Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1967, Blaðsíða 70

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1967, Blaðsíða 70
Timarit Máls og menningar höfundur, I. F. Stone, sem lítur mcð nokkurri tortryggni á kenningar Che Guevara, kemst svo að orði í minningargrein um hann (New Statesman, 20. október): „Eg viður- kenni hinn Shelleyska hreinleika í viðleitni Che Guevara. Ég syrgi hann ef rétt reynist að hann sé dáinn. Ég fagna því að arftakar hans munu risa upp og halda áfram verki hans, — því án ótta við byltingarsinnaðar árásir munu hvorki valdaklíkur Suður-Ameríku né stjórnin í Washington ljá ínáls á friðsamlegum breytingum. En ég held að sigui þeirra mundi ekki vera í neinu samræmi við það hræðilega dvra verð sem þeir yrðu að gjalda hann, og ég held að þessi rómantíski hópur vanmeti afl, sveigjanleika og skynsemi ameríska risans. Og þó, þegar ég lít á þann vitleysislega verknað sem ástkært land mitt fremur í Víelnam og annarsstaðar, milljarðana sem við eyðum í „varnir“ meðan halur, eyind og örvænting hlaðast upp i eldfjöll í fátækrahverfum svertingjanna, þá verður mér að hugsa hvort langsýnt mat Che Guevara kunni ekki að reynast raunsærra en mitt.“ — Borgaraleg fréttablöð í Evrópu og Ameríku hafa flýtt sér að álykta að nieð dauða Che Guevara hafi kenningar hans verið afsannaðar endanlega („sjálfum sér gat liann ekki bjargað ...!“) Hvað sem segja má urn skarpleika slíkra ályktana, þá er ljóst af síðasta boðskap Guevara að sjálfur gerði liann sér þess full grein hvað fyrir honum kynni að liggja. — S. D.] Tutlugu og eitt ár er liðið frá því að síðasta heimsbálið slokknaði; mörg rit, á öllum þjóðtungum, minnast þessa atburðar, sent uppgjöf Japana var til marks um. Ytraborðs bjart- sýni fer eins og gustur um mörg svæði þeirra ólíku herbúða sem heim- urinn skiptist í. Tuttugu og eitt ár án beimsstyrjaldar virðist vera mjög há tala á þessum tímum stórkostlegra andstæðna, harðra árekstra og skyndilegra breytinga. En þó að við látum vera að skilgreina raunveru- lega ávexti þessa friðar (fátækt, nið- urlæging, sífellt víðtækara arðrán á mjög mikluin hluta mannkynsins) sem við segjumst öll vilja berjast fyrir, þá væri rétt að spyrja hvort þessi friöur sé raunverulegur. Það er ekki tilgangur þessara at- hugasemda að skrásetja þá mörgu staðbundnu árekstra sem orðið hafa síöan Japanar gáfust upp, og ekki heldur höfum vér í hyggju að segja sögu þeirra fjölmörgu innanríkis- átaka sem átt hafa sér stað á þessum árum yfirborÖsfriðar. Það mun nægja að nefna aðeins sem viðvörun við ótímabærri bjartsýni, styrjaldirn- ar í Kóreu og Víetnam. I fyrrnefndu styrjöldinni var norð- urhluti landsins herjaður miskunnar- laust í nokkur ár og eyðingin var svo ógnarleg að annað eins Jiekkist ekki í sögu nútímahernaðar; engar verk- smiðjur voru eftir, engir skólar, eng- in sjúkrahús; bókstaflega ekkert skjól fyrir tíu milljónir íbúa. Undir smánuðum fána Sameinuðu þjóðanna tóku tugir ríkja þátt í þessu stríði með bandaríska herstjórn að leiðarljósi, við hliðina á stórfylking- 276
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.