Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2009, Síða 11

Ægir - 01.09.2009, Síða 11
11 A Ð A L F U N d U R L Í Ú að útgerðarmenn hefðu allt frá því umræða um aðildar- umsókn Íslendinga hófst ver- ið á móti málinu. Sú afstaða byggi á þeim grundvallarsjón- armiðum að Íslendingar fari einir með forræði yfir fiski- miðunum, hafi samningsfor- ræði við skiptingu veiðiréttar úr deilistofnum og tali eigin máli á vettvangi alþjóðastofn- ana. Mikilvægt sé að arður af nýtingu auðlinda skili sér til íslensks samfélags. „Með aðild að ESB yrði lagasetningarvaldið varðandi sjávarútvegsmál framselt frá Alþingi Íslendinga til Evrópu- sambandsins. Værum við að- ilar að Evrópusambandinu hefðum við óverulegt vægi við ákvarðanatöku um þessi mikilvægu mál. Ég er þess fullviss að þjóðin mun aldrei samþykkja aðildarsamning sem felur í sér afsal á yfirráð- um yfir fiskveiðiauðlindinni,“ segir formaður LÍÚ. Fyrrum forystumaður útvegsmanna, Kristján Ragnarsson, mætti á aðalfundinn og er hér í góðum félagsskap þeirra Gunnars Þórs Sigvaldasonar í Ólafsfirði og Magnúsar Kristinssonar í Vestmannaeyjum.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.