Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1967, Blaðsíða 34

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1967, Blaðsíða 34
Tímaril Máls og menningat ráðgátu og afsaka hvern óskapnað sem þeir framleiða með því að þeir séu að endurspegla umhverfið eða þjóðfélagið, eftir að þeir hafa sjálfir sett veröldina úr skorðum, slitið úr samhengi einstaklinginn, náttúruna og þjóðfélagið, rúm og tíma, tætt i sundur manninn eða afskræmt hann og þyrlað upp ryki í kringum hann, í stað þess að leita eftir heildarsýn eða gefa sér ró til að greiða sundur ílækjurnar er þeir sjá og finna hina einföldu þræði sem þær eru undnar úr, að ekki sé talað um að hlera eftir hjartslættinum á bak við tilveruna, skynja sögulega framvindu eða reyna til að skilja hin einföldu andstæðu- lögmál þjóðfélagsins sem eru hreyfi- afl verðandinnar. Og verk þeirra verða háreysti, tætlur og sundurlim- un, og gefið nafnið sannleiksást, frelsi og hreinskilni. Ljóð Snorra eru öfug við þá mynd sem hér er dregin upp af módernisma sem nýjasta tízku- fyrirbæri. Þau eru einmitt leit að samhljómi við náttúruna og tilver- una, að hljóðleikanum bak við eril og þys daganna, að „eilífð fleygrar stundar“. Þar með er ekki sagt að módernisminn hafi ekki haft víðtæk og örvandi áhrif á Snorra, ma. fólgin í því að sjá hæfilega við honum og vilja fara eigin leiðir. Ef hugað er vel að er varla nema á yfirborðinu að Snorri brýtur í bág við ljóðhefðina, til þess er hann henni alltof rótgróinn, og mætti jafn- vel fremur segja að í þessum ljóðum grafi liann sig dýpra eftir henni. Hann stendur á föstum sögulegum grunni. Fáir eru lesnari í íslenzkum skáldskap frá upphafi, og það sem Snorri les skynjar hann að innsta kjarna. Engum er ljósara en honum að á Islandi er Ijóðið tungan og nátt- úran, land þjóð og saga, ofið einum þræði af sama spuna, og hann á sjálfur þessa einingu í sér, lögmál hennar, og þau gæti hann ekki rofið. Það er einmitt hin samfelldu dýpri lögmál eða hrynjandi ljóðs og tungu sem hann leitar eftir, og hann á eins og Jónas Hallgrímsson eða JónHelga- son þá ást á tungunni og þá hógværð sem þekkingunni fylgir að hlera eftir hjartslætti kynslóðanna, og mundi sízt af öllu vilja rjúfa við þær tengsl- in. Hins vegar hefur samtíðin lagt að honum, erlend áhrif og frjór hug- ur að fara ekki troðnar slóðir, svo að hann endurnýjar með margvíslegum hætti hin fornu bragarmál, Ijóðin hafa fengið annan svip en áður, eins og lýst hefur verið. Annað sem bindur hug Snorra er náttúran. Hann segir í einu kvæði að gæti hann séð veröldina með hinum „stóru skæru augum“barnsinsmyndu „ljóð ljóða“ fljúga sér af vörum, „vorljóð sólar og jarðar“. Þá myndi með öðrum orðum skynjunin vera fagnandi fersk og næm, og það er margra trú að hinn ferskasti skáld- 240
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.