Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1967, Blaðsíða 69

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1967, Blaðsíða 69
Ernesto Che Guevara „Hvar sem clauðiiin leynist...“ LGreiinn sem hér cr birt er síðasti boðskapur byltingarleiðtogans mikla, Che Guevara, sem talið er að hafi fallið — fyrir vopnum C.f.A., bandarísku leyniþjóuustunnar, að ]ní er sumir evrópskir blaðamenn telja — í Bólivíu fyrir nokkrum vikum. Greinin birtist íyrst í apríl síðastliðnum í tímaritinu Tricontinental sem gefið er út í Havana. -— Che Guevara var vissulega óvenjulegur byltingarmaður, jafnvel í hópi hinna óvenjulegu byltingarmanna Kúbu. Obilgirni lians og hreinskilni og kröfuharka kann að falia miður vel ýmsurn Jjeim sem telja sig þó byltingarmenn. En ekki er ólíklegt að af skoðunum lians, eins og þær birtast meðal annars í þessari grein, megi nokkuð marka hvers eðlis sú nýja og nýstárlega byltingarkynslóð er sem á eftir að láta til sín taka í Ameríku á komandi árum. Hitt er víst að kenningar Che Guevara1, og fordæmi hans, hafa þegar liaft mikil áhrif, og eiga þó ef að líkum lætur eftir að marka enn dýpri spor. Auðskilið er að skoðanir Che Guevara eiga sér marga andstæðinga, líka meðal róttækra manna og byltingarmanna. Honum hefur verið borin á brýn bæði rómantík, sem væri ósamboðin byltingarforingja, og ævintýramennska, sem er að sönnu hættulegasta villa sem byltingar- menn geta framið. Ásökunin um ævintýramennsku hefur einkum að átyllu kenningu Guevara uin það sem hér á eftir er nefnt hreiSur byitingarinnar (foco, orðrétt „arinn“, þar af er dregið focismo, sem farið er að nota um þennan þátt í byltingarkenningum Guevara): hið óvinnandi hreiður byltingarflokks, eins og flokks Castros í Sierra Maestra, sem verður að súrdeigi byltingarinnar í landinu, og þá kenningu sem þessu er tengd, að það sé „ekki alltaf nauðsynlegt að bíða unz allar forsendur byltingar séu orðnar til, uppreisnarmiðstöðin (þ. e. „hreiðrið") geti skapað þær.“ I'etta virðist í fljótu bragði ekki samræmast þeirri viðurkenndu byltingarkenningu sem Mao orðar svo: „Ef vér reyndum að' ltefja sókn, meðan fjöldinn er enn ekki vaknaður, væri það ævintýramennska." Að Guevara hafi þó ekki gengið gruflandi að því hvaða vandamál væri um að ræða, sýna þau orð hans í La Guerra de Guerrillas, að í því landi þar sem einhver von væri um friðsamlegar breytingar, þó ekki væri annað en eftirlíkingu lýðræðis, þar væru ekki skilyrði til að lieyja sigursælt skærustríð. Þar að auki hefði hann víst getað svarað því til að engin ósvikin bylting, sigursæl eða sigruð, hefur nokkrusinni verið hafin án þess að frumkvöðlum hennar hafi verið borin á brýn ævintýramennska, og á það einnig við um rússnesku byltinguna, kínversku byltinguna og byltinmino á Kúbu. — Bandarískur 1 Frægasta rit hans er „kennslubók" lians í skæruhernaði, La Guerra de Guerrillas, sem kom út 1960. Auk þess sem sú bók hefur orðið biblía byltingarmanna um víða veröld, er hún skyldunámsefni í skólanum sem John Kennedy setti á stofn til að þjálfa þær nýju SS-sveitir sem hafa það hlutverk að berja niður uppreisnir snauðra manna hvar sein er í heiminum. 275
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.