Fréttablaðið - 16.04.2015, Síða 6
16. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6
EFNAHAGSMÁL Þrátt fyrir gildistöku
fríverslunarsamnings við Kína um
mitt síðasta ár dróst útflutningur
landsins þangað saman um tæpan
þriðjung milli áranna 2013 og 2014.
Samkvæmt upplýsingum frá Hag-
stofu Íslands nam virði útflutnings
til Kína 7.020 milljónum króna árið
2013, en var 4.803 milljónir í fyrra.
Verðmætið dregst saman um 31,6
prósent milli ára. Þá dregst inn-
flutningur frá Kína líka lítillega
saman á milli ára, eða um 1,9 pró-
sent, fer úr 43.024 milljónum 2013 í
42.193 milljónir 2014.
Á vef Hagstofunnar er nýjasta
vöruflokkagreining á útflutningi til
Kína frá árinu 2012 þannig að ekki
liggur fyrir hvaða útflutningur það
er sem dregist hefur saman. Lang-
líklegast er þó að um sé að ræða
sjávarfang af einhverju tagi en það
er uppistaðan í vöruútflutningi til
landsins. Í greiningu Hagstofu sést
að 2012 voru sjávarafurðir 86 pró-
sent útflutnings til Kína.
Nýjustu tölur Hagstofunnar um
inn- og útflutning frá Kína benda
til þess að enn halli á Ísland í við-
skiptum landanna. Þannig er halli á
vöruskiptajöfnuði landanna rúmum
397 milljónum króna meiri fyrstu
tvo mánuði ársins en á sama tíma í
fyrra. Sé einungis horft til útflutn-
ings er verðmæti hans í janúar og
febrúar 1,61 prósenti minni en í
fyrra, fer úr 697 milljónum króna í
tæpar 686 milljónir.
Á sama tíma eykst innflutningur
frá Kína um 386 milljónir króna, fer
úr rúmum 6.686 milljónum króna í
rúmar 7.072 milljónir.
olikr@frettabladid.is
Minni útflutningur
þrátt fyrir samning
VÖRUFLUTNINGASKIP Innflutningur frá Kína dróst örlítið saman í fyrra. Leiða má að því líkur að einhverjir hafi haldið að sér
höndum í kaupum á vörum þaðan í aðdraganda gildistöku fríverslunarsamnings um mitt árið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands,
segir erfitt að meta ávinning af fríverslunarsamningi Ís-
lands við Kína þetta snemma. „Samningurinn tók gildi um
mitt síðasta ár og því er reynslan af honum takmörkuð
enn sem komið er.“ Fyrir fram segir Frosti að búast hefði
mátt við að innflutningur myndi á fyrstu stigum aukast
hraðar en útflutningur, enda taki lengri tíma fyrir íslensk
fyrirtæki að skapa sér fótfestu á kínverskum mörkuðum
en öfugt. Þetta megi einkum rekja til þeirrar staðreyndar
að Íslendingar flytji mest inn af smásöluvörum frá Kína
en meginuppistaðan í útflutningi okkar þangað séu
sjávarafurðir.
„Ég á þó von á því að til lengri tíma komi þessi
samningur til með að efla viðskipti milli þessara landa,“
segir Frosti og bendir á að hér sé enda eftirspurn eftir
framleiðsluvörum á hagstæðu verði, eins og merkja megi
á mikilli aukningu netverslunar frá Kína. „Á sama tíma er
ótvírætt sóknarfæri fyrir íslensk matvæli á þeim gríðar-
stóra markaði sem Kína er.“
Þá telur Frosti líklegt að viðskiptin fari vaxandi eftir því
sem skilningur aukist á þeim tækifærum sem í samningn-
um felist. „Þar á ég til að mynda við hluti á borð við aukin
aðfangakaup íslenskra framleiðenda frá Kína og mögulega
sölu á sérhæfðri þjónustu frá Íslandi til Kína. Þekking á
mörkuðum skiptir lykilmáli fyrir slíka þróun og líklega er
hún fremur takmörkuð á báða bóga enn sem komið er.“
➜ Erfitt að meta reynsluna strax
Fæst í apótekum, heilsubúðum
og stórmörkuðum
www.gengurvel.is
BELLAVISTA náttúrulegt
efni fyrir augun, ríkt af
lúteini og bláberjum
ÞREYTT AUGU
Breyting
Ár Verðmæti* milli ára
Innflutningur
2011 32.137,7 23,1%
2012 39.067,8 21,6%
2013 43.023,8 10,1%
2014 42.193,1 -1,9%
2015** 7.072,4 5,77
Vöruskipti við Kína 2011 til 2015
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000
www.heimsferdir.is
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
s
ér
ré
tt
t
il
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
. a
ð
v
er
ð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
Barcelona
Frá kr. 39.900
Netverð á mann frá kr. 59.900 á Hotel Vilana **** m.v. 2 í herbergi.
Önnur gisting í boði.
1. maí í 4 nætur
39.900Flugsæti fram og til baka. Allra síðustu sætin.
Árið 2014 var verðmæti útflutnings landsins til Kína tæpum þriðjungi minna en
2013. Fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi um mitt síðasta ár. Innflutn-
ingur dróst líka lítillega saman, en eykst frá áramótum. Flutt út fyrir 4,8 milljarða.
*Upphæðir í milljónum króna. **Miðað við fyrstu tvo mánuði ársins. Heimild:Hagstofa Íslands
Breyting
Ár Verðmæti* milli ára
Útflutningur
2011 5.430,7 59,1%
2012 7.646,8 40,8%
2013 7.020,1 -8,2%
2014 4.803,4 -31,6%
2015** 685,9 -1,61
Ég á þó
von á því að
til lengri
tíma komi
þessi samn-
ingur til með
að efla
viðskipti
milli þessara
landa.
Frosti Ólafsson,
framkvæmdastjóri
Viðskiptaráðs
Íslands.
VEISTU SVARIÐ?
1. Hvað hefur 100 króna gistinátta-
skattur skilað miklu frá 2012?
2. Hvar ætlar Jana Ármannsdóttir
sjálfboðaliði að koma upp bókasafni?
3. Hvað voru gestir áhugaleikfélaga
margir á síðasta ári?
SVÖR:
1. 670 milljónum.
2. Í Úganda.
3. 33 þúsund.
FÓLK Ólympíufarinn Rudy Garcia-
Tolson er staddur hér á landi til að
prófa gervilimi frá Össuri. Báða
fæturna vantar á Rudy en þeir
voru teknir af fyrir ofan hné þegar
hann var barn.
„Ég fæddist með fætur en ég
gat ekkert notað þá, þegar ég
var fimm ára sagði ég læknin-
um að taka þá bara af, mig lang-
aði að geta gengið og hlaupið eins
og systkini mín,“ segir Rudy. Það
var sannarlega rétt ákvörðun því
Rudy stefnir nú að því að komast
á Ólympíumót fatlaðra 2016 og
keppa í bæði sundi og hlaupum.
„Við erum að máta fætur og reyna
að finna út hvernig ég get hlaupið
sem hraðast.“
Rudy hefur þrisvar áður tekið
þátt á Ólympíumótinu. Hann vann
gull í Peking árið 2008 og setti
heimsmet í 200 metra sundi í Lond-
on árið 2012. Þá hefur Rudy einnig
keppt í þríþraut með leikaranum
Robin Williams. „Robin hjólaði
og ég synti,“ segir Rudy, en hann
er talsmaður samtaka fatlaðra
íþróttamanna (CAF) sem voru
studd af leikaranum.
Rudy hefur ferðast um öll
Bandaríkin og haldið fyrirlestra
og sagt frá reynslu sinni sem fatl-
aður íþróttamaður. Hann hélt
fyrir lestur hjá Íþróttafélagi fatl-
aðra á þriðjudaginn þar sem hann
talaði við afrekshóp barna í sundi
og frjálsum íþróttum. „Ég upplifi
mig ekki fatlaðan þegar ég er að
synda og hlaupa og vil koma því
til skila til krakkanna.“
- sgg
Afreksíþróttamaður prófar gervifætur hjá Össuri og stefnir á keppni á Ólympíumóti fatlaðra:
Sagði lækninum að taka bara fæturna af
FÆTURNIR PRÓFAÐIR Garcia-Tolson
mátaði gervifætur hjá Össuri til að sjá
með hverjum þeirra hann gæti hlaupið
hraðast. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
SJÁVARÚTVEGUR Heildarafli
íslenskra fiskiskipa var tæp 192
þúsund tonn í mars, að því er
fram kemur í nýjum tölum Hag-
stofu Íslands. Aflinn er nærri 96
þúsund tonnum meiri en í mars
2014.
„Munar þar helst um aukinn
loðnuafla, en 128 þúsund tonn
veiddust af loðnu í mars saman-
borið við 36 þúsund tonn í mars
2014,“ segir á vef Hagstofunnar.
„Botnfiskafli jókst um 3 þúsund
tonn í marsmánuði eða um 6,5
prósent miðað við sama mánuð
2014.“ - óká
Afli í mars 192.000 tonn:
Meira fiskaðist
en á síðasta ári
MENNTUN Forinnritun 10. bekkinga
í framhaldsskóla lauk 10. apríl síð-
astliðinn. 3.824 nemendur skráðu
sig og eru þá 88% allra 10. bekk-
inga búnir að velja sér framhalds-
skóla. Þetta kemur fram á heima-
síðu menntamálaráðuneytisins.
Kvennaskólinn, Menntaskólinn
við Hamrahlíð og Verslunarskóli
Íslands fengu flestar umsókn-
ir í fyrsta val eða um 30 prósent
þeirra nemenda sem sóttu um.
Skólarnir þrír fengu allir fleiri
umsóknir en þeir geta orðið við.
Niðurstöður forinnritunar eru
með svipuðum hætti og frá því í
fyrra en þá komust um 98 prósent
nemenda í annan þeirra skóla sem
þeir völdu sér. - srs
Forinnritun 10. bekkinga:
Kvennó, MH og
Versló vinsælir
JEMEN Öryggisráð Sameinuðu
þjóðanna samþykkti í fyrradag
bann við innflutningi á vopnum
til Houthi-uppreisnarhreyfingar-
innar í Jemen.
Öll ríki Öryggisráðsins greiddu
atkvæði með tillögunni nema
Rússland sem sat hjá.
Vitaly Churkin, fastafulltrúi
Rússlands í Öryggisráðinu, sagði
í samtali við Al Jazeera að til-
lagan væri ekki í takt við vilja
alþjóðasamfélagsins sem hefur
kallað eftir friðsamlegum póli-
tískum lausnum.
Samantha Power, fulltrúi
Bandaríkjanna í ráðinu, sagði að
tillagan sýndi að Öryggisráðið
væri tilbúið í aðgerðir gegn þeim
sem grafa undan sáttaumleitun-
um í Jemen. - srs
Öryggisráðið leggur til bann:
Stöðva straum
vopna til Jemen
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
4
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
3
E
-E
8
D
C
1
6
3
E
-E
7
A
0
1
6
3
E
-E
6
6
4
1
6
3
E
-E
5
2
8
2
8
0
X
4
0
0
5
B
F
B
0
6
4
s
_
1
5
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K