Tímarit Máls og menningar - 01.11.1967, Blaðsíða 93
Dictionary o/ American biography, sem
Scribner útgáfan í New York tók að gefa
út 1928 og National cyclopaedia of Ameri-
ran biography, en útgáfa þess hófst 1892,
gefið út af White í New York. Dictionnaire
de biographie frangaise byrjaði að koma út
í París 1938. Þýzkar æviskrár Allgemeine
deutsche Riographie komu út í fimmtíu og
sex bindum í Leipzig 1875—1912. Arftaki
þeirrar skrár er Neue deutsche Biographie,
er tók að koma út 1953, alls em nú komin
þrettán bindi. Dansk biografisk Leksikon
kom út á árunum 1933—44 í tuttugu og
sex bindum auk viðbótarbindis. Norsk bio-
grafisk leksikon er gefinn út af Aschehoug
frá 1923, komin eru þrettán bindi. Svensk
biograjisk lexikon er gefinn út af Bonniers
útgáfunni, hingað til hafa komjð út fimm-
tán bindi, og tók það alllangan tíma frá
1917—50. Verk þetta er mjög vandað.
Flestar æviskrárnar, sem hér hafa verið
taldar, em að koma út, í þeim er að finna
geysilegan fróðleik, ekki aðeins um þá,
sem þar eru upptaldir, heldur einnig um
margvíslegustu málefni, sem skráðir höfðu
einhver afskipti af. Slík rit sem þessi eru
því .mikil náma um fleira en þröngar ævi-
sögur.
Skrár um starfsgreinar hafa hirzt, svo
sem Baker’s Biographical dictionary of
musicians, Biographia dramatica, Diction.
naire des miniaturistes du moyen áge et de
la Renaissance, kennt við Ancona, Bio-
graphisches Lexikon der hervorragenden
Ártzte aller Zeiten und Völker og fleiri,
slík rit fylla oft eyður í öðrum æviskrár-
ritum.
Ein er sú alfræðihók, sem snertir mjög
Alfrœðibœkur
íslenzka sögu, og heitir Kulturhistorisk
Leksikon for nordisk middelalder. Rit þetta
tók að koma út 1956 og eru nú komin
ellefu bindi. Því er ætlað að geyma allt
það sem snertir norræna menningu frá
víkingaöld fram til siðaskipta og því er
það íslendingum nauðsynlegra en flest rit
önnur, sem hér hafa talin verið. Rit þetta
er sett saman af fræðimönnum á Norður-
löndum, Dönum, Norðmönnum, íslending-
um, Svíum og Finnum, greinarnar eru ým-
ist á dönsku, sænsku eða norsku. Allur
frágangur er með ágætum og band vandað.
I þessu skrifi hafa verið taldar saman
alfræðibækur, sem telja má vandaðar og
viðurkenndar eru sem slíkar af þeim höf-
undum, sem nefndir eru í heimildaskrá
hér á eftir.
Þótt hér séu taldar margar ágætar bæk-
ur, þá er engin þeirra hafin yfir gagnrýni
og allar eru þær meira og minna gallaðar,
og jafnvel þær vönduðustu veila aðeins
takmörkuð svör. Því eru þessi rit aðeins
lykill að frekari þekkingu. Það eina, sem
getur gegnt hlutverki fullkominnar alfræði-
hókar, er stórt og vel skipulagt bókasafn.
Heimildir
Hart, L. H.: Comparison of encyclopedias
... London 1948. Walsh, J. P.: General
encyclopedias in print. Newark 1964.
Schneider, G.: Handbuch der Bibliographie.
Leipzig 1930. Walford, A. J.: Guide to re-
ference material. London 1963. Zischka,
Gert A.: Index lexicorum: Bibliographie
der lexikalischen Nachschlagswerke. Vín
1959.
299