Tímarit Máls og menningar - 01.11.1967, Blaðsíða 60
Matthías Jochumsson
Bréf til Skiila og Theodoru Thoroddsen
29. maí 1897.
Háltvirti vin,
Jeg fer að þrá okkar Grettisljóð, og það gjörir náunginn, og item þeir
herrar Poestion og Kiichler, sem hver um sig sitja og semja bókmenntasögu
vora, einkum Poestion, sem kveðst partout þurfa að sjá kvæðin fyrir mitt
sumar til að geta minnst þeirra í „Eptirmála”. Kiichler semur nú örtæmandi
endaleysu um okkar dramatík, allt of langorða að mér finnst, en hann er
iðinn og samviskusamur og vill taka allt með. Poestion er samt honum miklu
gáfaðri og afkastameiri karl. Jeg hef ekki enn séð þá maklegu og hjartanlegu
kvitteringu mína í Þjóðviljanum, sem jeg sendi yður strax um hæl. Það
er slæmt að minn Petit maitre í Brekkunni hérna sér hana ekki, því altaf
hríðhitnar kærleiksrikið milli mín og hans. Hann hundsar sinn gamla vel-
unnara (og við in vicem) eins og eptir mathematiskri formúlu. Þeim Norð-
lingunum þykir hans framkoma í kláðamáli Þingeyinga ofl. vera kúrius. Máske
þar sé ein decadent-stórættin á þessum hólma. Jeg sakna mikið mágs míns
sáluga á Sauðárkróki; hann var með þeim elskulegustu mönnum sem jeg
hef þekkt og mér trúfastur bróðir. Þau börn hafa valta lukku í heiminum •—
Þorlákur verr en vitskertur og Guðrún aðstoðarlaus; ekkja Jóhannesar ná-
lega félaus, því rausn hans og veglyndi yfirgekk tekjur hans — Erfiljóðin —
eða eitthvað úr þeim — væri gaman að sjá í Þjóðviljanum. Jeg óska yður
og ykkur ísfirðingum til heilla með að þið eru lausir við hið mikla umboðs-
vald þeirraVidalíns & Co,það er mér og hefur síðan jegseinastáttitalviðhinn
sáluga Gauta verið suspecl í mesta lagi. Annars eru vor verzlunarefni í ólg-
andi Overgang. — Jeg setti „Jón Arason“, mitt nýja rit á dönsku og sendi
nú gömlum Hafnarkunningja, 0. Borchseniusi til umsagnar. En frumritið i
afskript er í Reykjavík — þó mér þyki líklegt að dómurinn verði, eins og
jeg ímynda mér tilboðið: húmbúg og narr — ekki sízt þar Axla-Björn á
að vera sókn og vörn yfir minni æsthetik og andans lóðs í Reykjavík!
Með beztu kveðju til frú yðar frænku og minna ungu ættbræðra.
Yðar einlægur vin
Matth. Jochumsson
266