Fréttablaðið - 16.04.2015, Síða 8
16. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8
Grímur
Sæmundsen
Þóranna
Jónsdóttir
Oddur
Steinarsson
Hulda Sigríður
Hreggviðsdóttir
Göran
Persson
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Liv
Bergþórsdóttir
Björgólfur
Jóhannsson
Skráning á www.sa.is
GERUM BETUR
ÁRSFUNDUR ATVINNULÍFSINS
Í DAG KL. 14-16
ÁVÖRP
Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra
Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar
RADDIR ATVINNULÍFSINS
Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova
Oddur Steinarsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Hulda Sigríður Hreggviðsdóttir, rannsóknir og þróun hjá Zymetech
Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins og formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Fundarstjóri er Þóranna Jónsdóttir, forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík
Netagerð að loknum fundi kl. 16-17, tónlist og tilheyrandi.
#SA2015
ÁRSFUNDUR ATVINNULÍFSINS
Í HÖRPU – SILFURBERGI
BELGÍA Framkvæmdastjórn Evr-
ópusambandsins hefur ákveð-
ið að hefja rannsókn á því hvort
Google misnoti yfirburðastöðu
sína með því að gera eigin sölu-
vörum iðulega hærra undir
höfði, þegar fólk leitar að tiltekn-
um vörum.
„Google hefur nú tækifæri til
að sannfæra framkvæmdastjórn-
ina um hið gagnstæða,“ segir
Margrethe Vestager, sam keppnis-
stjóri Evrópusambandsins. „Ef
rannsóknin staðfestir hins vegar
áhyggjur okkar, þá verður Google
að taka hinum lagalegu afleiðing-
um og breyta viðskiptaháttum
sínum í Evrópu.“
Málið snýst um að Google
býður fólki upp á þann mögu-
leika, þegar leitað er að vörum
á netinu, að bera saman sams
konar vörur frá ólíkum versl-
unum. Þegar svo háttar til að
Google hefur viðkomandi vörur
til sölu þá er sá möguleiki iðu-
lega efst á blaði í leitarniður-
stöðunum, jafnvel þegar Google-
kaupin yrðu ekki hagstæðust
fyrir neytandann.
Þetta segir Vestager vera brot
á samkeppnisreglum Evrópu-
sambandsins. Hún tekur fram að
engar athugasemdir séu gerðar
við það að Google hafi þá yfir-
burðastöðu sem raun ber vitni,
heldur einungis að Google mis-
noti sér þessa stöðu.
Google hafnar þessum ásökun-
um og segir í yfirlýsingu að allar
fullyrðingar um að leitarvélar
fyrirtækisins valdi neytendum
skaða séu úr lausu lofti gripnar.
Svo vill til að í gær var Matt
Brittin, yfirmaður Google í Evr-
ópu, í viðtali sem birt var á vef-
síðu danska dagblaðsins Politik-
en. Þar er fjallað vítt og breitt
um þær gríðarlegu breyting-
ar sem Google hefur haft í för
með sér fyrir daglegt líf fólks
víða um heim. Fyrirsjáanlegt
er að Google muni halda áfram
að breyta lífi fólks með tækni-
nýjungum á markaðnum. Meðal
annars séu í þróun hjá fyrirtæk-
inu vélmenni, sjálfstýrðar bif-
reiðar, nýstárleg greiðslukerfi
og gervigreindarbúnaður sem
geti gjörbreytt lífsháttum fólks.
Brittin er því spurður hvort
hann líti stundum á sjálfan sig
sem Guð, og hlær hann þá dátt.
„Aldeilis ekki,“ segir hann en
bætir við að Google taki óspart
þátt í þróun „fjölmargra nýj-
unga sem eru á kreiki í heimin-
um þessa dagana“.
gudsteinn@frettabladid.is
Evrópusam-
bandið rann-
sakar Google
Evrópusambandið segir Google misnota yfirburða-
stöðu sína á netinu með því að gera eigin söluvörum
hærra undir höfði. Yfirmaður Google í Evrópu var
spurður hvort hann liti stundum á sig sem Guð.
MARGARETHE VESTAGER Samkeppnisstjóri Evrópusambandsins segir Google fá
tækifæri til að sanna sakleysi sitt. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Ef rannsóknin stað-
festir hins vegar áhyggjur
okkar, þá verður Google að
taka hinum lagalegu
afleiðingum og breyta
viðskiptaháttum sínum í
Evrópu.
Margarethe Vestager,
samkeppnisstjóri Evrópusambandsins.
UTANRÍKISMÁL Jens Stoltenberg,
framkvæmdastjóri Atlantshafs-
bandalagsins, kemur til Íslands
í dag í boði Sigmundar Dav-
íðs Gunnlaugssonar forsætis-
ráðherra. Stoltenberg mun eiga
samtöl við forsætisráðherra,
utanríkis ráðherra og innanríkis-
ráðherra, auk þess sem hann mun
kynna sér varnartengda starfsemi
Landhelgisgæslunnar á Kefla-
víkurflugvelli og loftrýmisgæslu
Bandaríkjanna undir merkjum
Atlantshafsbandalagsins.
Einnig mun hann eiga fundi
með forseta Alþingis og fulltrú-
um utanríkismálanefndar þings-
ins, sem og skoða varðskipið Þór.
Þá mun Stoltenberg heimsækja
Stofnun Árna Magnússonar í
íslenskum fræðum. - fbj
Yfirmaður NATO í heimsókn í boði forsætisráðherra:
Stoltenberg fundar á Íslandi
FRAMKVÆMDASTJÓRI Jens Stolten-
berg var forsætisráðherra Noregs áður
en hann varð framkvæmdastjóri NATO.
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
4
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
3
F
-4
1
B
C
1
6
3
F
-4
0
8
0
1
6
3
F
-3
F
4
4
1
6
3
F
-3
E
0
8
2
8
0
X
4
0
0
7
B
F
B
0
6
4
s
_
1
5
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K