Ægir - 01.09.2009, Blaðsíða 12
12
A Ð A L F U N d U R L Í Ú
Árni Bergmann Pétursson,
hugvitsmaður og forstjóri Rafs
ehf. á Akureyri, fékk á aðal-
fundi LÍÚ umhverfisverðlaun
samtakanna fyrir svonefnda
rafbjögunarsíu. Notkun síunn-
ar um borð í fiskiskipum hefur
ekki aðeins kveðið niður trufl-
anir í rafkerfum þeirra heldur
einnig leitt til allt að 10%
olíusparnaðar með tilheyrandi
minnkun útblásturs. Það stað-
festa mælingar í skipum Þor-
bjarnar hf. í Grindavík, þar
sem þessi búnaður hefur verið
settur upp.
Iðnlánasjóður lagði Árna
og fyrirtæki hans lið í upphafi
og veitti víkjandi lán til þessa
þróunarverkefnis. Nýsköpun-
arsjóður tók síðar við hlut-
verki Iðnlánasjóðs og varð til
þess að ýta rannsóknarverk-
efninu endanlega úr vör. Sjálft
verkefnið tók hins vegar mun
lengri tíma en reiknað var
með enda „margslungin
stærðfræðiþraut,“ eins og
hugvitsmaðurinn sjálfur kemst
að orði.
Afhending Umhverfisverð-
launa LÍÚ er orðinn fastur
þáttur í störfum aðalfundar
samtakanna. Jón Bjarnason
afhenti Árna Bergmann verð-
launin sem nú voru afhent í
ellefta sinn.
Umhverfisverðlaun
LÍÚ afhent í ellefta sinn:
Margslungin
stærðfræðiþraut
- segir Árni Bergmann Pétursson,
forstjóri Rafs, um rafbjögunarsíuna
Árni Bergmann tekur við umhverfisverðlaununum úr hendi sjávarútvegsráðherra.