Ægir - 01.09.2009, Page 29
29
H A F N A M Á L
Talsverðar framkvæmdir hafa
staðið yfir eða standa yfir í
höfnum á Norðausturlandi nú
í haust, samkvæmt upplýsing-
um Siglingastofnunar. Einna
stærstu verkefnin eru á Dalvík
og í Grímsey.
Í Ólafsfirði var unnið við
að þrengja innsiglingaropið í
vesturhöfnina. Rifnar voru
gamlar ónýtar staurakistur og
byggðir grjótgarðar í staðinn.
Tilgangurinn var að draga úr
hreyfingu við stálþil og í smá-
bátahöfn. Verktaki var Árni
Helgason ehf. Ólafsfirði. Um
13.200 m³ af grjóti og kjarna
fóru í verkið og telja heima-
menn það vera vel heppnað.
Að auki var unnið við tjóna-
viðgerð á vestur brimvarnar-
garðinum og fóru um 1.600m³
í þá viðgerð.
Á Dalvík var í október
2008 boðin út aðstaða fyrir
Grímseyjarferjuna Sæfara. Um
var að ræða 75 m stálþils-
bakka með skutaðstöðu fyrir
skipið. Smábátagarðurinn var
breikkaður um 25m og
var fyllingarefnið fengið úr
dýpkuninni við þilið og úr
Hálseyrarnámum alls um
6.200m³. Einnig var byggt
ljósamasturs og vatnshús.
Verktaki er Ísar ehf. í Hafnar-
firði en tilboð þeirra hljóðaði
upp á 74% af kostnaðaráætl-
un. Verkið hefur gengið vel.
Gert er ráð fyrir að bjóða út
þekju, lagnir og yfirborðsfrá-
gang vorið 2010 en í vetur er
ráðgert er einnig að endur-
byggja hluta af Suðurgarðin-
um.
Á Árskógssandi hefur verið
unnið að sjóvörnum neðan
Ægisgötu, norðan hafnarinnar
og við Brimnes. Alls fóru í
verkið 6.900m³ og var verk-
taki Dalverk ehf. á Dalvík.
Í Hrísey hefur verið unnið
að sjóvörnum norðan hafnar-
innar og við Varir sunnan til
á eyjunni. Í verkið fóru um
5.000 m³ af grjóti og sá Dal-
verk ehf. um verkið.
Á Akureyri var unnið við
að steypa kant á nýrekið þil
við Oddeyrarbryggju en hún
var lengd um 65 m árið 2008.
Verkið vann Sigurður Björg-
vin Björnsson verktaki Akur-
eyri skv. útboði.
Nú er verið að vinna við
lokafrágang á Tangabryggju á
Akureyri. Steypt var þekja á
nýja þilið alls 2.600 m³ og
verið er að ganga frá vatns og
rafmagnslögnum. Verkið var
unnið af Kötlu ehf. á Árskógs-
strönd en Rafeyri ehf. á Akur-
eyri sér um rafmagnið. Tanga-
bryggja er nú orðin um 180
m löng og við hana geta
stærstu skemmtiferðaskip leg-
ið.
Norðurgarðurinn í Grímseyjar-
höfn færður
Í Grímsey er nýlokið við
færslu og lengingu á grjót-
görðum. Norðurgarðurinn var
tekinn upp og færður um 40
m til að mynda aukið
bryggjupláss en bátafloti
Grímseyinga hefur verið end-
urnýjaður verulega með stærri
bátum. Dýpka þurfti með
sprengingum við nýja við-
legusvæðið og voru um 2.400
m³ losaðir. Suðurgarðurinn
var lengdur og á endann var
sett tunna úr harðviði sem
fyllt var með grjóti. Verkinu
seinkaði töluvert því engin
tilboð bárust í það í opnu út-
boði en var loks unnið af
heimamönnum og tókst vel.
Verktaki var Vélaverkstæði
Sigurðar Bjarnasonar ehf. í
Grímsey. Nú er einnig hafin
vinna við lengingu harðviðar-
bryggju og byggingu skutað-
stöðu fyrir ferjuna en þar var
lægstbjóðandi Guðmundur
Guðlaugsson verktaki á Dal-
vík.
Í Langanesbyggð á Þórs-
höfn var boðin út bygging
um 180 m stálþilsbakka og
var þilið rekið utan um gömlu
hafskipabryggjuna sem var
nánast ónýt. Áður hafði verið
unnið við dýpkun með
sprengingum og var áætlað
dýpi um 8,5 m. Sprengja
þurfti að auki skurð fyrir þilið
og fjarlægja fremsta hlutann
af gömlu bryggjunni. Verktaki
við dýpkun, bryggjurif og
skurðsprengingu var Hagtak
ehf. Verktaki við þilbygging-
una er Íslenska gámafélagið
ehf. og hefur verkið gengið
þokkalega en rekstur í
sprengdan skurð er oft taf-
samur. Nú er búið að reka
allt þilið, steypa á það kant-
bita og verið er að fylla í það,
en ólokið er byggingu mast-
urshúss og lagning ídráttar-
lagna.
Á Húsavík hefur verið
boðin út vinna við sjóvarnir
og samið við Norðurtak ehf.
Sauðárkróki. Gert er ráð fyrir
að endurbyggja um 300 m af
vörninni undir Bökkum og að
í það fari um 5500 m³ af
grjóti. Vinna við verkið er að
hefjast þessa dagana.
Talsverðar framkvæmdir
á Norðausturlandi
Nýi ferjugarðurinn í Dalvíkurhöfn. Mynd: Vefur Siglingastofnunar Framkvæmdir í Grímseyjarhöfn. Mynd: Vefur Siglingastofnunar