Fréttablaðið - 16.04.2015, Side 26

Fréttablaðið - 16.04.2015, Side 26
16. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 26 Ádeila á heilbrigðiskerf- ið getur orðið gagnrýn- anda hættuleg og leitt til uppsagnar og útilokun- ar. Háttvirtur þingmað- ur Ögmundur Jónasson sýnir mér þá virðingu í Fréttablaðinu 25. mars að nefna nafn mitt þrisvar í athugasemdum sínum við reynslu mína og gagnrýni á heil brigðis kerfið. Ég freistast því til að koma að nokkurri leiðréttingu við orð hans og árétta eigin upplifun. Þingmaðurinn lýsir m.a. áhyggjum af fjármálum, þar mætti hann vera fróðari. Hann lýsir því yfir að sjálfur kjósi hann fremur að fá rann- sóknir á opinberri stofnun en einkastofu. Þetta gæti átt við mikilvæga röntgen- eða sneið- myndarannsókn. Ég hlýt að upp- lýsa hann að gjaldtakan væri sú sama hvort sem hann vildi bíða í 3 vikur á eigin áhættu eftir að fá rannsókn á opinberri stofnun eða strax á einkastofu. Taxtar fyrir „ambulant“ (göngudeild eða stofu) rann- sóknir þ.e. án legu á spítala eru samningsbundnir og þeir sömu hvort sem slík rannsókn er gerð á einkastofu eða opinberri stofnun. Almennt virðast menn ekki átta sig á því hversu viðamikill einkarekstur er utan spítala, þ.e. sérfræðiþjónusta lyf- og skurð- lækna, og hversu mikið þetta sparar ríkinu í byggingu og rekstri húsnæðis, tækja- kosti og mannahaldi. Þingmaðurinn vitnar í upplýsingar Rúnars Vil- hjálmssonar og Ólafs Ólafssonar að utan, um ágæti opinberrar ambul- ant heilbrigðisþjónustu. Það má alltaf finna erlendar rannsóknar til að styðja hvaða málflutn- ing sem er og að virða aðrar að vettugi. Marga þætti má til- greina sem gæði í heilsu- gæslu. Meginatriði mætti telja að læknirinn hafi getað með viðtali og skoðun fengið yfirlit yfir heilsufarssögu sjúklingsins og ættarsögu sem getur gefið mikilvægar vísbend- ingar um áhættuþætti, án flók- inna rannsókna. Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa, þ.e. heilsugæsla, er hér að að mestu (enn!) opinber og stíft svæðisskipt. Ég minnist þess að þegar hún var stofnsett var einn læknir ráðinn en fimm starfsmanneskjur. Forystu veitti blálitaður pólitískur kommissar. Í molum Í Morgunblaðinu 27. og 29. mars sl. er vandamálunum vel lýst. Það er meira en mánaðarbið eftir að fá viðtal við lækni á til- tekinni heilsugæslustöð, aug- lýst hefur verið eftir læknum en enginn sækir um. Reyndur læknir lýsir vel vandkvæðum og óskum heimilislækna um smærri einingar og sjálfstæði í rekstri. Þrjátíu þúsund manns vantar fastan heimilislækni, um 50 lækna vantar í starfsgreinina. Það er útbreidd óánægja lykil- starfsmanna og neytenda með núverandi kerfi. Sem sérfræðingur á stofu spyr ég þá sjúklinga sem til mín koma um hver sé heimilislæknir til að geta sent honum lækna- bréf. Tíð svör hafa verið; „ég hef engan, hann er hættur, hann flutti aftur til námslands síns, enginn hefur fengist í staðinn, ég flutti í annað hverfi (í Reykja- vík) og þá má ég ekki leita til fyrri heilsugæslustöðvar og míns ágæta læknis þar og ég hef ekki fengið nýjan.“ Eftir rúmlega mánaðar bið að komast í viðtal hjá heimilis- lækni og síðan 3ja vikna bið í rannsókn eins og þingmaðurinn kýs er ekki víst að sjúklingurinn þurfi lengur á læknisþjónustu að halda, fremur jarðbundnara úrræði. Rúnar og Ólafur geta örugg- lega fundið ráðgjafa sem blessa yfir þetta ástand en þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar stjórn- málamanna um ágæti heil- brigðis þjónustunnar er hún í molum. Einkarekstur í heilbrigðis- þjónustu, framhald Eru erlend matvæli óheilnæmari en innlend? Tryggir innflutnings- verndin fæðuöryggi? Færi allur hagur af toll- frjálsum innflutningi í vasa kaupmanna? Þessu og fleira í sama dúr er haldið fram af sumum talsmanna bænda. Gæti verið að þetta sé bull, jafnvel rógburður hags- munahóps? Lyfjanotkun Í Bandaríkjum Norður-Ameríku hefur fyrirbyggjandi gjöf sýkla- lyfja til dýra tíðkast í áratugi. Samkvæmt AHI (Dýraheilsu- stofnun BNA) næst við þetta 3% meiri framleiðni með meiri vaxtar hraða og minni afföllum vegna sjúkdóma. Ástæða aukins vaxtarhraða er að minna lifir af sníkjudýrum og örverum í melt- ingarvegi dýranna auk þess sem færri kljást við sjúkdóma. Talin er minni hætta á matareitrun hjá neytendum. Samanburðar- annsóknir AHI sýna ekki aukið sýklalyfjaónæmi hjá fólki sem neytir afurðanna. Evrópusambandið ákvað árið 2006 að láta fólk njóta vafans og bannaði notkun sýklalyfja sem vaxtarhvata, en þau eru að sjálf- sögðu gefin dýrum þegar upp koma sjúkdómar. Notkun sýkla- lyfja í kjötframleiðslu er því álíka mikil á meginlandi Evrópu og hér. Samevrópskar reglur sem MAST gætir hér, er okkar gæða- trygging. Lífrænt ræktað– Bio Organic Í Evrópu, sérstaklega Þýska- landi, er mikið framboð af líf- rænt ræktuðum landbúnaðar- afurðum. Hægt er að fá lífræna mjólk, smjör, osta, egg, kjötmeti og fleira. Slíkar vörur kosta yfirleitt meira en hinar, en margir velja þær samt. Lítið framboð hefur verið af slíku hér en er þó að aukast. Velferð dýra Dýravelferð er lengra komin í Evrópu en hér, allavega hvað varðar svínarækt og varphænur. Hér viðgengst að afmarka gyltum mjög lítið svæði og takmarka hreyfi- möguleika þeirra sem eru með nýfædda grísi hjá sér. Hér eru varphænur víða hafðar í litlum búrum með lítið hreyfi rými. Í Evrópu hefur þetta verið bannað í mörg ár. Unnið er að innleiðingu reglugerða hér en breytingar kosta og útlit fyrir að þær muni taka mörg ár. Fæðuöryggi Því er haldið fram af hagsmuna- aðilum að mikilvægt sé að vernda innlenda matvælaframleiðslu til að hún verði áfram til staðar ef vá ber að höndum og viðskipti teppast við útlönd. En matvæla- framleiðsla er í dag háð innfluttri rekstrarvöru. Þótt innlend fram- leiðsla landbúnaðarafurða drag- ist saman við opnun, mun obbinn áfram verða til staðar. Svo höfum við fiskinn. Gott samt að hafa fyrir hyggju og tilbúnar áætlan- ir um neyðaraðgerðir ef til þarf að taka. Lífskjör og matvælakostnaður Láglaunafólk, öryrkjar, aldraðir, einstæðar mæður og fleiri hópar hafa lítið handa á milli. Tugir þúsunda rétt skrimta enda er þjóðarframleiðsla á mann 50% minni en hjá samanburðarlönd- unum. Leyfa verður tollfrjálsan inn- flutning matvæla og minnka styrki í áföngum niður í Evrópu- meðaltal, hvort sem við göngum í Evrópusambandið eða ekki. Sam- keppni á dagvörumarkaði tryggir að lægra innkaupsverð skilar sér til neytenda. Matarútgjöld heim- ila lækka og verðtryggð lán þar með. Á móti opnast risamarkað- ir Evrópu fyrir okkar matvæli. Þróun verður í matvælavinnslu. Vörugæði batna. Nánast allir hagnast þegar upp er staðið. Sannleikurinn Talið er hollt að borða mikið grænmeti, lítið af feitu kjöti og ekki of mikið af sykri. Opnun á innflutning grænmetis fyrir nokkrum árum hefur aukið fram- boð og lækkað verð þess. Aukin neysla fituminna kjöts á kostn- að feits kjöts er til bóta en marg- ir ættu að draga úr kjötáti. Við fáum holl matvæli á sanngjörnu verði og styðjum við dýravelferð með því að opna á tollfrjálsan innflutning matvæla frá Evrópu. Afmarkaður hagsmunahóp- ur bænda má ekki leyfa sér að blekkja neytendur og skattgreið- endur, sem kosta þeirra tilveru, með misvísandi upplýsingum, m.ö.o. kjaftæði, um hollustu matvæla, matvælaöryggi, svik- semi kaupmanna o.s.frv. Allir ættu að vinna saman að því að auka hollustu matvæla og lækka matarútgjöld heimila með því að láta landbúnaðinn mæta sam- keppni og takast á við nauðsyn- legar breytingar. Samfélagið mun vilja hjálpa fólki í greininni að aðlagast og takast á við nýjar áskoranir. Útlensk matvæli og innlent kjaftæði Við sem skrifum þessa grein eigum margt sam- eiginlegt. Bæði vinnum við með börnum, við erum kennari og æsku- lýðsprestur, okkur eru trúarhefðir okkar kærar, við erum múslimi og kristinn, og við viljum að um trú okkar og hefð- ir sé rætt af sanngirni. Það á jafnt við um trúar- bragðakennslu í skólum, í umfjöllun fjölmiðla og í almennri umræðu. Það er sameiginleg sannfæring okkar trúar- hefða að kærleikur liggi til grundvallar sköpun- inni. Kærleikurinn er bjart ljós í myrkrinu og kraftur sem getur yfir- stigið allar hindranir. Náungakærleikur og vin- átta eru hugtök sem við öll skilj- um. Við erum fædd í kærleika og án þeirra fordóma sem okkur lærast með tímanum. Fordómar byggjast á fáfræði, andúð og ótta við þau sem eru okkur ólík. Lýðræðislegt samtal varðar leið okkar til vináttu og er öflug aðferð í baráttunni gegn fáfræði, andúð og fordómum. Lýðræði ætti ekki einungis að vera aðferðafræði stjórnmála, heldur einnig aðferðafræði til að koma á vitund um samfélag þar sem lit- róf einstaklinga fær að njóta sín til fulls. Það er dapur legt hversu fordómum er oft leyft að hindra framgöngu vináttu og kærleika. Norðurlöndin hafa á undan- förnum misserum upplifað marga harmleiki, nú síðast í Kaupmannahöfn á viðburði í anda lýðræðislegs samtals sem bar yfirskriftina „List, guð- last og tjáningarfrelsi“. Þannig ofbeldisverk eru árás á grund- völl lýðræðisins sjálfs og eru með öllu óverjandi. Afleiðingar slíkra atburða eru að við erum sem samfélög meidd og hætt er við að andúð okkar og reiði birtist í auknum fordómum hvers í garð annars. Auðga heildina Í leit að nýrri fótfestu í samtali okkar um menn- ingar- og trúarhefðir, vilj- um við leggja til að við lítum til þess umhverf- is sem við búum börn- um. Börn eiga rétt á því að á þau sé hlustað og að á þeim sé tekið mark, en ekki er brugðist við allri tjáningu þeirra með sama hætti. Þegar barn tjáir ótta, reiði eða sársauka, er því mætt með skilningi og fúsleika til að verða að gagni. Þegar barn sýnir eineltis- eða ofbeldistil- burði gagnvart öðrum, þá er slík hegðun stöðvuð og þeirri tjáningu er ekki gefið rými í umræðunni. Mark- mið samtals og skoðanaskipta er að gefa börnum vettvang til að setja sig í spor annarra og til að stuðla að skilningi, samúð og samvinnu. Gerðu ekki það við aðra, sem þú vilt ekki að aðrir geri við þig. Við getum í umræðunni tekist á og tjáð skoðanir okkar af eindrægni, en með því að jaðarsetja skoðanir eða hópa í umræðunni mun vandi okkar aukast. Fáfræði, andúð og for- dómar munu ekki færa samfélagi okkar frið, heldur auka enn frek- ar á vandamál og ólgu heimsins. Skilningur og fræðsla eru for- sendur tjáningarfrelsis, frelsis til tjáningar sem krefst þess ekki að gert sé lítið úr öðrum. Virðing og umburðarlyndi eru aðalsmerki lýðræðislegs og skapandi samtals. Við erum ólík, við greinarhöf- undar og við sem saman mynd- um íslenskt samfélag. Þessari fjölbreytni ber að fagna og sér- kenni okkar á sviði þjóðernis, menningar og trúarhefða eru mikilvæg framlög sem auðga heildina. Vinátta og samtal Sú stefna beggja stjórnar- flokkanna að hag Íslands sé betur borgið utan ESB hefur verið skýr frá upp- hafi. Í samningaviðræð- um stjórnarflokkanna á sínum tíma var sú ákvörð- un tekin að halda ekki áfram aðildarviðræðum við ESB nema að undan- genginni þjóðaratkvæða- greiðslu. Ríkisstjórnin hefur lagt ríka áherslu á að ekki verði farið í slíkt ferli án aðkomu þjóðarinnar. Ríkisstjórnin hefur fylgt þeirri stefnu sem kveðið er á um í stjórn- arsáttmálanum. Staðan á málinu er því skýr gagnvart ESB, aðildar- ríkjum þess og íslensku þjóð- inni. Á fundum forsætisráðherra Íslands með forseta framkvæmda- stjórnar ESB og forseta leiðtoga- ráðsins í júlí 2013 var þessi stefna ríkisstjórnarinnar útskýrð. Á þeim fundum kom skýrt fram að þess- ir tveir leiðtogar stofnana ESB myndu fagna skýrri stefnu Íslands varðandi aðildarferlið. Breytingar hér og hjá ESB Staðan hefur einfaldlega breyst mikið frá árinu 2009. Endur- reisn efnahagslífsins hér á landi hefur vakið verðskuldaða athygli vítt og breitt um heiminn og við erum ánægð með þann stöðug- leika sem hér er að myndast. Það endurspeglast í litlu atvinnu- leysi, auknum kaupmætti og ágætum hagvexti. Í júlí 2014 til- kynnti Jean-Claude Juncker, þá nýkjörinn forseti framkvæmda- stjórnar ESB, að gera ætti hlé á stækkun sambandsins næstu fimm árin. Talsmaður Juncker staðfesti síðar að Ísland væri á meðal þeirra landa sem Juncker ætti við. Það má því segja að við- ræðunum hafi verið sjálfhætt á þeim tíma. Því miður virðast ýmis vandamál herja á aðildar- ríki ESB um þessar mund- ir sem endurspeglast svo í þessari ákvörðun fram- kvæmdastjórnar ESB árið 2014 um að loka á alla stækkun ESB í nokkur ár. Mikilvægi góðs samstarfs Mikilvægt er að stuðla að áframhaldandi öflugum samskiptum við ESB á grundvelli EES-samnings- ins og hefur núverandi rík- isstjórn lagt mikla áherslu á slík samskipti milli ESB og Íslands. Á þetta lagði utanríkisráðherra einnig sérstaka áherslu á í bréfi sínu til ESB nýverið. Sérstaklega mikilvægt er að hlúa að EES- samningnum og efla þátttöku Íslands á vettvangi hans. Ríkis- stjórnin gaf út Evrópustefnu í mars árið 2014 sem byggist á efldri hagsmunagæslu á vett- vangi EES-samningsins og ann- arra gildandi samninga Íslands og ESB. Frá þeim tíma hefur verið unnið á grundvelli þeirrar stefnu. EES-samningurinn er mikilvæg- ur fyrir útflutningshagsmuni Íslands, ekki síst sjávarútveg þar sem íslenskar afurðir eru í frjálsu flæði á evrópska efnahagssvæð- inu. Huga þarf að virkni samn- ingsins sem slíks og ekki síður að hagsmunum Íslands innan hans. Það hefur gætt misskilnings í umræðunni og oft á tíðum rætt mjög einsleitt um málið. Fram- sóknarflokkurinn vill viðhalda góðu samstarfi við ESB og horfa víðar fyrir Ísland í alþjóðasam- starfi t.d. til nýmarkaðssvæða. Við erum hins vegar staðföst á þeirri skoðun að hagsmunum íslensku þjóðarinnar sé best borgið utan ESB. Ísland er land tækifæranna með ógrynni af auðlindum sem tryggja þarf að þjóðin njóti góðs af til lengri tíma. Gott samstarf við ESB EVRÓPUMÁL Haraldur Einarsson þingmaður Fram- sóknarfl okksins SAMFÉLAG Derya Özdilek í Félagi Horizon Sigurvin Lárus Jónsson prestur LANDBÚNAÐUR Guðjón Sigurbjartsson viðskiptafræðingur HEILBRIGÐIS- MÁL Birgir Guðjónsson sérfræðingur í lyfl ækningum og meltingarsjúk- dómum ➜ Afmarkaður hagsmuna- hópur bænda má ekki leyfa sér að blekkja neytendur og skattgreiðendur, sem kosta þeirra tilveru, með misvís- andi upplýsingum … ➜ Almennt virðast menn ekki átta sig á hversu viða- mikill einkarekstur er utan spítala þ.e. sérfræðiþjónusta lyf- og skurðlækna og hversu mikið þetta sparar ríkinu... 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 F -5 5 7 C 1 6 3 F -5 4 4 0 1 6 3 F -5 3 0 4 1 6 3 F -5 1 C 8 2 8 0 X 4 0 0 8 A F B 0 6 4 s _ 1 5 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.