Fréttablaðið - 16.04.2015, Page 4

Fréttablaðið - 16.04.2015, Page 4
16. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 HEILBRIGÐISMÁL Um 900 hjúkr- unarfræðingar mega hætta störf- um sökum aldurs á næstu þrem- ur árum. Á sama tíma er gert ráð fyrir að 400 til 500 hjúkrunarfræð- ingar útskrifist. Á þetta er meðal annars bent í nýrri skýrslu Vinnu- málastofnunar um stöðu og horfur á vinnumarkaði 2015 til 2017. Samkvæmt könnun sem Félag hjúkrunarfræðinga gerði í október í fyrra íhuga um 30 prósent hjúkr- unar fræðinga að flytja af landi brott á næstu tveimur árum. „80 prósent á aldrinum 24 til 34 ára hugleiða flutning af landi brott. 35 prósent af þeim sem eru 45 ára og eldri íhuga að flytja utan,“ segir Ólafur G. Skúlason, formað- ur Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga. Hann segir nauðsynlegt að hækka laun og fjölga námspláss- um til þess að hægt verði að anna eftirspurn eftir hjúkrunarfræðing- um á íslenskum hjúkrunarstofnun- um. „Ef allir hætta sem mega og fjöldi flytur til útlanda blasir mik- ill vandi við. Það er nú þegar skort- ur á hjúkrunarfræðingum,“ tekur hann fram. Helga Jónsdóttir, forseti Hjúkr- unarfræðideildar Háskóla Íslands, segir námsplássin hafa verið 70 til 95 en undanfarin ár hafi um 70 útskrifast að meðaltali á hverju ári. Um 150 til 250 hafi reynt við samkeppnispróf við lok haustann- ar undanfarin ár. Inntöku í námið verður nú breytt með sérstöku aðgangsprófi, svokölluðu A-prófi, sem umsækjendur þreyta í mars og júní. „Plássin verða 100 í haust. Með þessu erum við meðal ann- ars að reyna að koma til móts við þarfir. Okkur er vel ljóst að það 900 hjúkrunarfræðingar gætu hætt næstu þrjú árin Vinnumálastofnun bendir á að endurnýjun í heilbrigðisþjónustu geti orðið vandamál á næstu árum. Um 900 hjúkrunarfræðingar mega hætta störfum sökum aldurs 2015 til 2017. Gert ráð fyrir 400 til 500 nýjum á sama tíma. Þrjátíu prósent hjúkrunarfræðinga íhuga að flytja utan. Námsplássin verða alls 150 í haust. HJÚKRUNARNÁM Nemendur við hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri. MYND/HÁSKÓLINN Á AKUREYRI ÓLAFUR G. SKÚLASON HELGA JÓNSDÓTTIR SIGFRÍÐUR INGA KARLSDÓTTIR vantar marga hjúkrunarfræð- inga en fjárveitingar til deildar- innar hafa aldrei verið í samræmi við eðli námsins. Það hefur marg- sinnis verið bent á það í úttektar- skýrslum.“ Umsækjendur um hjúkrunarnám við Háskólann á Akureyri munu ekki þreyta aðgangspróf í ár. „Þetta verður óbreytt að svo stöddu. Allir sem skrá sig og standast kröfur um inntöku geta hafið nám á haustmiss- eri og tekið samkeppnispróf í lok þess. Við höfum haft góða reynslu af slíku fyrirkomulagi. Við viljum gefa öllum tækifæri til að læra það sem þeir hafa áhuga á og sýna síðan kunnáttu sína,“ segir Sigfríður Inga Karlsdóttir, starfandi formaður hjúkrunarfræðideildar Háskólans á Akureyri. Hún getur þess að síðasta haust hafi 142 skráð sig í námið, 121 tekið öll samkeppnisprófin og 51 komist áfram. „Plássin eru 50 en það komst einn áfram til viðbótar vegna þess að tveir voru með sömu einkunn.“ Það er mat Sigfríðar að náms- plássin þyrftu að vera fleiri. „Miðað við þær kröfur sem við gerum um klínískt nám á stofnunum getum við ekki tekið inn fleiri. Það hefur verið rætt um að nýta göngudeildarþjón- ustu í þessu samhengi. Það verður að vísu ekki næsta vetur en okkur dreymir um það.“ ibs@frettabladid.is ÍTALÍA Óttast var að um 400 manns hefðu drukknað í gær út af strönd- um Líbíu þegar skipi hvolfdi þar. Um borð voru hundruð flótta- manna, sem reyndu að komast ólöglega frá Afríku til Ítalíu. Hundruð þúsunda manna hafa á síðustu árum reynt að komast yfir Miðjarðarhafið á bátum eða skip- um í von um að komast inn fyrir landamæri Evrópusambandsins. Fjölmargir hafa látið lífið, þar af meira en 500 það sem af er þessu ári. Þetta er meiri fjöldi en nokkru sinni fyrr. Federico Fossi, talsmaður Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, segir nauðsynlegt að Evrópusambandið grípi til áhrifa- ríkari aðgerða til að tryggja öryggi fólks sem þarna hættir lífi sínu. Ekkert bendi til þess að í bráð muni draga úr flóttamanna- straumnum þessa leið. „Enn er fólk að flýja styrjaldir og ofsóknir í löndum á borð við Sýrland, eða einræðisstjórnir í löndum á borð við Erítreu,“ segir Fossi í viðtali við breska útvarpið BBC. Fleiri mannréttindasamtök hafa skorað á Evrópusambandið að efna til markvissra björgunarað- gerða á Miðjarðarhafinu, frekar en að láta sér nægja reglubundið landamæraeftirlit á borð við það sem íslenska varðskipið Týr hefur tekið þátt í undanfarið. - gb Um 400 flóttamenn drukknuðu í Miðjarðarhafinu þegar bát hvolfdi: SÞ hvetja til öflugri aðgerða KOMNIR Í LAND Meira en 500 manns eru taldir hafa verið á bátnum sem hvolfdi, en einungis tókst að bjarga litlum hluta þeirra. NORDICPHOTOS/AFP EVRÓPUMÁL Á fjórða tug Evrópu- tilskipana hefur ekki verið inn- leitt að fullu á réttum tíma hér á landi. Þetta kemur fram í frammi- stöðumati EES sem birt er tvisv- ar á ári og sýnir hvernig stjórn- völdum EFTA-ríkjanna gengur að innleiða tilskipanir og reglugerðir innri markaðarins. „Óneitanlega eru það mikil von- brigði að ekki hafi tekist betur að framfylgja Evrópustefnu sem íslensk stjórnvöld kynntu fyrir ári um að á fyrri hluta árs 2015 yrði innleiðingarhalli orðinn undir einu prósenti,“ segir Helga Jóns- dóttir, stjórnarmaður í ESA. Innleiðingarhallinn á Íslandi er 2,8 prósent og er langhæstur EES- ríkjanna. Til samanburðar er inn- leiðingarhalli að meðaltali um 0,5 prósent í öllum ríkjum ESB. Fram kemur í úttekt ESA að Íslandi hefur farið aftur. Í maí 2014 var meðalaldur á þeim málum sem átti eftir að innleiða 14,3 mánuðir en er nú orðinn 15,1 mánuður. - sa Ísland fjarri markmiðum um að saxa á innleiðingarhalla Evróputilskipana: Ísland trassar Evróputilskipanir GUNNAR BRAGI SVEINSSON Gunnar Bragi setti sér þau markmið að saxa verulega á innleiðingarhalla Evrópu- tilskipana á árinu 2014. Þau markmið hafa ekki náðst. Dagur, þú gefur hótelinu í holunni atkvæði þitt? „Já, ætli ég gefi því ekki fimm stjörnur.“ Byggt verður fimm stjörnu hótel við hlið Hörpu og þar með fyllt upp í holu sem hefur staðið þar nokkuð lengi. Dagur fagnaði hugmyndinni og því að loks yrði hafin upp- bygging á reitnum. HÚSNÆÐISMÁL Röng vinnubrögð við hönnun og mannvirkjagerð, van- ræksla á viðhaldi og röng notk- un á húsnæði virðast vera helstu orsakir raka- og mygluvanda- mála í húsnæði, að mati starfshóps sem fjallað hefur um myglusvepp og tjón af hans völdum sem um- hverfis ráðherra skilaði í júní 2014. Tækifæri til úrbóta felast sam- kvæmt nefndinni helst í aukinni fræðslu, leiðbeiningum, menntun fagaðila og auknum rannsóknum á sviðinu. Lögfræðileg greinargerð fylgir skýrslunni um réttarstöðu þeirra sem verða fyrir tjóni af völdum myglusvepps. - fbj Skýrsla til umhverfisráðherra: Úrbætur vegna mygluvanda MYGLUSVEPPUR Auka þarf fræðslu um myglusvepp til að taka á vandanum. MYND/SYLGJA DÖGG LANDBÚNAÐUR Dýrfiskur má fram- leiða allt að 4.000 tonn af regn- bogasilungi á ári í sjókvíum í Ísa- fjarðardjúpi við Snæfellsströnd, samkvæmt nýútgefnu starfsleyfi Umhverfisstofnunar. Fimm athugasemdir bárust á meðan leyfið var í kynningu. Orku- stofnun benti á að í gildi væri leyfi til leitar og rannsókna á kalk- þörungaseti í Ísafjarðardjúpi. Umhverfisstofnun og Dýrfiskur ákváðu í sameiningu að færa einn punkt af fjórum sem afmarka eldissvæðið tæpa 200 metra lengra frá landi. - óká Færðu eldið fjær landi: Mega ala silung í Ísafjarðardjúpi NÁTTÚRA Náttúrufræðistofn- un Íslands afgreiddi 600 fyrir- spurnir um pöddur á síðasta ári, en sem fyrr sótti almenningur og meindýraeyðar til stofnunarinnar með ýmsar fyrirspurnir er varða smádýr. Ýmist er komið með sýni í greiningu eða fyrirspurnir sendar í tölvupósti. Margir nýta sér pödduvef stofnunarinnar en Erling Ólafs- son skordýrafræðingur annast smádýragreiningar og skrifar pistla á pödduvefinn. - shá 600 svör um smádýr: Pödduskeyti flæða yfir NÍ SPURNING DAGSINS Uniq 4202 Glæsilega hannaður og vandaður sturtuklefi. Auðveldur í uppsettningu FRÁBÆR GÆÐI / GOTT VERÐ 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 E -4 5 E C 1 6 3 E -4 4 B 0 1 6 3 E -4 3 7 4 1 6 3 E -4 2 3 8 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 6 4 s _ 1 5 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.