Fréttablaðið - 16.04.2015, Qupperneq 18
16. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 18
Fjárfestingarþörf á íslenskum
hlutabréfamarkaði í ár gæti orðið
rúmir 50 milljarðar króna. Þetta
kom fram í máli Hrafns Steinars-
sonar, hjá Greiningardeild Arion
banka, þegar hagspá Greiningar-
deildarinnar var kynnt í gær.
Hrafn bendir á að allt stefni í að
arðgreiðslur skráðra félaga verði
um 28 milljarðar í ár, en þær voru
20 milljarðar í fyrra. Hann býst
við því að fjárfestar nýti það fé í
endurfjárfestingar. Hrafn skoð-
aði líka fl æði í verðbréfasjóði og
segir að hvað það varðar sé sterk-
ara innfl æði í hlutabréfasjóði en
skuldabréfasjóði. Hreint innfl æði
í hlutabréfasjóði nemi 10 milljörð-
um en skuldabréfasjóðir standi í
stað.
„Svo búumst við við því að líf-
eyrissjóðir muni setja sextán
milljarða í hlutabréf í ár,“ segir
Hrafn og bætir því við að þetta
séu þær forsendur sem Grein-
ingar deildin gefi sér.
Hrafn segir að við vinnslu hag-
spárinnar hafi verið horft til þess
að það væru kjaradeilur fram
undan og vaxandi verðbólgu-
áhyggjur. Greiningardeild geri
því ráð fyrir að fjárfestar vilji
löng verðtryggð skuldabréf en
mögulega löng óverðtryggð líka.
„En þeir hafa viljað draga úr
skuldabréfaeign og reyna að auka
breiddina hlutabréfamegin,“ segir
Hrafn. Hann telji því að nýskrán-
ingar henti lífeyrissjóðum vel.
„Það er tekið mjög vel í
nýskráningar á markaði eins og
er,“ segir Hrafn og bendir á að
það hafi verið mikil eftirspurn
eftir bréfum í útboði fasteigna-
félagsins Reita, þar sem 25,5
milljarða króna eftirspurn var
eftir bréfum fyrir 6,4 milljarða.
Nú fylgi hlutafjárútboð Eikar
eftir í framhaldinu.
„En framboð og eftirspurn
mætist alltaf á endanum, það er
bara spurning hvert verðið verði,“
segir Hrafn. Hann telur því að
það geti orðið þrýstingur upp á
við á verði hlutabréfa.
„Sérstaklega gætu nýskráning-
arnar verið að verðleggjast á mjög
góðu verði um þessar mundir. Svo
er spurning hvernig eftirmarkað-
urinn þróast eftir nýskráningarn-
ar. Þá munu kjarasamningarnir
auðvitað líka lita hlutabréfamark-
aðinn. Menn munu setja hærri
ávöxtunarkröfu á félögin og hann
gæti átt dálítið erfi tt þegar ólgan
er á vinnumarkaði og óvissan
fram undan. En eftirspurnin er
fyrir hendi og nýskráningin held
ég að gangi mjög vel,“ segir hann.
Hrafn segir að hvað eftirmarkað-
inn varðar sé besta sviðsmynd-
in væntanlega sú ef það næðist
þokkaleg lending í kjaramálum.
„Ef við myndum til dæmis ná að
sleppa við stýrivaxtahækkanir þá
gætum við séð hlutabréfamark-
aðinn taka vel við sér seinni hluta
ársins. En ef við dettum í þetta
verðbólguskeið, miklar vaxta-
hækkanir, þá verður ábyggilega
dálítið þungt í mönnum,“ segir
hann.
Þrjár skráningar eru öruggar í
ár, Reitir eru afstaðnir, Eik fylgir
fast á eftir og svo hefur Orri
Hauksson, forstjóri Símans, boðað
að félagið verði skráð í haust. Að
auki eru væntingar gerðar til þess
að Advania og Skeljungur verði
skráð en ekkert er öruggt í þeim
efnum.
jonhakon@frettabladid.is
50 milljarðar fari í hlutabréf
Sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka telur að fjárfestingarþörf á íslenskum hlutabréfamarkaði í ár
nemi yfir 50 milljörðum. Nýskráningar ættu að ganga vel. Hann telur að kjarasamningar muni lita markaðinn.
FYRSTA SKRÁNINGIN Á ÁRINU Tilboð fyrir 25,5 milljarða bárust í 6,4 milljarða hlut í Reitum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Samtök atvinnulífsins vilja að komið verði
á fót sérstöku Þjóðhagsráði sem í eigi sæti
oddvitar ríkisstjórnar á hverjum tíma, seðla-
bankastjóri og forsvarsmenn aðila vinnu-
markaðar. Tillagan kemur fram í riti Sam-
taka atvinnulífsins, Gerum betur, sem gefið
er út í tilefni af ársfundi SA.
Tillagan gerir ráð fyrir að Þjóðhagsráði
verði falið með lögum að fylgjast með þróun
efnahagsstærða og bregðast við aðsteðjandi
vanda. Þannig væri tryggt að mikilvægustu
aðilar að hagstjórninni vinni að sömu mark-
miðum og axli sameiginlega ábyrgð á efna-
hagslegum stöðugleika.
Ráðið hafi á sínum snærum hagfræðinga
sem leggi sjálfstætt mat á þróun og horfur í
efnahagslífinu og vinni úttekt á þróun ríkis-
fjármála, efnahagslegum forsendum kjara-
samninga og framkvæmd þeirra ásamt skil-
virkni peningastefnunnar.
Samkvæmt tillögunni kæmi ráðið saman
3-4 sinnum á ári og leggi formlegt mat á
stöðu efnahagsmála hverju sinni og geri til-
lögur um nauðsynleg viðbrögð og úrbætur.
Samtök atvinnulífsins telja að með þessu
yrði brugðist við langvarandi efnahagsleg-
um óstöðugleika sem þau telja að sé að mestu
heimatilbúinn. - jhh
Þjóðhagsráð myndi fylgjast með þróun efnahagsstærða og bregðast við aðsteðjandi vanda:
SA vilja þjóðhagsráð um efnahagsmál
FRAM-
KVÆMDA-
STJÓRINN
Samtök
atvinnulífsins
vilja að í Þjóð-
hagsráði sitji
sérfræðingar
sem geti
metið stöð-
una í efna-
hagslífinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Afkoma Hafnarfjarðarbæjar (A-
og B-hluta) á síðasta ári fyrir
óvenjulega liði var 210 milljón-
um lakari en áætlanir gerðu ráð
fyrir.
Afgangur af rekstri var um
409 milljónir króna en áætl-
un gerði ráð fyrir rekstraraf-
gangi að fjárhæð 619 milljónir.
Þetta frávik má rekja til hækk-
unar á lífeyris skuldbindingu
sveitarfélagsins, um 928 millj-
ónir króna, sem er 515 milljónir
umfram áætlun.
Í heild var afgangur af rekstri
76 milljónir króna en meðal
óvenjulegra liða er gjaldfærsla
vegna niðurstöðu dóms Hæsta-
réttar frá 5. mars 2015 um að
sveitarfélaginu beri að greiða
ríkinu fjármagnstekjuskatt auk
vaxta vegna sölu á eignarhlut í
HS Orku hf. á árinu 2008 að fjár-
hæð 333 milljónir króna.
Þegar horft er einungis á
A-hluta ársreikningsins er
rekstrar niðurstaðan án óvenju-
legra liða neikvæð um 159 millj-
ónir króna án óvenjulegra liða en
heildarrekstrarniðurstaðan er
neikvæð um 492 milljónir.
Tekjur námu 19.648 milljón-
um króna sem er 418 milljónir
umfram áætlun. Laun og launa-
tengd gjöld eru stærsti útgjalda-
liður sveitarfélagsins og námu
9.985 milljónum króna sem er 442
milljónum krónum meira en áætl-
un gerði ráð fyrir. - jhh
Tekjur Hafnarfjarðarbæjar námu tæpum 20 milljörðum árið 2014. Voru 400 milljónum yfir áætlun:
Afkoman 200 milljónum undir áætlunum
BÆJARSTJÓRN Guðlaug Kristjánsdóttir er forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðarbæjar.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Gengi bréfa í fasteignafélaginu
Reitum er rétt við útboðsgengið. Í
útboði á bréfum félagsins sem lauk
27. mars var 13,25 prósenta hlutur
í félaginu seldur á meðalgenginu
63,9. Um 206 milljóna króna við-
skipti voru með bréf félagsins í
gær og var gengi bréfa við lokun
markaða 63,8.
Útboð á bréfum í fasteignafélag-
inu Eik hefst á morgun og býður
Arion banki 14 prósent, eða þriggja
milljarða króna hlut, í félaginu.
- jhh
Viðskiptin 206 milljónir:
Gengið nærri
útboðsgenginu
Áætla má að rúmlega 2.000 manns
hafi beina atvinnu hér á landi af
Microsoft-hugbúnaðarlausnum, að
mati Heimis Fannars Guðlaugsson-
ar, framkvæmdastjóra Microsoft
á Íslandi. Microsoft fagnar 40 ára
afmæli fyrirtækisins nú í apríl, en
það var stofnað árið 1975.
Heimir segist telja að upplýs-
ingatæknin sé á ákveðnum tíma-
mótum og Microsoft aftur að taka
forystuna nú á 40 ára afmælinu.
Kaup fyrirtækisins á farsíma-
armi Nokia og sænska fyrirtækinu
Majong sem framleiðir Minecraft-
leikinn hafa vakið mikla athygli.
- jhh
Microsoft er 40 ára í ár:
Margir fá störf
vegna Microsoft
Svo
búumst við
við því að
lífeyrissjóðir
muni setja
sextán
milljarða í
hlutabréf í ár.
Hrafn Steinarsson,
Sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion.
Útlit er fyrir að vöxtur einkaneyslu
á fyrsta ársfjórðungi muni reynast
nokkuð myndarlegur, þá einna helst
vegna hraðari vaxtar einkaneyslu
innanlands en verið hefur undan-
farið.
Greining Íslandsbanka segir að ný-
birtar kortaveltutölur Seðlabankans
gefi sterka vísbendingu um þetta.
Samkvæmt þeim nam raunvöxtur
kortaveltu einstaklinga á milli ára alls
9,4% í mars.
Að vanda var vöxtur mikill í
kortaveltu á erlendri grundu, en hann
nam 17,2% að raunvirði milli ára. Á
hinn bóginn var mun meiri vöxtur í
kortaveltu einstaklinga innanlands
í mars en verið hefur að jafnaði á
síðustu árum, eða sem nemur um
8,4% að raunvirði. - jhh
9% raunvöxtur kortaveltu:
Einkaneysla
mikil í ár
FERÐAMENN Kreditkortavelta eykst
stöðugt. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
MICROSOFT Flestir nýta sér eitthvað
hugbúnað frá Microsoft.
NORDICPHOTOS/OGETTY
409
milljóna króna
afgangur varð af rekstri
Hafnarfj arðarbæjar fyrir
óvenjulega liði.
VIÐSKIPTI
xRM semur við Vodafone
xRM Software og Vodafone hafa
undirritað samning um innleiðingu
á viðskiptatengslakerfinu Microsoft
Dynamics CRM. Kerfið mun halda utan
um öll innri og ytri samskipti Vodafone
sem snúa að þjónustu við viðskiptavini
og sölu- og markaðsmálum. Innleiðing-
in, sem er mjög viðamikil, snertir flesta
starfsmenn Vodafone hérlendis.
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
4
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
3
D
-E
8
1
C
1
6
3
D
-E
6
E
0
1
6
3
D
-E
5
A
4
1
6
3
D
-E
4
6
8
2
8
0
X
4
0
0
2
B
F
B
0
6
4
s
_
1
5
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K