Fréttablaðið - 16.04.2015, Blaðsíða 10
16. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10
FISKELDI „Þetta voru tugir
þúsunda fiska og tjón upp
á par hundrað milljónir,“
segir Einar Örn Ólafs-
son, forstjóri Fjarðalax,
um tjón á stórri sjókví við
Hlaðseyri í Patreksfirði í
janúar 2014.
Greint er frá atvikinu
í ársskýrslu dýralækn-
is fisksjúkdóma hjá Mat-
vælastofnun þar sem því er lýst
að eftir viðvarandi norðan storma
í fleiri vikur hafi í einu áhlaupinu
laskast rafmagnskassi á sjókvínni
„sem að öllum líkindum hefur leitt
til útleiðslu rafmagns í nánasta
umhverfi og valdið mikilli streitu
hjá fiskinum. Laxinn hópaðist
niður á botn kvíarinnar og varð
hluti hans fyrir nuddskaða sem
leiddi til sáramyndunar og affalla.
Brugðist var við með neyðarslátr-
un og þannig létt á kvínni.“
Gísli Jónsson, dýralækn-
ir fisksjúkdóma, segir að
nokkuð hafi sést á kviði
fisksins og trjónu hans eftir
nudd við nótina í kvínni, og
bætir við að þegar nokkr-
ir dagar líða frá atviki sem
þessu þá sæki umhverfis-
bakteríur í skrámur fisks-
ins og opin sár myndist. Til
að forða því að svo færi var gripið
til þess að slátra fisknum strax.
„Sá lax sem ekki var hæfur til
manneldis var tekinn til hliðar og
honum fargað. Í raun var létt á
kvínni má segja, til að afstýra frek-
ara tjóni – slátrun var hraðað enda
fiskurinn kominn í slátur stærð,“
segir Gísli sem telur að úr kvínni
hafi verið slátrað 40 til 50.000
löxum sem var um þriðjungur af
því sem í kvínni var.
Gísli útskýrir að þegar sjávar-
hiti er mjög lágur þá leiti fiskurinn
niður í kvína. Til að forða fiskn-
um frá frekari núningi við nótina
í kvínni var ákveðið að fækka í
henni svo færi betur um fiskinn
við þau skilyrði sem þá voru, en
kolvitlaust veður var á þeim tíma
og sjávarhiti rúmlega ein gráða.
Spurður um þetta áfall og hvort
tryggingar Fjarðalax hafi náð yfir
tjón sem þetta segir Einar Örn í
skriflegu svari: „Að einhverju
leyti jú, en frekar takmörkuðu.“
Í kvíarnar á Hlaðseyri voru flutt
seiði í júní 2012 og hófst slátr-
un úr kvíunum í lok sumars 2013
sem lauk svo sumarið 2014 og hafa
sjókvíarnar staðið tómar síðan.
Næsta kynslóð seiða hjá Fjarðalaxi
mun fara í kvíarnar í Patreksfirði
í júní í sumar.
svavar@frettabladid.is
Slátruðu tugþúsund-
um laxa eftir óveður
Fjarðalax greip til þess ráðs að slátra tugþúsundum laxa úr sjókví í Patreksfirði
á Vestfjörðum í janúar 2014. Eftir bilun í sjókví særðist fiskurinn svo honum var
slátrað og fargað. Tjónið metur forstjóri Fjarðalax á um 100 milljónir króna.
SJÓELDISKVÍ
Kví sem þessi
getur verið 30
til 35 metrar á
dýpt. Laxinn leit-
ar niður í kulda
og í þessu tilviki
þegar rafmagn
leiddi í sjóinn.
Vegna plássleysis
rekst laxinn í nót
kvíarinnar og
sár koma undan.
MYND/AQUALINE AS
GÍSLI JÓNSSON
BMW X5 xDrive 30d
Nýskr. 01/12, ekinn 81 þús. km.
Dísil, sjálfskiptur.
VERÐ kr. 9.900 þús.
Rnr. 120533.
NISSAN QASHQAI SE
Nýskr. 06/13, ekinn 32 þús. km.
dísil, beinskiptur.
VERÐ kr. 3.990 þús.
Rnr. 131315.
Kletthálsi 11 -110 Reykjavík
Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is
www.bilaland.is
www.facebook.com/bilaland.is
TOYOTA LAND CRUISER 150 GX
Nýskr. 01/15, ekinn 1 þús. km.
dísil, sjálfskiptur.
Rnr. 142816.
SUBARU FORESTER VISION
Nýskr. 02/13, ekinn 38 þús km.
bensín, sjálfskiptur.
VERÐ kr. 4.090 þús.
Rnr. 142807.
TOYOTA LAND CRUISER 150 GX
Nýskr. 07/12, ekinn 101 þús km.
dísil, sjálfskiptur.
VERÐ kr. 7.490 þús.
Rnr. 102455.
HYUNDAI ix35 COMFORT 4x4
Nýskr. 09/13, ekinn 13 þús. km.
dísil, beinskiptur.
VERÐ kr. 5.090 þús.
Rnr. 120622
MERCEDES BENZ GLK
Nýskr. 10/12, ekinn 27 þús. km.
dísil, sjálfskiptur.
VERÐ kr. 7.390 þús.
Rnr. 281928.
Frábært verð!
10.490 þús.
GOTT ÚRVAL
NOTAÐRA BÍLA
Skoðaðu úrvalið á
bilaland.is
ALLT AÐ 90%
FJÁRMÖGNUN
TÖKUM NOTAÐAN
UPPÍ NOTAÐAN!
GERÐU FRÁBÆR KAUP!
STJÓRNSÝSLA Þrír ráðherrar, þau
Illugi Gunnarsson, Ragnheiður
Elín Árnadóttir og Sigurður Ingi
Jóhannsson, undirrituðu í gær,
ásamt Hildi Sólveigu Sigurðardótt-
ur, forseta bæjarstjórnar, viljayfir-
lýsingu um stofnun háskóladeildar
í Vestmannaeyjum sem gæti hafið
kennslu haustið 2016.
Undirritunin fór fram á hátíð-
arfundi bæjarráðs Vestmanna-
eyja, sem hélt sinn 3.000. fund.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vest-
mannaeyjabæjar, var afar ánægð-
ur með fundinn. „Nú þegar störf-
um í sjávar útvegi er að fækka og
afleiddum störfum vegna sjávarút-
vegs er að fjölga er afar mikilvægt
að efla sjávarbyggðirnar með þess-
um hætti.“
Í bókun fundarins kemur fram
að einn vandi sjávarbyggða er að
afleidd störf á borð við rannsókn-
ir og fræðslu, þróun, greiningu og
sölumennsku, verða að mjög litlu
leyti til í nábýli við greinina. Það
skaði sjávarbyggðir, sjávarútvegs-
fyrirtæki og þar með landið allt. - srs
Þrír ráðherrar voru viðstaddir 3.000. bæjarráðsfund Vestmannaeyjabæjar:
Opna háskóladeild í Eyjum 2016
RÁÐHERRAR OG FORSETI Fjölgun
afleiddra starfa kallar á meiri menntun.
MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON
LANDBÚNAÐUR Arnarlax stefnir á
að auka framleiðslu á laxi í sjókví-
um í Arnarfirði um 7.000 tonn á
ári. Fyrirtækið hefur skilað Skipu-
lagsstofnun frummatsskýrslu á
umhverfisáhrifum vegna þessa.
Við aukninguna ríflega þrefald-
ar Arnarlax framleiðslu sína, en
fyrirtækið hefur nú heimild til
3.000 tonna framleiðslu á ári, en
myndi eftir aukningu framleiða
10.000 tonn á ári.
Áhrif á rekstrartíma sjókvía-
eldisins eru sögð staðbundin og
talsvert neikvæð fyrir botndýra-
líf í næsta nágrenni við kvíar, en
óveruleg til nokkuð neikvæð á
ástand sjávar og á villta stofna lax-
fiska vegna eldislax og fóðrunar.
Þá eru áhrif talin nokkuð neikvæð
á ásýnd, fiskveiðar, fiskeldi og sigl-
ingar. „Áhrif eru metin óveruleg
til nokkuð jákvæð á fugla í næsta
nágrenni við kvíar og samgöngur
og talsvert jákvæð á greinda þætti
samfélags utan samgangna en
óveruleg á alla aðra þætti,“ segir í
útdrætti matsskýrslunnar. - óká
Arnarlax skilar frummatsskýrslu á umverfisáhrifum framleiðsluaukningar:
Fara úr þrjú þúsund tonnum í tíu
ARNARFJÖRÐUR Skila má til Skipulags-
stofnunar athugasemdum við fyrirætlanir
Arnarlax fyrir 26. maí. FRÉTTABLAÐIÐ/JSE
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
4
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
3
F
-2
D
F
C
1
6
3
F
-2
C
C
0
1
6
3
F
-2
B
8
4
1
6
3
F
-2
A
4
8
2
8
0
X
4
0
0
7
A
F
B
0
6
4
s
_
1
5
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K