Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2009, Blaðsíða 27

Ægir - 01.09.2009, Blaðsíða 27
27 R A N N S Ó K N I R og fóðurlýsi getur styrkurinn þó í einstaka tilfellum nálgast viðmiðunarmörkin og jafnvel farið yfir mörkin (myndir 2 og 3). Niðurstöður mælinga á fiskimjöli og lýsi til fóður- gerðar staðfesta nauðsyn þess að fylgjast vel með magni þrávirkra lífrænna efna eins og díoxíns, PCB efna og varn- arefna í þessum afurðum. Styrkur efnanna er háður næringarlegu ástandi uppsjáv- arfiskistofnanna sem afurðirn- ar eru unnar úr og nær há- marki á hrygningartíma. Á þeim árstíma hættir magni dí- oxína og díoxínlíkra PCB efna, auk einstakra varnar- efna, til þess að fara yfir leyfi- leg mörk Evrópusambandsins. Þetta á sérstaklega við um af- urðir unnar úr kolmunna. Framundan er að bæta enn frekar við þann gagnagrunn sem nú þegar er til staðar með því að fara vandlega yfir hvaða gögn vantar og bæta við mælingum þar sem þeirra er mest þörf til að fylla inní eyðurnar. Hagnýtt gildi þess- ara rannsókna er ekki síst á sviði markaðsmála, því upp- lýsingar á þessu sviði er mik- ilvægt verkfæri í allri mark- aðssókn fyrir íslenskar sjávar- afurðir. Mynd 1. Styrkur díoxíns og díoxínlíkra PCB efna í fiskimjöli frá 2006. Styrkur er í pg/g WHO-TEQ á votvikt. Mynd 3. Styrkur díoxíns og díoxínlíkra PCB efna í fóðurlýsi frá 2006. Styrkur er í pg/g WHO-TEQ á votvikt. Hafrannsóknastofnun hefur gefið út skýrslu um mælingar á brottkasti botnfiska 2008. Niðurstöður mælinga á brott- kasti árið 2008 sýna að brott- kast á þorski er 0,79% af lönduðum afla, sem er þriðja lægsta hlutfall brottkasts á tímabilinu 2001-2008. Brott- kast ýsu var 1,93% og er það næst lægsta hlutfall brott- kasts á ýsu á framangreindu tímabili. Eftirlitsmenn Fiskistofu taka þátt í brottkastsverkefni Hafrannsóknastofnunar með því að lengdarmæla fisk út á sjó annars vegar og í landi hins vegar og senda gögnin til Hafrannsóknastofnunnar. Sérfræðingar þar annast síðan samanburð og útreikninga á grundvelli þessara lengdar- mælinga og meta brottkast út frá því. Mæla minna brottkast F R É T T I R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.