Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.2009, Side 19

Ægir - 01.09.2009, Side 19
19 S A G A N Stórbruni varð í Vestmanna- eyjum á dögunum þegar hús Lifrarbræðslu Vestmannaeyja urðu eldinum að bráð. Sagan að baki þessum húsum er löng, eða allt aftur til ársins 1932 þegar fyrirtækið var stofnað. Í samantekt sem Arnar Sig- urmundsson gerði á sínum tíma segir að aðdragandinn að stofnun Lifrarsamlags Vest- mannaeyja megi rekja til um- ræðna um nauðsyn þess að koma upp sameiginlegri lifr- arbræðslu í Eyjum í stað þess að lifur væri brædd í lifrar- bræðsluskúrum í eigu útvegs- manna. Hafði staðið yfir deila milli heilbrigðisyfirvalda og eigenda lifrarbræðsluskúra um staðsetningu þeirra og mengun frá þeim. En þeir voru staðsettir nálægt hafnar- svæðinu og í nálægð íbúðar- húsa neðst í bænum. Höfðu komið fram hugmyndir um flutning á bræðsluskúrunum vestur í hraun fyrir sunnan Torfmýrina. Fyrirmyndir í Noregi og Danmörku Um þetta leyti komst fiski- mjölsverksmiðjan Hekla hf. í eigu Útvegsbankans, jafnframt kom fram að hjá frændum okkar Norðmönnum væru lifrarbræðslur í sjávarplássum staðsettar í sumum tilvikum í miðjum bæ, án þess að mengun væri til staðar. Varð úr að menn kynntu sér þessar norsku bræðslustöðvar nánar og sigldi einn af helstu for- göngumönnum sameiginlegr- ar lifrarbræðslu í Vestmanna- eyjum, Hjálmur Konráðsson, til Noregs og Danmerkur í þessu sambandi. Í framhaldi af tillöguflutn- ingi í bæjarstjórn og jákvæð- um undirtektum bankastjóra Útvegsbankans, þeirra Har- aldar Viggós Björnssonar og Helga Guðmundssonar, var ákveðið að boða til fundar. Fara nú hlutir að snúast hrað- ar og á fundi í Útvegsbænda- félagi Vestmannaeyja 4. desember 1932 var tekið til athugunar hvort tiltækilegt þætti að koma á fót lifrarsam- lagi fyrir Vestmannaeyjar. Hafði Útvegsbanki Íslands hf. boðist til þess að láta breyta byggingu fiskimjölsverksmiðj- unnar Heklu í bræðslustöð með nýtísku vélum, ef menn vildu ráðst í stofnun sameig- inlegrar lifrarbræðslu. Tilboð bankans var bundið því skil- yrði að um semdist um verð og greiðsluskilmála slíkrar bræðslustöðvar. Á fundinum var kosin 5 manna nefnd til þess að athuga möguleika til stofnunar samlags. Stofnfundur Lifrarsamlags Vestmannaeyja Að þessum undirbúningi loknum kvaddi nefndin þann 7. desember 1932 til stofn- fundar lifrarsamlags í Vest- mannaeyjum. Var fundurinn haldinn í Goodtemplarahús- inu við Vestmannabraut. Fundinn setti Jóhann Þ. Jós- efsson alþm., en hann var forsvarsmaður undirbúnings- nefndarinnar. Á fundinn mættu yfir 70 útgerðarmenn auk bankastjóra Útvegsbank- ans í Reykjavík, Helga Guð- mundssonar og bankastjórans í Eyjum, Haraldar Viggós Björnssonar. Þá mættu einnig Ásgeir Þorsteinsson verkfræð- ingur og B. P. Kalman mála- flutningsmaður. Kynnt voru drög að kaupsamningi milli bankans og væntanlegs sam- lags um kaup á Heklu, útbú- inni sem fullkominnni bræðslustöð. Þá var lagt fram á fundinum tillaga að lögum fyrir Lifrarsamlag Vestmanna- eyja. Nokkrar umræður urðu á fundinum um kaupin á bræðslustöðinni og lög sam- lagsins. Voru fundarmenn mjög áhugasamir að stofna sameiginlega bræðslu og kaupa eignir Heklu af bank- anum. Í lok fundarins voru lög Lifrarsamlagsins sam- þykkt, en áður hafði verið samþykkt með atkvæðum 72 útvegsmanna að stofna Lifrar- samlag Vestmannaeyja og fela væntanlegri stjórn að semja við Útvegsbankann á grund- velli fyrirliggjandi kaupsamn- ings. Í lok fundarins var kosin fyrsta stjórn samlagsins og hlutu þessir kosningu í aðal- stjórn sem í eiga sæti 3 menn: Formaður Jóhann Þ. Jósefsson alþm., Ólafur Auðunsson útgm. Þinghól og Hjálmur Konráðsson kaupfélagsstjóri í Kf. Bjarma. Í varastjórn vorur kosnir Pétur Andersen útgm. Sólbakka og Guðmundur Ein- arsson útgm. Viðey. Endur- skoðendur vorur kjörnir Bjarni Jónsson Svalbaði og Sigurður Ólason Þrúðvangi. Til að annast bókhald og út- borganir réð stjórnin Bjarna Jónsson frá Svalbarði. Þar með hófst löng saga Lifrarsamlags Vestmannaeyja. Hús Lifrarsamlags Vestmannaeyja urðu eldinum að bráð: Merk saga að baki Hafist var handa við að rífa þak þegar eldurinn hafði verið slökktur. Mikill eldur var í húsinu og skemmdir miklar, eins og sjá má á myndum Óskars P. Friðrikssonar.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.