Ægir - 01.09.2009, Qupperneq 24
24
„Við erum að bjóða í fyrsta
skipti upp á lausnir í viðgerð-
um á skipum neðansjávar sem
hér hafa ekki verið þekktar
áður. Þetta þýðir að útgerðir
geta sparað sér bæði tíma og
verulegan kostnað vegna
slipptöku á skipum og í mörg-
um tilfellum er um að ræða
skip sem eru það stór að upp-
tökumannvirki eru ekki til fyrir
þau hér á landi eða þá að
tímaramminn er of þröngur til
að hagkvæmt sé að taka skip-
ið upp. Við getum skilgreint
okkur sem neðansjávarvél-
smiðju, enda erum við mennt-
aðir vélstjórar og járnsmiðir,
auk þess að vera kafarar. Við
vinnum jafnframt mikið innan
skipsins vegna skrokk- eða
lagnaviðgerða,“ segir Kjartan
Hauksson hjá köfunarþjónust-
unni Djúptækni ehf. Kjartan
hefur starfað við köfunarþjón-
ustu frá árinu 1976 og jafn-
framt starfað sem járnsmiður
og vélstjóri til fjölda ára og
var verkstjóri í einni stærstu
vélsmiðju landsins í nokkur
ár. Hann segir að með þessari
þjónustu, sem er í samstarfi
við belgíska fyrirtækið Hydrex,
sé köfunarþjónusta í raun
færð upp á nýtt plan. Margt
sé nú gerlegt neðansjávar
sem þótti ógerlegt áður.
„Þetta belgíska fyrirtæki er
það fremsta í heiminum í dag
í neðansjávarviðgerðartækni
en þeir hafa þróað aðferðir
síðustu 30 ár til að lágmarka
upptöku skipa vegna við-
gerða. Þannig erum við með
svokallaðar þurrkvíar sem við
festum utan á skipin, t.d.
vegna skrokkviðgerða eða
lagna innan skips ásamt því
að skipta um öxulþétti á
skrúfuásum. Þessar kvíar sjó-
tæmum við síðan og vinnum
þannig við eins góðar að-
stæður og unnt er, miðað við
að vera neðansjávar,“ segir
Kjartan en viðgerðarþjónusta
Djúptækni/Hydrex er viður-
kennd af öllum helstu skipa-
flokkunarfélögum heims.
Stórar viðgerðir framkvæmdar
neðansjávar
Aðspurður segir Kjartan að
þessi þjónusta hafi oft sparað
útgerðum kostnaðarsamar taf-
Kjartan Hauksson í fullum skrúða.
Þ J Ó N U S T A
Djúptækni býður nýjungar í viðgerðum skipa:
Viðgerðarverkstæði ofan
sem neðan sjávar!