Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2009, Blaðsíða 22

Ægir - 01.09.2009, Blaðsíða 22
Ný tegund á Íslandsmiðum Dílakjafta (Lepidorhombus boschii) veiddist í fyrsta sinn svo vitað sé í leið- angri Hafrannsóknastofnunar vorið 2008, en þá veiddust sex fiskar á 140-240 m dýpi frá Háfadjúpi, suður fyrir Surtsey, um Selvogsbanka á Reykjanesgrunn. Dílakjöfturnar voru 21-34 cm að lengd, tveir hængar og fjórar hrygnur, allt kyn- þroska fiskar og komnir nálægt hrygn- ingu. Áður hafði hún veiðst næst Íslandi á Hallærisbanka (Lousy bank) dágóðan spöl utan fiskveiðimarkanna djúpt undan Suðausturlandi (60°33´N, 12°34´V) en þar veiddust tvær hrygnur, 19 og 22 cm langar, á 400 m dýpi í maí 1959 og í júní 1960 veiddust á svipuðum slóðum einn 20 cm hængur og þrjár hrygnur 22-23 cm. Dílakjaftan líkist mjög frænku sinni stórkjöftunni, neðri skoltur er þó ekki jafn áberandi og trjóna er styttri. Auð- þekktust er dílakjaftan á fjórum stórum svörtum dílum eða blettum á aftanverð- um fiskinum, tveir eru á aftari hluta bak- ugga og aðrir tveir á aftari hluta raufar- ugga. Vinstri hlið er gulmóbrún á litinn, hægri hlið er hvít. Dílakjafta getur orðið 45 cm löng. Heimkynni dílakjöftu eru í Norðaust- ur-Atlantshafi frá vestanverðum Bret- landseyjum og inn í Biskajaflóa til Spán- ar, Portúgals og Marokkó. Þá er hún al- geng í Miðjarðarhafi. Hún er botnfiskur sem heldur sig einkum á leirbotni og veiðist allt niður á 800 m dýpi en er al- gengust á 200-400 m. Fæða er smá- krabbadýr, einkum rækjur. Dálítið er veitt af dílakjöftu og eru helstu veiði- þjóðir Spánverjar, Portúgalir og Grikkir. Eins og áður sagði voru það allt fiskar komnir að hrygningu sem veiddust á síð- asta ári. Hugsanlegt er að þessi tegund sé að taka sér bólfestu hér við land. Sjaldséðar tegundir sem bárust árið 2008 Sæsteinsuga, Petromyzon marinus Líkt og undanfarin ár, þá urðu sjó- menn nokkuð varir við fiska, mest ufsa, með sár sem telja má víst að séu eftir sæsteinssugu. Á sumum ufsanna sem sendir voru til rannsóknar hafði sárið opnast inn í kviðarholið og hluti innyfla dregist út í gatið og myndað þar tappa. Einkum virðist vart við sár á fiskum á svæðinu frá Þórsbanka og vestur á Kötlugrunn, en sæsteinsugu varð vart allt í kringum landið í leiðöngrum Hafrann- sóknastofnunarinnar og mældust þær 61- 81 cm langar. Vogmær, Trachipterus arcticus Vogmeyjar rak víða á land árið 2008, einkum um norðanvert landið. Oftast voru þetta stakir fiskar, en ekki smátorf- ur líkt og gerðist árið áður. Í leiðöngrum Hafrannsóknastofnunarinnar veiddist vogmær aðallega á djúpslóð fyrir Vestur- landi. Alls náðist að mæla 33 vogmeyjar og voru þær á lengdarbilinu 81-153 cm. Lýr, Pollachius pollachius Lítið fréttist af lý við landið árið 2008. Einn veiddist þó austan við Ingólfshöfða. Hugsanlegt er að sjómönnum þyki ekki lengur fréttnæmt að veiða þessa tegund, en til að fylgjast með breytingum á út- breiðslu hans við landið eru fréttir af slíkri veiði kærkomnar. Ljóskjafta, Ciliata septentrionalis Seiði þessarar tegundar munu hafa veiðst við Ísland snemma á síðustu öld, Sjaldgæfir fiskar á Íslandsmi›um 2008 Íslenska hafsvæðið liggur á mörkum hlýrra strauma Atlantshafsins sem flæða upp að suðurströnd landsins og kaldra strauma Norðurhafa sem koma norðan að landinu. Rannsóknir hafa sýnt að allt frá árinu 1996 hefur selturíkur hlýsjór verið mjög áberandi á hafsvæðinu. Þetta aukna flæði hlýsjávar inn á íslenska hafsvæðið virðist vera hluti af stærri breytingum sem orðið hafa á Norður Atlantshafi á síðari árum. Þessi hlýnun sjávar á Íslandsmiðum hefur leitt til umtalsverða breytinga á útbreiðslu ýmissa fisktegunda við landið. Þannig hefur t.d. ýsa, ufsi, lýsa og skötuselur aukið útbreiðslu sína til norðurs, en loðna að einhverju leiti horfið frá landinu. Einnig hafa kolmunni og makríll gengið í vaxandi mæli á Íslandsmið. Þá hafa nokkrar fisktegundir með suðlægari útbreiðslu veiðst við Ísland, sumar þessara tegunda eru nýjar við landið, aðrar hafa sést hér fyrr en koma nú í vaxandi mæli. Fiskarnir hafa veiðst á sígildum veiðisvæðum og stundum nærri landi og má því telja ólíklegt að þær hafi verið hér lengi án þess að sjómenn yrðu þeirra varir. Þarna eru á ferðinni tegundir sem hafa sést hér fyrr eins og sæsteinssuga, augnasíld, stóri bramafiskur, stóra sænál og geirnefur. Nýj- ar tegundir sem fundist hafa á síðustu árum eru hringaháfur, maísíld, pálsfiskur, pétursfiskur, græni marhnútur, batti, flundra og dílakjafta. Allt eru þetta tegundir sem þekktar eru við vestanvert meginland Evrópu, flestar af grunnslóð en aðrar af djúpslóð vestan Írlands eins og pálsfiskur og batti. Aldrei verður lögð of mikil áhersla á það hversu mikilvægt það er að fá upplýsingar frá sjómönnum þegar slíkir fiskar veiðast. Það er svo að stærstur hluti þeirrar upplýsinga sem fyrir liggja um sjaldséðar tegundir við Ís- land eru komnar frá sjómönnum fiskiskipaflotans. Þó svo að sumar tegundir séu e.t.v. ekki jafn sjaldséðar og áður, þá minnkar mikilvægi upplýsinganna ekki. Líkt og undanfarin ár, þá bárust Hafrannsóknastofnuninni allnokkur fjöldi fiska til greiningar á árinu 2008. Ein tegund fannst við landið sem ekki hefur sést áður innan íslenskrar lögsögu svo vitað sé. Höfundur greinar- innar er Jónbjörn Pálsson, sér- fræ›ingur á Haf- rannsóknastofn- uninni. Dílakjafta fannst í fyrsta skipti við Ísland árið 2008. Ufsi með sár eftir sæsteinssugu, innyfli hafa þrýsts út um gatið. Ljóskjafta. S J A L d G Æ F I R F I S K A R 22

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.