem bundin eru í
glossalegt band (alltaf lélegt) með 22ja
karata gyllingu (óekta). Vönduð eldri al-
fræðirit eru skrifuð af færustu mönnum
í hverri grein og eru því ein bezta heimild
um tíðarandann og verða þessar greinar
oft betri heimild um tímana, en langsamar
sagnfræðilegar útlistanir.
Endurskoðun alfræðirita er mikið vanda-
verk, fyrst var reynt að færa eldri rit til
nútímahorfs á hverjum tíma, með útgáfu
viðbótarbinda, en slík viðbótarútgáfa verð-
ur leið til lengdar, þegar viðbótarbindin
eru orðin fjögur til fimm. Ritið verður lítt
handhægt á þennan hátt. Reynt var að gefa
út lausblaðarit, og þótt mörg þeirra væru
ágætlega unnin og afgreiðsla nýrra arka
góð, þá tirðu þessi rit aldrei verulega vin-
sæl og befur slík tilraunastarfsemi verið
aflögð. Nú er sá háttur hafður hjá stærstu
útgáfufyrirtækjunum að endurskoða útgáf-
una árlega eða á fárra ára fresti.
Notkun alfræðirita er margvísleg. Sumir
nota þau eingöngu til þess að fletta upp
í þeim um menn og málefni, sem eru á
döfinni, leita að ártölum, nöfnum, stöðum,
r.ota þau sem uppsláttarrit í sambandi við
atburði líðandi stundar eða afla sér nánari
vitneskju um efni að einhverju leyti, aðrir
lesa vissar greinar og reyna að afla sér
Alfrœðibœkur
fyllri vitneskju um atburði, menn og mál-
efni, en þeir reka sig fljótlega á hve langt
er frá því að jafnvel beztu alfræðiritin séu
tæmandi.
Vandaðar alfræðibæktir eru dýrar og al-
menn not þeirra takmörkuð og not þeirra
fyrir þá, sent vilja afla sér verttlegrar þekk-
ingar á vissum greinum ennþá takmarkaðri.
Flestir nota aðeins lítinn hluta stórrar al-
fræðibókar, rit, sem er í tuttugu til þrjátíu
bindum notast því ekki nema að mjög litlu
leyti. Enginn er svo víðfeðma, að bann
þurfi að nota meginhluta bókarinnar, því
getur það orkað mjög tvímælis að það sé
góð fjárfesting að kaupa stóra alfræðibók
og auk þess er slík bók til mjög takmark-
aðra nota fyrir þá sem stunda einkum eina
þekkingargrein. Auk þess bríðfalla rit þessi
í verði strax og þau eru komin út. En gegn
þessu kemur, að stór og vönduð alfræðirit
eru bandbæg og þægileg þótt almenn not
þeirra séu takmörkuð. Það er þægilegt að
geta flett upp atriðum, sem menn vilja afla
sér einhverrar vitneskju um, en til slíks
nægja stundum ódýrari og styttri uppslátt-
arrit, þótt oft vilji skorta á að þau komi
að gagni. Það eru þægindin, sem eru aðal
alfræðirita. Komi til frekari þekkingar-
löngun í einhverri grein eru sérhæfð upp-
sláttarrit miklu heppilegri, en útgáfa slíkra
rita hefur aukizt mjög á síðari árum í
formi alfræðirita innan sérgreina, eða orða-
bóka.
Alfræðirit er notað sem titill ýmissa rita
í sérgreinum, notkun orðsins er vafasöm
í þeirri merkingu, sem orðið hefur, en
merkingin er takmörkuð við alfræði þeirra
greina, sem uin er að ræða. Slíkar bækur
eru ekki fremur tæmandi en venjulegar al-
fræðibækur og þær lakari þeirra eru mun
lélegri og minna upplýsandi en greinar um
sama efni í góðum almennum alfræðiritum.
29 r>