Fréttablaðið - 16.04.2015, Side 16

Fréttablaðið - 16.04.2015, Side 16
16. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR ALÞINGI | 16 Eygló Harðardóttir Um fundarstjórn forseta. „Þingmenn eru oft ósáttir við svör ráðherra, en þetta var samt sem áður svar. Ég verð að fá að beina ákveðinni spurningu til þingmannsins: Hver er ástæðan fyrir því að hún er svona ergileg? Getur fólk ekki samglaðst okkur framsóknarmönnum að hafa verið með gott, gleðilegt og árangursríkt flokks- þing þar sem við samþykktum mörg góð mál? Mér finnst eiginlega skorta svolítið á gleðina hjá þingmönnum.“ Björt Ólafsdóttir Um náttúrupassa. „Málið er svo búið að það er algjörlega óundirbúið af hendi ráðherra. Það er þannig að óeining er um það þvert á flokka og ljóst er að atvinnuveganefnd mun ekki geta afgreitt málið frá sér af því að það er enginn sam- mála því. Hvað eigum við þá að gera? Svona er staðan. Ég vil segja það hér áður en þingi lýkur að ég mun vísa því algjörlega til föðurhúsanna þegar ferðamannastaðir verða farnir að láta á sjá af því að ekki er veitt fjármagn í upp- byggingu þeirra vegna þess að ferðamanna- passinn svonefndi er ekki afgreiddur. Það er ekki vegna þess að stjórnarandstaðan standi sig ekki, það er (forseti hringir) vegna þess að meiri hlutinn kemur illa undirbúinn hingað inn í þingsal.“ Hafi ríkisstjórnin vonast eftir því að með bréfi Gunnars Braga Sveins- sonar utanríkisráðherra til Evrópu- sambandsins, um að Ísland liti ekki lengur á sig sem aðildarríki, væri umræðum um ESB lokið í bili, er ljóst að sú von var á sandi reist. Allur þriðjudagurinn fór í umræð- ur um tillögu stjórnarandstöðunn- ar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðnanna og með því fór einn af 19 þingfundar- dögum sem eftir eru á starfsáætl- un þingsins í umræður um mál sem átti að vera lokið. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, mælti fyrir málinu. Þar gerði hún grein fyrir tillögunni: „Okkar tillaga snýst hins vegar ekki um hvort taka eigi efnislega afstöðu til Evrópusambandsins eða ekki. Hún snýst um að við leit- um leiðsagnar þjóðarinnar í þessu máli. Það má velta því fyrir sér í ljósi þess sem ég hef sagt að allt frá því að Ísland varð aðili að EES- samningnum má segja að spurning- in um aðild að Evrópusambandinu hafi verið lifandi í íslenskum stjórn- málum, hún hefur verið umdeild og til umræðu reglulega og verður það líklega áfram. Það varð því niður- staða mín og fjöldamargra annarra sem teljum að hagsmunum okkar sé betur borgið utan Evrópusam- bandsins en innan að réttast væri að fá einhvern botn í umræðuna, leiða málið til lykta, og besta leiðin til þess væri að fá þjóðina til þess að gefa upp afstöðu sína í atkvæða- greiðslu um samning.“ Líkt og við var að búast sköpuðust nokkrar umræður um málið, þannig er það alltaf þegar Evrópusamband- ið ber á góma. Í þeim kom ýmislegt athyglisvert fram, til að mynda brýndi Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðis- flokksins, þingmenn til dáða um að leita til þjóðarinnar. „Mínar skoðanir eru ljósar í þessu máli. Ég er þeirrar skoðunar eins og ég var árið 2009 að leggja eigi það til við þjóðina og leita leið- sagnar hennar í þessu stóra máli. Þess vegna fagna ég þeim sinna- skiptum sem hér hafa orðið og von- ast til þess að umræður um þings- ályktunartillöguna verði í þá veru að ræða það hvort þingheimur hefur kjark til að leita leiðsagnar þjóðar- innar eða hvort við ætlum að flækja þetta mál enn og aftur í viðjum flokka eins og við gerðum forðum.“ Sinnaskiptin sem Ragnheiður vísar til snúast um þá staðreynd að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur kaus að bera aðildarviðræður við Evrópusambandið ekki undir þjóð- ina í atkvæðagreiðslu árið 2009. Í þeirri stjórn sátu bæði Katrín og Árni Páll Árnason, sem er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Hann var þó fjarverandi á þriðju- daginn. Katrín sagði það hafa verið mis- tök að fara ekki í slíka atkvæða- greiðslu. „Eins og ég hef áður sagt hér í þessari pontu þá tel ég, eftir á að hyggja, að það hefði verið rétt að halda slíka þjóðaratkvæðagreiðslu áður en lagt var af stað í þetta ferli og ég er ekkert feimin að viður- kenna að maður getur lært ýmis- legt af því að vera hér og taka þátt í stjórnmálum.“ Miðað við umræðurnar er morgun ljóst að Evrópumálin eru ekki horfin, þrátt fyrir vilja ríkis- stjórnarinnar þar um. Þau eru eins og plástur á fingri utanríkisráð- herra sem ekki losnar af, sama hve mikið hann hristir sína fingur. kolbeinn@frettabladid.is … að ræða það hvort þingheimur hefur kjark til að leita leiðsagnar þjóðar- innar … Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Jóhanna Margrét Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði Ólöfu Nordal innanríkisráð- herra út í eftirlit með vistráðningum, eða ráðningum au pair eins og það er gjarnan kallað þar sem ungt fólk ræður sig til starfa við ýmis verk- efni eða hjá fjölskyldum erlendis og dvelur þá hjá þeim, á Alþingi á mánudag. Jóhanna sagði í nágrannalönd- um okkar hafa komið upp mál er vörðuðu alvarleg brot á slíkum aðilum. „Þar er meðal annars verið að tala um misbeit- ingu þess valds sem ráðandi telur sig hafa yfir umsækjendum, misnotkun starfskrafta og þá þrælk- un, misnotkun andlega og kynferðis- lega, jafnvel mansal og vændi. Þetta er helst í þeim tilfellum er ungar konur koma frá vanþróaðri og/ eða fátækari lönd- um til Norður- landanna.“ Jóhanna vildi vita hvernig eftirliti væri háttað með slíkum ráðningum og hvort fagaðilar héldu utan um þetta unga fólk. Þá spurði hún hvort ráð- herra teldi núver- andi kerfi og eftirlit koma í veg fyrir þrælkun, misnotkun á vinnutíma, andlega og/eða kynferðislega mis- notkun á þessum einstaklingum. Ólöf sagði ekki gert ráð fyrir sérstöku eftirliti af hálfu Útlendingastofnunar með þeim sem hingað koma til lands til vistráðningar. „Útlendingastofnun hefur þó í einstaka tilvikum vísað málum til lögreglu ef upp hefur komið grunur um annaðhvort mis- notkun á au pair-leyf- inu eða misnotk- un á viðkomandi aðila sjálfum.“ Ólöf sagði það mat þeirra sem vinna að þessum málaflokki að núverandi reglur kæmu ekki nægilega vel í veg fyrir þrælkun, misnotkun og mansal. Hún lagði áherslu á að vinna við að endurskoða útlendingalögin stæði yfir, þar á meðal dvalarleyfi á grundvelli vistráðningar. „Tilgangurinn er að bæta þetta umhverfi og gera það öruggara fyrir þá sem nýta þessi leyfi og skilvirkara á allan hátt,“ sagði Ólöf. - fbj Jóhanna M. Sigmundsdóttir spurði hvort hægt væri að koma í veg fyrir þrælkun, misnotkun og mansal: Ekkert eftirlit með misbeitingu au pair-fólks Stjórnarandstaðan kvartaði sáran yfir því á mánudag að hvorugur oddvita stjórnarflokkanna léti sjá sig í fyrirspurnartíma, ótækt væri að geta ekki rætt yfirlýsingar for- sætisráðherra um áætlun um losun gjaldeyrishafta. Það er satt og rétt að vissulega hefði verið betra að ráðherrarnir væru til staðar, raunar er sú ákvörðun að vera þar ekki sérkennileg. Skiptir þá litlu hvaða aðrir fundir voru í boði, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson leiða vinnuna og það er þeirra að ákveða hvenær nefndir og hópar funda um þau mál. Það verður hins vegar ekki horft fram hjá því að stjórnarandstaðan er í þröngri stöðu þegar kemur að málefnum er varða losun hafta. Eða hvernig ætlar hún að finna sér vígstöðu í því máli? Með því að vera á móti haftalosun? Trauðla, en þá stendur eftir að vera á móti því hvernig það verður gert. Vissulega skiptir það höfuðmáli hvernig það verður gert, en það liggur ekki ná- kvæmlega fyrir núna. Það eina sem hefur kvisast út er að leggja eigi skatt á útflæði fjármagns, stöðug- leikaskatt. Og líkt og kom í ljós í umræðum á þingi á mánudag er það ekki ný hugmynd. Helgi Hjörvar, þing- maður Samfylkingarinnar, spurði hvort ekki væri bara um að ræða útgönguskattinn sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur talaði fyrir. Líkt og áður segir á nákvæm útfærsla eftir að koma í ljós, en í grunninn er um þá aðgerð að ræða að nýta skattkerfið til að takmarka það krónumagn sem hætta er á að flæði úr landi. Ætlar stjórnarand- staðan að vera á móti því? Þá stendur eftir gagnrýni á það að forsætisráðherra hafi tilkynnt um haftalosun á fundi framsóknar- manna og gagnrýni á að þingið hafi ekki verið nægilega upp- lýst um málið. Það eru lítil atriði við hlið þess ávinnings sem vel heppnað afnám hafta hefur í för með sér. Stjórnarandstaðan í höftum vegna haftalosunar Plástur sem ekki losnar af Þingmenn ræddu enn á ný hvernig hátta beri viðræðum um aðild að Evrópusambandinu. Stjórnarandstaðan vill að þjóðin fái að kjósa um hvort viðræður hefjist á ný. Ekki eru allir stjórnarliðar fráhverfir þeirri hugmynd. UTANRÍKISRÁÐ- HERRA Gunnar Bragi Sveinsson var ekki viðstadd- ur umræðuna á þriðjudag. Honum gengur þó illa að losna við umræður um aðildarumsókn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÞINGSJÁ Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is GJALLAR- HORNIÐ AF ÞIN GPÖ LLU N U M K O LB EIN N Ó T TA R SSO N P R O P P É ➜ Vangaveltur um hvort stöðugleikaskattur sé útgönguskattur síðustu ríkis- stjórnar lýsa ekki góðri víg- stöðu. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 D -6 2 C C 1 6 3 D -6 1 9 0 1 6 3 D -6 0 5 4 1 6 3 D -5 F 1 8 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 0 6 4 s _ 1 5 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.