Tímarit Máls og menningar - 01.11.1967, Blaðsíða 48
Tímaril Máls og menningar
rekur upp hausinn ekki langt frá bátnum, kemur hátt uppúr sjónum, skimar
til okkar stórum æstum augum fáeinar sekúndustundir áður en hún kastar
sér til hliðar með miklum buslugangi og hverfur í djúpið. Og aftur kemur
hún upp og aftur og aítur. Það heyrast í henni blástrar og busl.
Blessuð guðs móðirin, andvarpar Valgerður.
Ingólfur lítur til hennar þrumandi augum, en Símon segir: Guðlastaðu ekki
Valgerður. Guðs urtan segðu, kellingarfjandi.
Vogarnir inn á milli skerjanna, sem fjaran lumar á, hvað þeir eru frið-
sælir. Þetta gráa skólp, það á vissulega sín skemmtilegheit þrátt fyrir allt.
Það er kannski fyrst og fremst lyktin, þessi salti rammi þefur, slunginn ilmi
þangs og marhálms og leirs. Þessir vogar sem leynast undir flæðinni, ég
held þeir angi einna sterkast í svona veðurfari: lygnri regnúð. Það eru
meira að segja æðarkollur hér á ferðinni. Þær hafa sennilega setið á ung-
unum sínum í mjúku þanginu og ætlað að fá sér langan og góðan blund,
en vaknað við lætin í okkur og farið á stjá. Þær gagga ofur hljótt og frið-
sældarlega eins og þær séu að vandræðast yfir þessu eilífa veraldarstríði
sem þær eiga í við tillitslausa frekju mannanna. Hitt er auðséð, að ung-
arnir þeirra hlusta ekki á þær. Þeir eru glaðvakandi, tísta af ánægju og eru
hæði fjörugir og forvitnir, taka á sprett hvert sinn og þeir sjá eitthvað skrítið
til að reka í j)að nefið. Eg hef reyndar aldrei skilið, í hvað þeir eru að
reka nefið. Ég sé aldrei neitt skrítið nema þá kannski helzt hann Símon og
okkur hin á bátnum, en þeir reka ekki nefið í okkur. Þeir halda áreiðanlega
við séum bara eitt af skerjunum. Þeir reka ekki nefin í skerin. Nei, það
gera þeir ekki. Það er áreiðanlega eitthvað sem ég ekki sé, en bara þeir sjá.
Ég hef áreiðanlega öðruvísi sjón en æðarkolluungi. Ef við nálgumst þá of
mikið, er uppi á þeim fótur og fit. Þeir flýja eins og sjálfur dauðinn sé að
ná í stéltyppið á þeim. Vitanlega: svona sker eins og við, buslandi áfram
í sjónum, það er eitthvað dularfullt við svoleiðis sker. Það getur ekki verið
af þessum heimi svoleiðis sker. Samt er ég hræddur um að þessi flóttavið-
brögð þeirra séu fyrst og fremst móður jreirra að kenna, það er nefnilega
segin saga þegar við komum of nærri þeim, að })á reisir hún sig öll og
gargar þessi reiðinnar býsn; hún er áreiðanlega að húðskamma þá fyrir að
vera að þessum rassaköstum útum allar vogafiður í stað þess að synda prúðir
og skikkanlegir við vængi hennar gegnum veraldarstríðið. Mennirnir geta
kannski rotað ykkur. Eða þá svartbakurinn, bjánarnir ykkar. Það var einu
sinni svartbakur sem át frá mér alla ungana nema einn, hann hljóp undir
vænginn á mér. Þeir voru alveg eins og þið, alltaf á renniríinu. En selurinn?
254