Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2009, Blaðsíða 16

Ægir - 01.09.2009, Blaðsíða 16
16 Sægreifi með munninn fyrir neðan nefið V I Ð T A L I Ð „Þeir spáðu ekki vel fyrir mér jakkaklæddu embættis- og eftirlitsmennirnir sem töltu hér um forðum með stress- töskurnar sínar og virtust helst vilja þvælast sem mest fyrir í upphafi. Ég sem hélt að hlutverk þeirra væri að leið- beina mönnum, styðja við nýjan atvinnurekstur og vinna fyrir fólkið í borginni. Sumir þeirra voru nú reyndar hálf- gerðir tuskulókar, það máttu samt ekki hafa eftir mér!“ segir Kjartan Halldórsson, fisksali og veitingamaður í Sægreifanum við Geirsgötu í Reykjavík. Hann talar þjóð- tunguna umbúðalausa. Sum tilsvörin fara ekki endilega vel á prenti en hæfa þeim mun betur mannlífinu sem þrífst í sjósöltu ríki hans við Reykjavíkurhöfn. Hugtakið „tusku-lókur“ er til dæmis ekki finnanlegt í Orðabók Há- skóla Íslands. Þeir sem ekki skilja hvað það þýðir verða bara búa áfram við þekking- argloppu í íslenskum fræðum en fá sem vísbendingu að orðið flokkast tæplega undir skjall eða hól. Frí einungis á aðfangadags- kvöld Kjartan byrjaði sem fisksali á þessum slóðum árið 2002. Fljótlega varð búðin hans vin- sæll viðkomustaður erlendra ferðamanna sem létu sér ekki nægja að taka myndir af Kjartani og fiskinum hans. „Túristarnir heimtuðu að fá líka eitthvað að borða. Ég svaraði með því að búa til humarsúpu og grilla ofan í þá fisk. Þá var ekki aftur snúið. Reksturinn hefur aukist stöðugt að umfangi og fyrir tveimur árum var honum skipt í tvær einingar undir nafni Sægreifans. Elísabet Skúladóttir tók þá við rekstri veitingastaðarins en ég er áfram með fiskbúðina og ríf þar kjaft! Þetta var mikið lán fyrir mig og fyrirtækið, hún er hörkudugleg og samvisku- söm. Ég hefði aldrei lifað af að vera áfram einn með allt í fanginu, reksturinn, bókhald- ið og annað tilheyrandi. Samt dreg ég ekki við mig að vinna frekar en Skaftfellingar yfir- leitt. Hér er opið alla daga árið um kring frá morgni til kvölds. Ja, reyndar er lokað á aðfangadagskvöld en á jóla- dag verður að sinna útlend- um ferðamönnum. Það dugar ekki að halda uppi áróðri í útlöndum fyrir því að draga ferðafólk til Íslands og láta það svo koma að lokuðum dyrum Sægreifans á jólum!“ Vinnuvika Elísabetar er í lengra lagi líka, hún vakir yfir rekstrinum alla daga en þriðjudagar eru samt fráteknir fyrir kennaranámið sem hún stundar. Hún byrjaði sem sumarstarfsmaður á Sægreif- anum 2005 og tók við veit- ingarekstrinum 2008. Umsvifin í rekstri Sægreif- ans eru meiri árið 2009 en nokkru sinni fyrr og það segir sína sögu að sautján starfs- menn unnu þar á vöktum á háannatíma sumarsins. Kjart- an og Elísabet segjast líka taka eftir því að mun fleiri út- lendir ferðamenn séu í Reykjavík í september, októ- ber og fram í nóvember í ár en áður á sama árstíma. Það þýðir auðvitað meiri bissness fyrir Sægreifarekendur. Hum- arsúpan er vafalaust þekktasti rétturinn á Sægreifanum, um hana hefur verið fjallað í ótal stórblöðum og tímaritum um allan heim. Grillað hrefnukjöt er líka selt þarna í stórum stíl og útlendingar hafa taka gjarnan sérpakkaðan hrefnu- bita með sér úr landi. Selspikið eykur æxlunarfýsn Íslendingum fjölgar á Sægreif- anum líkt og útlendingum og þeir ganga þarna alla daga vikunnar að kræsingum hafs- ins. Rétt er nefna sérstaka un- aðsrétti sem fastagestir fá á ákveðnum dögum: skötu með hamsatólg á laugardögum og sigin fisk með selspiki á þriðjudögum og fimmtudög- um. Íslenskir hollvinir eru vissulega í meirihluta við- skiptavina sem sækja í þenn- an mat en hann á sér líka að-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.