Ægir - 01.09.2009, Qupperneq 10
10
A Ð A L F U N d U R L Í Ú
„Íslenskur sjávarútvegur mun
skipta sköpum í efnahagslegri
viðreisn þjóðarinnar. Því er
nauðsynlegt að hverfa án taf-
ar frá upptökuleiðinni. Raun-
sæi og heilbrigð skynsemi
verða að ráða för,“ sagði Ad-
olf Guðmundsson, formaður
Landssambands íslenskra út-
vegsmanna, í setningarræðu
sinni á aðalfundi LÍÚ á dögun-
um. Að venju komu útgerðar-
menn af landinu öllu til fund-
arins, þar sem fjölmörg mál
bar á góma. Formaðurinn
gerði fyrningarleið kvótakerf-
isins, skuldamál sjávarútveg-
ins og aðild ESB sérstaklega
að umfjöllunarefni.
Upptaka veiðiheimilda, eins
og kveðið er á um í stefnu-
skrá ríkisstjórnarflokkanna, án
þess að afleiðingar þess séu
kannaðar segir Adolf vera óá-
byrg vinnubrögð. Hann telur
raunar að ef hugmyndirnar
nái fram að ganga muni þær
valda fjöldagjaldþrotum í sjáv-
arútvegi og þar með koll-
steypu í efnahagslífinu. Ekki
hafi verið hlustað á rök við-
skiptabankanna sem hafi bent
að á upptökuleiðin muni ekki
aðeins setja sjávarútvegsfyrir-
tækin í þrot, heldur mjög lík-
lega leiða til gjaldþrots bank-
anna sjálfra.
Tapið vék fyrir arðsemi
„Eftir að kvótakerfinu var
komið á og sérstaklega með
tilkomu frjálsa framsalsins
1991 tók við mikið umbylt-
ingarskeið í íslenskum sjávar-
útvegi. Viðvarandi taprekstur
vék fyrir hagræðingu og arð-
semi. Það er á grundvelli
þessarar umbyltingar að
stærstur hluti íslenskra sjávar-
útvegsfyrirtækja mun standa
af sér þær hamfarir sem á
þeim hafa dunið á undan-
förnu,“ segir Adolf.
Í lok árs 2007 voru skuldir
íslensk sjávarútvegs 324 millj-
arðar króna og nú eftir geng-
ishrun krónunnar eru þær um
550 milljarðar króna. Adolf
segir vissulega óumdeilt að
skuldirnar séu miklar en þær
fái þó á sig annan blæ þegar
þær séu settar í samhengi við
15.685 milljarða heildarskuldir
íslenskra fyrirtækja í lok árs-
ins 2007.
Valdið yrði framselt
Um aðildarumsókn ríkisstjórn-
arinnar að ESB ítrekaði Adolf
Sjávarútvegurinn
skiptir sköpum
í viðreisn þjóðarinnar
- segir Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ
Heilbrigð skynsemi ráði för, segir Adolf Guðmundsson formaður LÍÚ.
Útgerðarmenn bera saman bækur sínar. Eiríkur Tómasson í Grindavík (t.v.) og
Hjálmar Kristjánsson á Rifi.